Skammast Samfylkingarsnatarnir sín núna???

 

Snatar Samfylkingarinnar eru víða á flækingi þessa dagana, eins og flækingshundar sem gera næstum því allt fyrir næstu máltíð.

Þeir eru á Alþingi að vinna fyrir yfirmenn sína í Breska Verkamannaflokknum, og þeir eru í ríkisstjórn að snattast fyrir húsbændur sína í Brussel.

Alltaf bíðandi eftir næsta beini, og næsta klóri bak við eyrun.

Útá við virkar þetta sem traust fólk, íklætt jakkafötum og drögtum, en einhvern tímann fyrir ekki svo langa löngu, þá stökkbreyttist þetta fólk, kannski vegna geislunar eða dularfullra hátæknivopna, í Snata, hundseðlið tók yfir hið mennska, og það selur þjóð sína fyrir smá athygli húsbænda sinna í útlöndum.

Í Netheimum hefur dvergkyn af þessu Snatakyni vaðið uppi með gjammi og látum.  Eins og fyrirmynd þess í hundaheimum, þá gjamma þeir á allt sem gæti gagnast íslenskri þjóð, minnisstæðast er mér gjamm hjá fyrrum blaðaSnata sem spurði hneykslaður hvort allir vissu ekki að eina sem vekti fyrir svona lögmannsstöfum að afla sér auðfenginna viðskipta.  Tilefnið var afhjúpun leyniskjals, ættað úr fórum yfirSnata, þar sem fram kom að bresk lögmannsstofa fullyrti að lagagrundvöllur fjárkúgunar breta væri mjög vafasamur, þó ekki væri sterkara að orði komist.  Eins má minnast á hælbítana af púðaSnata kyni sem lágu utan í Evu Joly eftir að hún vogaði sér að skrifa grein í erlend blöð og vekja athygli á kúgun breta á íslensku þjóðinni.  Slíkt hugnaðist ekki húsbændum hælbítanna.

Annað einkennið á þessu Snatakyni er sú taumlausa gleði þegar eitthvað finnst sem gæti hugsanlega skaðað málstað íslensku þjóðarinnar.  Til dæmis þegar hollensku fjárkúgari kemur reglulega í heimsókn með hótanir í ferðatöskunni, framleiddar úr rangfærslum og bulli, þá fær hann alltaf besta tíma hjá Ruv Snötum til að dreifa eiturbrasi sínu.  Þegar blöð húsbænda þeirra birta eftirá skýringar um atburðarrás hryðjuverkalaganna, þá heyrist hátt gelt í Netheimum, "sögðum við ekki".  

En gleðigeltið er þagnað.  Allar fullyrðingar húsbænda þeirra byggðust á lygum að uppistöðum, með hálfsannleik í bland.  Færir lögfræðingar eins og Stefán Már Stefánsson og Sigurður Líndal, hafa tætt í sig laggrundvöll fjárkúgunar breta, eftir stendur ómerkileg tilraun til þjófnaðar með aðstoð hlýðinna útigangsSnata (þetta verður allt saman útlegðarfólk úr íslensku samfélagi).  

Síðasta lygin var sú, að þó þetta væri að vísu þjófnaður í búningi laga, þá væru þjófarnir svo krútt og elegant, bæði með stífelsi og pípuhatta, að þetta væri allt í lagi, við ættum eigur á móti.

En þessar meintu eigur eru óvissunni háðar, og sú stærsta er sú hvort við eigum þær yfir höfuð, um slíkt léki vafi.  Og það er dómsstólanna að skera úr um, ekki YfirSnata í ríkisstjórn.

Og núna er gleðigeltið endanlega þagnað, og varla kraftur eftir í gjammið.  

Það er eins og mannseðlið sé aftur að taka yfir, fólkið vakni nakið á berangri, og skilji ekkert í hvað það sé að gera á fjórum fótum, geltandi á eftir mönnum með stífelsi og pípuhatta.  

En hvort mennskan nái nógu fljótt yfirhöndinni, er ekki gott að segja.  Og aldrei hefur það verið sterkasti mannkostur Íslendinga að játa sín mistök og biðjast afsökunar.  Og YfirSnatarnir sína enga mennsku, þeir styðja þjófnað húsbænda sinna í blindri hlýðni hins húsbóndaholla hunds.

Og Ögurstundin er upprunnin.

En það er gott að vera laus við gjammið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kröfuhafar munu láta reyna á neyðarlög fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Blessaður félagi. Þetta er ein albesta bloggfærsla sem ég hef nokkuru sinni lesið og hef ég lesið þær margar. Þvílíkur stíll. Allt sannleikanum samkvæmt að sjálfsögðu en hárfínt níð undir niðri, að ekki sé nú talað um húmorinn. Ég var einmitt að velta fyrir mér í dag hvað það var rólegt yfir fólki svona almennt, fáir bílar á ferli, ekkert hundagelt og bara yndisleg ró yfir bænum. Kanski að þetta sé lognið á undan storminum, ef svo er þá er eins gott að það blási úr réttri átt. því eins og þú veist alin upp í útgerðarbæ þá er alls ekki sama úr hvaða átt hann blæs. Segi það bara aftur, albesti texti sem ég hef lesið lengi.

Kveðja úr blíðuni á suðurlandi, en það er samt óþarfi að dansa yfir því.

Íslandi allt

Umrenningur, 24.11.2009 kl. 19:21

2 identicon

Nú er fólkið og stjórnarandstaðan búin að troða aftur ofan í þau í Alþingi öllu bullinu og lygunum og þau þegja á meðan þau eru að skálda næstu lygi.  Sem við munum líka troða ofan í þau. 

ElleE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, þau þegja, og samþykkja. 

Rök bíta ekki á Samfylkinguna, og VG er gunguflokkur, smán íslenskrar vinstrihreyfingar.

Sorglegt allt samann.

En baráttukveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 19:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Gleður mig að þú skuli hafa gaman af.  Svona stílæfing er smá tilbreyting í biðinni löngu eftir afgreiðslu Alþingis.

Og þú segir það, ég sem sit uppi með Norðaustan skítinn, en ég skil hann betur, fyrst engin útgerð er til að stöðva, þá þjónar svona ó-veður engum öðrum tilgangi en að halda mér inni við skammarskrif.

Og ég stóð mig vel í dag.  Kom greinarflokki mínum um Öskuhaugana í loftið.  

Stóra lygin í ICEsave, var sú að við yrðum einhver útkjálki sem enginn vildi hafa samstarf við, og allt efnahagslíf myndi fjúka út í veður og vind í Norðaustan garra.  Lestu tilvitnun mína um hvað var sagt um Argentínu, þar átti sko allt að fara í kalda kol, ef það skelfilega vildi til að fólk fengi laun sem dygði fyrir mat.

Og hver kannast ekki við allar Grýlusögurnar sem notaðar voru á óþægu ICEsave börnin.  Um allar þær hörmungar Argentínu sem yrðu okkar ef við neituðum að borga.

Og hvílíkar hörmungar, tæplega 10% hagvöxtur 5 ár í röð.  Og sjálfaflafé, ekki Norðurlandalán, til að borga niður erlendar skuldir.  Þó var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn búinn að stórskaða þjóðfélagið, hvernig hefði það verið ef þeim andskotum hefði aldrei verið hleypt inn í landið?

En Umrenningur minn, stundum spyr ég mig hvort svitinn við að lesa mér til sé þess virði, þessar staðreyndir fljúga ekki víða að minnsta kosti.  

En mér líður betur að hafa klárað þetta verkefni í tíma.  Og hvað er að frétta af lúðraþeytaranum????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ómar.

Þú hefur svo sannanlega staði þig vel í dag, og ekki bara í dag heldur alla daga. Var að klára að lesa dagin og þú mátt vera stoltur af dagsverkinu. Varðandi áhyggjur þínar að pistlarnir séu ekki lesnir þá held ég að það sé óþarfi, ég er að minnsta kosti að sjá þín orð og hugmyndir víða á netinu. Að vísu sjaldnast tilvitnað í höfund en skiptir það meginmáli ef staðreyndir eru rétt eftir hafðar? Það er að minnsta kosti mín tilfinning að óþol gagnvart okkar nýfrjálshyggjustjórn sem kennir sig við vinstri félagshyggju og velferð að norrænni fyrirmynd sé mjög að aukast þessa dagana. Ég trúi því enn eins og ég hef áður nefnt að þjóðin verði tilbúin að losna endanlega við nýfrjálshyggjuna upp úr miðjum janúar og þá þurfum við gömlu mennirnir að vera tilbúnir að styðja við byltinguna. Andsk. heldurðu að kötturinn hafi ekki þurkað út fleiri línur af texta hjá mér og alveg örugglega það sem ég hefði verið tilnefndur til einhverra bókmenntaverðlauna fyrir, það er eins og ég hef alltaf sagt hann er ábyggilega af kratakyni helv.. a tarna. En það sem kratinn á heimilinu eyðilagði fyrir mér fjallaði um það að þú mátt ekki missa móðinn núna þegar nýrri og betri tímar eru rétt handan við hornið, haltu áfram að viða að þér upplýsingum og komdu þeim svo frá þér á mannamáli eins og þú hefur verið að gera. Kveðja í fjörðinn þar sem lognið hlær svo dátt, en er á flegiferð í suðurátt í dag. 

Es. Það er ekki enn búið að útnefna lúðrablásara en ég hef ákveðinn skátaforingja (sem les þig en kommentar ekki) í huga og sit fyrir honum einhvern næstu daga.

Íslandi allt

Umrenningur, 25.11.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Nei, vænna þætti mér að vera haldið fyrir utan umræðuna.  Það var ill nauðsyn að koma fram undir nafni, og með mynd.  Sá að ef ég ætlaði að rífa kjaft á þann hátt sem ég ætlaði að gera, þá yrði svo að vera.  Stundum víkur margt fyrir nauðsyn, og nauðsyn krafði vissrar opinberunar.  Annars á ég nóg með mín vandamál, þó menn fari ekki að lemja mig fyrir pistla mína.

En kjarninn er "sjá þín orð og hugmyndir víða á netinu", til þess er leikurinn gerður.  Og ég er í þessum ICEsave skrifum til að kveikja og miðla, og reyndar skammast líka, en það er bara reiðistjórnun, hitt er það sem skiptir máli.

Og ég sé ekki pointið í alvöru vinnu, ef hún er til einskis.  Ég þarf ekki að sanna það fyrir öðrum að ég get verið nastí og rætinn, ég hef alltaf vitað það, og þeir líka sem hafa viljað reyna að ergja minn hæglætismann, þeir vita að ég þekki ömmu andskotans ágætlega.

En alvaran kostar mig blóð svita og tár, þar sem ég er eins og þú veist bæði gamall og ellimóður, og orkuforðinn ekki mjög til skiptanna, þá fórna ég mörgu öðru fyrir snerpuna sem ég þarf að sýna til að halda svona beittu áróðurbloggi á flugi.  Ein lúmsk, eða meitluð árás, eyðileggur hughrif heils pistils, jafnvel dagsverkið er í húfi, þannig að ég þarf alltaf að vera tilbúinn í eftirvinnu, og hún er á kostnað einhvers annars, ég asnaðist jú til að eiga börn í ellinni, og þau gjalda oft þessarar baráttu.

Það er ekkert ókeypis í lífinu, sagði Friedman, og það er það eina sem hann hafði rétt fyrir sér í.

Og ég nenni þessu ekki Umrenningur minn, ef fólk skynjar ekki alvöru málsins.  Ég skynja hana, og get alveg haldið því fyrir mig.   En bráttan hefst með rökum og sannleika.

Og svo með þínum góða skapi og bjartsýnni, sem gerir hið ómögulega, gerlegt, eins og dæmin sanna.  Því þarft þú að finna lúðraþeytarann.  Og ef ég mæti ekki í byltinguna, þá er sá bjartsýni og æðrulausi, ásamt góðum lúðraþeytara, forsenda byltingarinnar, hvaða bjáni sem er getur þóst leiða hana.

En eins og þú veist, þá er það eina sem ég þoli ekki er að vera misskilinn, og það er með mig eins og Laxness, krítík, hvort sem hún er ljót, eða falleg, eða græn eða blá, eða illa lyktandi eða blaut, skiptir ekki diffinn, en þegar meistaraverkið fer út án athugasemda, þá göngum við í klaustur.  

Og ég bókaði tíma í klaustri.  Er búinn að gleyma lokapistlinum, en það sem ég sagt vildi hafa, hef ég komið áleiðis til Jóns Vals, þeim eðla baráttumanni.

En ég er hvorki dauður eða genginn fyrir björg, hvað þá sár eða móður, hef aðeins annað þarfara að gera.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 23:59

7 identicon

"Andsk. heldurðu að kötturinn hafi ekki þurkað út fleiri línur af texta hjá mér og alveg örugglega það sem ég hefði verið . . . "  

ElleE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 55
  • Sl. sólarhring: 516
  • Sl. viku: 5061
  • Frá upphafi: 1400888

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 4393
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband