Bíddu við, "gjaldeyrismarkaðurinn í eðlilegt horf".!!!

 

Er það eðlilegt horf að gera ráð fyrir að 165 milljarðar verði árlega í afgang af erlendum viðskiptum landsins?????

Er þá verið að tala um að landinn verði það beygður að hann gangi um sauðskinsskóm og tyggi fjallagrös?

Eða erum við vitni af fæðingu mikilla fjármálasnillinga, að skuldir séu ekki málið ef þær greiðast eftir 5 ár, eða 7 ár?????

Er þarna komin ný tegund af útrás?

Útrás íslensku fjármálasnillinganna?????

Einhvernvegin þá hryllir mig við þeirri útrás, svona í ljósi reynslunnar.

Ég vona það þeirra vegna að þeir reki ekki heimili sín eftir sinni speki, að konur þeirra taki af þeim ráðin áður en þeir skuldsetja heimilin sín út á gaddinn.

Þetta minnir mig á manninn sem skyldi ekkert í því af hverju hann var kominn í greiðsluþrot.  Vissulega hafði hann tekið bílalán, og Visa rað fyrir sófasettinu, svo var það námslánin og húsnæðislánin, ekkert mál, engin sú upphæð sem hann réði ekki við.  Síðan var það Visa fyrir utanlandsferðinni, og nýjum flatskjá, og síðan sturtunni með nuddinu, svo var það heiti potturinn.  En samt allt upphæðir sem hann réði við.

Það er hann réði við þær hverja og eina, en þegar þær voru lagðar saman, þá dugðu heildartekjur hans ekki til, jafnvel þó hann hefði lifað á fjallagrösum í 10 ár.

En kannski er þessi snilld svo mikil, að aðeins heilbrigð skynsemi vinni á henni.

Er til slíkt skynsemi á þingi?????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki þrýstingur á krónuna næstu fimm árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Slík skynsemi er til á þingi en því miður eru ekki margir þingmenn sem hafa slíku til að flagga, það koma strax tvö nöfn upp í hugann Lilja Mósesdóttir og Pétur Blöndal. Eflaust einhverjir í viðbót en ekki nógu margir er ég hræddur um.

Íslandi allt

Umrenningur, 23.11.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Eðlilegt horf?

Ofan í kaupið förum við að greiða Iceslave ósköpin á svipuðu róli. Þannig að hvort um sig hjálpar til við að keyra niður krónuna og gera greiðslur þessar erfiðari.

Þetta er viss snilld..... stjórnmálamennirnir sem nú ráða verða farnir af þingi og þurfa ekki að taka erfiðar ákvarðanir. Við hin splæsum!

Seinna

Örvar Már Marteinsson, 23.11.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Önnur gjaldeyriskreppa að 5-7 árum liðnum. Sem keyrir gengið niður í áður óþekktar stærðir?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.11.2009 kl. 01:04

4 identicon

Það var samið um það í sumar við breta og hollendinga, að næsta hrun skyldi vera eftir 7ár.

 En það er víst allt í lagi, því það er ekki fyrr en eftir 7 ár.....

 Íslenska krónan mu  aldrei ná sér í "eðlilegt horf", það er bara algerlega útilokað mál, alveg sama hversu bjartsýnn maður er.

 Hún getur aldrei staðið undir þeim skuldum sem henni er ætlað.

 Aldrei.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 01:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er sama myntkörfukúlulánasukkið og áður nema núna er búið að þjóðnýta það!

Nýjustu tölur um kostnað skattgreiðenda við eftirköstin af rekstri Landsbankans:

  • Kostnaður vegna yfirtöku NBI hf: 348 til 410 milljarðar (þar af 260 milljarðar gengistryggðir) + vextir til 10 ára
  • Kostnaður vegna IceSave ríkisábyrgðar: 80 milljarðar í myntkörfu + vextir af höfuðstól IceSave á uppgjörstíma þrotabúsins
  • Töpuð veðlán Seðlabanka Íslands: 80 milljarðar íslenskra króna
  • Samtals: 508 til 570 milljarðar + vextir og gengisáhætta vegna NBI og IceSave.

Athugið að í þessum 508-570 milljörðum er hvorki tekið tillit til vaxta, verðlagsþróunar né gengisáhættu.

Til samanburðar má geta þess að þegar Landsbankinn var einkavæddur árið 2002 var hann metinn á tæpa 25 milljarða íslenskra króna.

Góðar stundir gott fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2009 kl. 02:27

6 identicon

Við verðum bara að lifa á eintómum fjallagrösum, Ómar, þangað til við komum stjórninni burt og höfum fengið ólöglegt Icesave fellt í Hæstarétti eða fyrir alþjóðadómstóli. 

ElleE (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 06:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Elle, kannski var ég fullýkinn, ég gleymdi soðinni ýsu og karöflum, og ekki má gleyma tómötunum og kálinu, eða nei annars, á ekki að framleiða ál fyrir rafmagnið, svo við höfum eitthvað upp í skuldir.  Íslenska snilldin í hnotskurn, að borga  niður skuldir með skuldum, þannig að kannski verður þetta fokking fokk.

En annars vil ég segja þetta, við þurfum ekki að bíða eftir 7 árum að næsta Hruni.  Núverandi stjórnarstefna er fullfær um að gera það fyrr með aðstoð erfiðra ytri skilyrða.  Bæði hér og úti, þá tókst að hindra allsherjar Hrun með innspýtingu almannafés, en það er búið og ríkið er byrjað að taka út úr hagkerfinu, í stað þess að dæla inn fé.  

En þörfin fyrir innspýtingu er ennþá æpandi, og hafi fyrri innspýting bjargað stóru Kreppunni, hvað gerir þá aftöppun fjármagns á næstu misserum?

Það er tvennt sem kemur til greina.  

Það fyrra að Kreppan sem allir óttuðust, skelli á fullum þunga, eða við höfum fundið upp nýtt efnahagslögmál, sem heitir "Sköttum okkur út úr Kreppunni".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2009 kl. 09:10

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli þetta endi kannski bara með 100% skattlagningu = kommúnisma ?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2009 kl. 16:10

9 Smámynd: Birnuson

Almannafés? Er það þjóðarásjónan?

Birnuson, 24.11.2009 kl. 16:56

10 identicon

100% skattur er ekki svo langt frá því að vera sannkleikurinn.

Um næstu áramót verður tekjuskattur 47%

Skattar á innflutta matvöru hækka.

Skattar á innlenda framleiðslu (sem eru í t.d. öllu kjöti 60% (styrkir til landbúnaðains skv OECD skýrslum) + VSK.

Við erum þegar í tekjutengingu tryggingarkerfisins (guði sér lof að Jóga gamla "reddaði málunum" þar í den svo að enginn getur í raun þegið bæto OG LIFAÐ) að glíma við margsköttun og allskonar jaðarskatta.

Guðmundur.

Hvað átt þú t.d. mikið eftir þegar þú hefur tryggt það að þú og þínir dragi fram lífið út mánuðinn?

Það er í raun mögleikarnir og upphæðirnar sem almenningur sparar sem við ættum að vera að bera saman milli landa þegar við tölum um að skattar séu hærri annarsstaðar.

Núna þegar við erum að hækka skattana eru danir t.d. að lækka skatta.

Nnnað er að í DK er vinnuvikan 37 stundir og laun af því duga fólki til að  lifa.

Þegar við erum að bera hlutnia saman verður að taka inn allar breytur en ekki bara þær sem fyrrverandi flugfreyja leggur fyrir nefin á okkur.

Við verðum jú að muna að hún er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:30

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Nei, það er sauðfé.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 19:11

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Óskar og Guðmundur.

Það þarf ekki 100% skattheimtu til að rústa lífskjörum.  Stundum dugar 10%, ef það er tekið sem gerir gæfumuninn hvort fólk skrimtir eður ei.  

Það verður alltaf að skoða samhengi hlutanna.  

Ef skattheimta tekur það sem ekki er til staðar, þá er hún skaðleg.

Og við stefnum í Öskuhaugaþjóðfélag í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og innlendra Leppa þeirra.  

Og við því þarf að bregðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband