23.11.2009 | 16:55
Aðvörun frá Frakklandi.
Þeir sem ætla að greiða ICEsave lánin með meintum hagvexti næstu árin eru ........ ....
Það sér enginn fyrir endann á fjármálakreppunni. Enginn veit hvernig veikburða fjármálakerfi geti aðstoðað skuldsett atvinnulíf, þannig að hið síðarnefnda byrji að blómstra á ný. Hingað til hefur öflugt fjármálakerfi, og hóflega skuldsett atvinnulíf talið vera ein af grunnforsendum hagvaxtar.
Og síðan er það hinn skuldsetti opinberi geiri sem mun sjúga í sig fjármagn á næstu árum.
Í fyrrahaust kom hingað til lands efnahagssérfræðingur sem sagði að Evrópa væri svona rúmu ári á eftir íslenska hagkerfinu. Vissulega hefur verið gripið til aðgerða að hálfu Seðlabanka Evrópu og eins einstakra aðildarríkja, en margir hagfræðingar fullyrða að aðeins sé um frestun á vandanum að ræða, róttæka kerfisbreytingu þurfi til áður en hagkerfi hin vestræna heims taki við sér á ný.
En á Íslandi eru til spámenn sem segja að Landsbankinn mun endurheimta um 90% af eignum upp í ICEsave. Þeirra forsenda er viðsnúningur efnahagslífsins. Samt tala breskir stjórnmálamenn að bráðum sé of seint að snúa við hinu fyrirsjáanlegu hruni sem blasir við bresku hagkerfi. Og Seðlabankastjóri Evrópu segir að hinir íslensku spámenn lifi í draumaheimi.
En samt segja hinir íslensku spámenn að mikill og stöðugur hagvöxtur næstu árin muni gera þjóðarbúinu kleyft að standa við ICEsave ríkisábyrgðina, ásamt hinu risastóra gjaldeyrisláni frá IFM hópnum.
Hverjir hafa rétt fyrir sér, umheimurinn eða íslensku spámennirnir?????????
Síðast þegar þessari spurningu var svarað, þá sögðu stjórnvöld að okkar spámenn væru óskeikulir.
Og í dag er sama sagt. Naumasti meirihluti í sögu íslenska lýðveldisins ætlar að skuldsetja íslenskan almenning um hundruð milljarða vegna þessa trúar.
Þá er hið eina sem hægt er að spyrja.
Er engin takmörk fyrir trúgirni og heimsku fólks?????
Kveðja að austan.
Trichet: Fjármálakreppan ekki búin enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 340
- Sl. sólarhring: 709
- Sl. viku: 5924
- Frá upphafi: 1399863
Annað
- Innlit í dag: 305
- Innlit sl. viku: 5069
- Gestir í dag: 298
- IP-tölur í dag: 296
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.