23.11.2009 | 13:44
Í dag þarf byltingu, ekki skilyrði.
Minni á Hudson;
Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á hana á síðustu átta árum.
Ef við viljum ekki þessar afleiðingar, þá ræðum ekki um sveitastjórnarmál. Við ræðum um byltingu. Byltingu gegn fjórflokknum, byltingu gegn ægivaldi fjármagnseiganda og byltingu gegn þeim sjúklega hugsunarhætti hagfræðingahjarðar Íslands að kreppu eigi að leysa með mannslífum.
Ísland þarfnast nýs siðferðis þar sem Mannúð og Mennska eru ófrávíkjanleg krafa allrar efnahagsstjórnunar, ekki siðblinda og sjúkleg græðgi.
Þess vegna þarf að hrekja núverandi stjórn frá völdum, fá fólk til að stjórna landinu.
Eftir það mun aftur birta á ný.
En núverandi stjórnarstefna mun leiða til borgarstyrjaldar. Auðvaldið getur ekki endalaust komið skuldum sínum og klúðri yfir á saklausan almenning.
Í þessu er liggur tilgangur Borgarahreyfingarinnar, að gera hina þöglu byltingu, áður en hin vopnaða brýst út.
Þjóðin mun ekki sætta sig við ICEsave klafann.
Þjóðin mun ekki sætta sig við að lifa sem vinnudýr skjólstæðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þeir sem átta sig á þessu munu verða næstu leiðtogar þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Borgarahreyfingin setur skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æli ég samþykki ekki þara þennan pistil þinn Ómar.
Árni Gunnarsson, 23.11.2009 kl. 13:53
Hér er engu við að bæta, samþykki líka.
Íslandi allt
Umrenningur, 23.11.2009 kl. 14:14
Takk Árni.
Ég vissi að ef ég skrifaði nógu marga, þá kæmi að því.
Ég hef aldrei dregið fjöður yfir það sjónarmið þitt að margt fór úrskeiðis síðustu ár, og Hrunið megi alfarið skrifast á þá stjórnarstefnu frjálshyggju sem hér var fylgt. Í því samhengi skiptir ekki máli að margt gott var líka gert sem samræmist klassískri íhaldsstefnu, því hún er annar af tveimur stoðum velferðarkerfisins ásamt hugsjónum jafnaðarmanna, málið er að það mátti aldrei stöðva Helför græðginnar, sjálftakan var orðin algjör og lýðurinn keyptur til fylgis með fölskum lífskjörum ofurgengis og þar með hinni ótæpilegu skuldsetningu.
Það hefur aldrei verið neitt launungarmál að ég hef aldrei kosið stjórnarflokka, frá því að Viðeyjarstjórnin var mynduð. Þannig að gagnrýni mín hefur aldrei byggst á hægrisinnuðum lífsskoðunum. Gagnrýni mín hefur byggst á þeim einföldu sannindum (að mér finnst) að það dugi ekki að skipta um flokka, en framfylgja sömu stjórnarstefnu, sem í dag er samkvæmt efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Og pistlar mínir hafa haft þann megin tilgang (fyrir utan að lemja á ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) að fá vinstri og félagshyggjumenn til að skilja að það eru ekki orð um jöfnuð og félagshyggju sem gera stjórnmálamenn að félagshyggjumönnum, heldur eru það verk þeirra.
Og greining Hudson (sem ég vitna í pistli hér á undan) er rétt frá A til Ö, og sú greining kemur flórmokstri á stefnu Sjálfstæðisflokksins ekkert við. Þó er Hudson frjálslyndur íhaldsmaður, eins og Styrmir þroskaðist í á gamals aldri. Það sjá allir siðblindu Nýfrjálshyggjunnar í núverandi stjórnarstefnu og þær afleiðingar sem hún mun hafa, hvernig gæti hún verið öðruvísi, þegar er unnið eftir boðskap Musteris þeirrar trúar?????
Það er að segja allir nema íslenskir vinstrimenn sem glutruðu sínu sögulega tækifæri til að hafa varanleg áhrif á Nýtt Ísland. Aðeins einn þingmaður VinstriGrænna hefur haft kjark til enda að benda á fáráð þessar stefnu og þær skelfilegu afleiðingar sem hún mun hafa, og það er best menntaði hagfræðingur þingsins.
Og hversvegna Árni, hvers vegna hafa íslenskir vinstrimenn ekki þann kjark að fordæma níðingsskap gegn alþýðu landsins? Níðingsskap sem þeir hafa fordæmt í 90 ár. En núna þegar er verið að framkvæma sjúklegustu stefnu alþjóðlegs auðmagns sem hægt er að hugsa sér, þá þegja vinstri menn, bara vegna þess að þeirra eigin menn eru að framkvæma stefnuna.
Hvað heldur þú að gömlu mennirnir hefðu sagt um þetta geðleysi?????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 14:37
Takk félagi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 14:37
Ég líka, Ómar og Árni.
Og þó að allir eigi að berjast gegn Icesave-svikráðum ríkisstjórnarinnar, af því að framtíð þjóðarinnar liggur við, þá verðum við líka að berjast gegn því að verið sé að afskrifa 1100 milljarða króna (1.100.000 milljónir!) fyrir Baugsmenn, til viðbótar við það, að þeir hafa þegar fengið 25 milljarða afskrifaða í 1998 ehf.
Fréttablaðið talar um það fagnandi í dag, að heildartekjur af fiskeldi séu nú "allt að þrír milljarðar króna á ári", en það fer harla lítið fyrir þeirri atvinnugrein í samanburði við þá 25 milljarða, sem nú er verið að upplýsa, að afskrifaðir hafi verið í 1998 ehf., hvað þá 1100 milljarðana (þrjú hundruð sextíu og sjö sinnum fleiri en þrír!) sem nú er verið að tala um sem tapið af Högum og Baugi!
Þjóðin mun ekki þola það, að þessir menn fái bara aftur að byrja upp á nýtt.
Jón Valur Jensson, 23.11.2009 kl. 15:04
Takk fyrir innlitið Jón Valur.
Nei, þessir menn hafa klárað sína innstæðu. Sem og aðrir auðmenn.
Fólk má vera efnað mín vegna, hefði sjálfur ekkert á móti því að eiga nokkrar Whiskey flöskur. En þjóðfélag, þar sem örfáir einstaklingar eiga megnið af þjóðarauðnum, eru sjúk þjóðfélög. Og hörðustu gagnrýnendur þeirrar þróunar og boðskaps Nýfrjálshyggjunnar voru að hluta til íhaldsmenn.
Mesta svikamylla Nýfrjálshyggjunnar var þegar hún náði að telja lungann af hægri mönnum í trú um að siðblinda og taumlaus græðgi væri hægri mennska. Og kapítalismi.
En því fer fjarri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 15:33
Þakka þér, Ómar, þitt góða svar.
Jón Valur Jensson, 23.11.2009 kl. 18:17
Sammála nema um hina "þöglu" byltingu. Við verðum því miður ekki það heppin að hún nái fram að ganga. Ekki eftir klofning BH frá í vor. Fólk hefur ekki lengur trú á BH. Því miður hef ég sterklega á tilfinningunni að meira, miklu meira þurfi til að vekja þjóðina.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 24.11.2009 kl. 00:48
Blessaður Arinbjörn.
Sem friðarins maður þá er það lífsskoðun mín að trúa á hina Þöglu byltingu. Vopnuð barátta er aðeins réttlætanleg ef fólk þarf að grípa til varna gegn yfirgengilegri kúgun eða erlendu hernámi.
Ég skal játa að BH missti af sínu einstaka tækifæri til að hafa varanleg áhrif, en það má alltaf læra af mistökunum.
Einn daginn hljóta fleiri en ég að horfa til himins og segja við almættið, "þetta snýst allt um framtíðina".
Þar með er grundvöllur byltingarinnar kominn, og hitt er síðan framkvæmdaratriði, líkt og að prjóna lopapeysu með flóknu munstri, gengur kannski illa til að byrja með, en hefst allt með æfingunni.
En það er síðan önnur Elle, hvort þjóðin vilji láta bylta sér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.11.2009 kl. 09:17
Ja, önnur Elle, einmitt!
Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 10:35
Þetta átti nú að vera
Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 10:35
... JÁ!
Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 10:36
Ómar, ég þarf að skrifa þér afar áríðandi bréf! Netfangið, please, eða hringdu!
Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 11:03
Ómar, Jón!??? Sniðugir. :)
ElleE (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:45
Finnst fólkið í landinu nú vera að vakna gegn Icesave-ruglinu og skilja að Icesave er bein fjárkúgun af hálfu Breta, Hollendinga og okkar aumu stjórnarflokka ekki síst. Hlustaði á eldri mann í Útvarpi Sögu í dag, Gunnar, lýsa kúgun Breta vel og úreltri vanvirðingu þeirra, einum allra þjóða, fyrir þeim sem eru minni.
ElleE (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:51
Já, Elle, það þarf ekki margar þínar líkar til að blása byltingaranda í brjósti fólks.
Og kannski dugar þú, og þinn óbugandi baráttuandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.