Alltaf finnur Indriði flötinn.

Indriði G Þorláksson er maður orða sinna.

Hann hét því með skriflegu samþykki sínu að vinna að framgangi kúgunar breta á íslensku þjóðinni.

Og því varði hann Svavars samninginn með kjafti og klóm.  Þegar að Magnús Thoroddsen benti á þau stjórnarskrár brot að setja eigur ríkisins í pant fyrir ICEsave láninu, þá reif Indriði kjaft og sagði að slíkt væri alsiða í lánasamningum.  Stjórnarskrá hvað???? spurði hann hrokafullur.

Þegar honum var bent á af Stefáni Már Stefánssyni lagaprófessor, að tilskipun ESB um innlánstryggingar kvæði ekki á um ríkisábyrgð á tryggingasjóðum sínum, þá sagði hann víst, bresku samningamennirnir tjáðu mér það og ég skrifaði upp á það fyrir hönd íslenska ríkisins.

Þegar Alþingi hafði áhyggjur af efnahagslega áhættuþætti Svavarssamningsins, þá hló Indriði, og sagði að allir fyrirvarar væru þegar fullnægjandi, viðsemjendur okkar myndu setjast niður með okkur og ræða málin.

Og þar fann Indriði flötinn fyrir ríkisstjórnina, því í Svavars samninginum hinum síðari, þá er þetta samþykki breta fyrir síðdegistedrykkju það eina sem eftir stendur á samþykkt Alþingis frá því í sumar.  Indriði reyndist sem sagt jafnoki 63 Alþingismanna, og hann beygði þá til hlýðni, enda er sjálfsagt vont að láta Indriða tukta sig.

 

En núna vil ég finna flötinn líka.

 

Indriði segir að hin væntanlega skuld við bretana sé um það bil 185 miljarðar.  Gott og vel, ég skal samþykkja ríkisábyrgð upp á þessa upphæð, ef Indriði og hans trúbræður sjá um restina.  Gangist persónulega í ábyrgð fyrir því sem eftir stendur á ríkisábyrgð upp á 650 milljarða auk vaxta.

Ef hann trúir þessu, þá tekur hann á sig áhættuna á gengisáhættunni og því að eignir Landsbankans gangi seint eða ekki upp í ICEsave skuldina.  Og maður, sem er jafnoki 63 íslenskra alþingismanna í máli sem varðar líf og limi landsmanna, fer létt með að fá samþykki breta fyrir þessari tilhögun ICEsave ábyrgðarinnar, því bæði er um hreint formsatriði að ræða (að sögn Indriða), sem og hitt að ICEsave ábyrgðin er þrátt fyrir allt hreint smámál fyrir viðsemjendur Indriða.

Eins ætti baktrygging Indriða og trúbræðra hans að vera fullnægjandi því stór hluti þjóðarinnar er í þeim félagsskap.  Í raun miklu líklegra að trúaðir borgi heldur en hinu vantrúuðu, sem myndi annars leita allra löglegra leiða til að hnekkja kúguninni.  Og þar sem hinir vantrúuðu hafa lög og reglur Evrópusambandsins með sér, þá er alveg eins líklegt að bretarnir fái ekki neitt ef þeir trúa Indriða að íslenska þjóðin ætli að borga þessar ólöglegu kröfur þeirra.

Það renna því öll vötn til Indriða.

Óþarfi að bleyta aðra til að flækja málið.  Ræðum því þennan flöt í fullri alvöru.

Látum Indriða borga.

Ég mun aldrei láta börnin mín borga.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vísar áliti Gros á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 230
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband