Aðeins byrjunin á hörmungum almennings.

Stöðugt gegni krónunnar er lykilatriðið að almenningur geti skrimt í gegnum Hrunið.

Gengislækkun eykur dýrtíð, og hún hækkar lánin okkar vegna kjarkleysis stjórnmálamanna við að taka úr sambandi verðtrygginguna á meðan þjóðin vinnur sig út úr skuldasúpunni.

Og það er óhjákvæmilegt að gengið muni falla.  

Seðlabanki Íslands áætlar að afgangur af vöruskiptajöfnuði þurfi að vera 165 milljarðar á ári til þess að landið standi undir árlegum greiðslum af erlendum lánum sínum.  Þar vegur þyngst hin fyrirhugaða ICEsave ábyrgð.  Og þau risalán sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvingar ríkisstjórnina til að taka til að fjárbraskarar fái aftur að fífla krónuna.

Í Argentínu tók það þá 4 klukkutíma að hirða styrkinn, hér spá menn undanhaldi samkvæmt áætlun í korter, þá verði fjárbraskarar búnir að hirða upp gjaldeyrisvarasjóð landsins ef gengið verði varið með erlendum lántökum, síðan verði algjört gengishrun.

Og hvar ætla menn að fá þessa 165 milljarða????  Og á sama tíma hækka gengi krónunnar á að kröfu aðila atvinnulífsins.  Til hliðsjónar má benda að í ár er áætlað að vöruskiptajöfnuður verði um 80 milljarðar.

Ekkert mál segir Seðlabanki Íslands, með auknum hagvexti.  Og þessi hagvöxtur næst með ofurskattlagningu almennings og atvinnuvega.

Og "svín geta flogið" sagði einn góður bloggari í morgun þegar hann spáði í rökfærslu Seðlabankans.

En svín geta ekki flogið, og þjóðin stendur ekki undir þessum draumi Samfylkingarinnar að koma þjóðinni inn í ESB með greiðslu skulda Björgólfs og Björgólfs.

Gegnið mun hrynja niður í áður óþekkt lággildi, og afleiðingarnar verða algjört hrun kaupmáttar almennings.  Jafnvel sú 16% kaupmáttarskerðing, sem Seðlabankinn spáir,  mun flokkast undir öfugmæli bjartsýninnar, því ofurskuldsett atvinnulíf og ríkissjóður, mun ekki geta hækkað laun á móti dýrtíðinni. 

Aðeins skattar mun hækka, ásamt lánum okkar og lífsnauðsynjum.

Þessi dökka framtíðarsýn er alveg örugg eins og tveir + tveir eru fjórir, hina mikla skuldsetning ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins munu sjá til þess.  Á Íslandi gilda sömu lögmál og annars staðar, peningar verða ekki til úr neinu, og of mikil skuldsetning drepur ef fólk reynir að standa við hana.

Það skiptir engu þó töframennirnir sem ætla að draga þessa 165 milljarða úr hatti sínum, og um leið styrkja gengi krónunnar, séu hið góðviljaða félagshyggjufólk, Steingrímur Joð og Jóhanna Sig.

Allt þeirra orðagjálfur breytir ekki því skaðræði sem þau gera þjóð sinni.

Núverandi stjórnarstefna mun leiða til gjaldþrots þjóðarinnar.

Kveðja að ausan.

 

 

 


mbl.is Enn lækkar kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 510
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 6241
  • Frá upphafi: 1399409

Annað

  • Innlit í dag: 432
  • Innlit sl. viku: 5287
  • Gestir í dag: 396
  • IP-tölur í dag: 390

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband