Það er ekkert jafnræði í ICEsave deilunni, aðeins svik.

Daniel Gros, hagfræðingur og bankaráðsmaður, vekur athygli á að það hvarflar ekki að bretum og Hollendingum að fara sjálfir eftir þeirri jafnræðisreglu sem þeir krefja Íslendinga um. 

Og hverjum datt það eiginlega í hug að nokkur þjóð færi eftir þeirri reglu þegar að kreppti?????

Í ICEsave deilunni er farið eftir lögmáli hins sterka, lögin eru hans megin og túlkuð af honum.

Slík lógík er margreynd, en forsenda hennar í gegnum aldirnar er sú, að sá sterki sé tilbúinn að beita valdi til að fylgja eftir lagatúlkun sinni.

Á tuttugustu öldinni bættist við nýr flötur á þeirri aðferðarfræði, sá sterki sparaði sér vopnaburðinn með því að ýta undir það sem kallað hefur verið fimmta herdeildin, en það er hópur innan þjóðar fórnarlambsins, sem vegna mútugreiðslan eða hugmyndafræðilegrar samsvörunar við kúgunarríkið, vinnur að framgangi kröfugerðar þess.

Fimmta herdeildin var beitt vopn alræðisríkja 20. aldar í útþenslustefnu þeirra, til dæmis notuðu Þjóðverjar hana með góðum árangri þegar þeir sölsuðu undir sig Austurríki og Tékkóslóvakíu.  

Landakröfur þeirra á hendur Austurríkismönnum voru byggðar á jafnræðisreglu hins gamla Þýska keisaradæmis, sem Otto fyrsti hélt fram á tíundu öld.  Við eðlilegar aðstæður í Austurríki, þá hefði enginn hlustað á kröfur Þjóðverja, en Austurríska þjóðin bjó við sömu ógæfu og sú íslenska í dag, í landinu var rúmlega 30% flokkur sem átti hugmyndafræðilega samleið með ofríkisöflum Þýskalands, og honum tókst að tryggja að fallist var á hinar fárránlegu kröfur þess.  Og Austurríki missti sitt sjálfstæði.

Á Íslandi í dag er sama ferli í gangi.  Rök málsins skipta ekki máli fyrir 30% flokksins, og fyrir einhverja gráglettni örlaganna þá komst hann í lykilstöðu til að eyðileggja varnir landsins.  Og markmiðið er það sama eins og hjá 30% flokknum í Austurríki á sínum tíma, að koma landinu með góðu eða illu í faðm stóra bróðurs.

Þetta er gömul saga og ný þar sem öllum ráðum og öllum blekkingum er beitt til að ná markmiðum sínum, í þessu tilviki að kúga íslensku þjóðina í náðarfaðm Evrópusambandsins.

Og það fyndna er að gungurnar sem hjálpa til er sá flokkur sem síst vill ganga í Evrópusambandið.

Ef þetta er ekki gargandi snilld, þá er hún vandfundin.

En skuldaánauð barna okkar er gjald þessa klækja.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Gæti sparað 185 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara grátlegt, Ómar.  Druslur og gungur hjálpandi skaðræðisflokknum.  Stjórnarandstaðan talaði á fimmtudagskvöldið í Alþingi um að fara fram á rannsókn á hegðun stjórnarflokkanna í Icesave.  Það er það sem þarf að gera núna og stoppa valdbeitinguna og loks ýta þessu siðblinda fólki úr stjórn. 

ElleE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Elle, eins og ég hef áður bent á, þá ræður Samfylkingin ekki Hæstarétti.  Hún gleymdi að láta pottalemjendur að hreinsa út sjálfstæði réttarins, áður hún náði völdunum með aðstoð nytsamra sakleysingja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 11:11

3 identicon

Að vísu sögðu þeir hegðun framkvæmdavaldsins, til að ég hafi það nú nákvæmt.  En nánast allir í stjórnarflokkunum hafa verið meðsekir og ætti líka að rannsaka. 

ElleE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Umrenningur

Sæl verið þið sómafólk. Góð tilvitnun hjá þér Ómar í Austurríki. Svo satt og svo dapurlegt að þetta skuli vera að gerast hér rúmun 60 árum síðar, maður hefði haldið að fólk myndi læra af reynslunni. Líklega er eina ráðið að banna samfylkinguna og aðra krata í nýrri Stjórnarskrá, þetta gerðu þjóðverjar eftir stríð.

Íslandi allt

Umrenningur, 23.11.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Elle, þeir munu uppskera eins og þeir sá.

Það eina sem getur bjargað þeim frá þungum dóm sögunnar er að þeir hrökklist frá völdum í tíma.  Og ég fer ekki ennþá ofan af því að stjórnin er fallin, fyrst Jóhönnu tókst ekki að kveikja manndóm í VinstriGrænum með hótunum sínum í ICEsave deilunni, þá reynir hún aftur og aftur, og einhvern tímann getur valdagræðgi Steingríms Joð ekki lengur hamið unga hugsjónafólkið í flokknum sínum.

Hvernig ætlar hann til dæmis að lempa síðustu hótun í sambandi við Suðvesturlínuna????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Sagan endurtekur sig, en hvort það verður líka hvað þetta síðasta varðar veit ég ekki.  En orðið "félagshyggja" er að festast í sessi sem ónefni, og um langa framtíð mun ungt hugsjónafólk hrylla sig þegar á orðið er minnst.

En eigum við ekki að gera byltinguna áður en forarvaðið er orðið það mikið, að þetta fólk nær að fyrirgera æru sinni algjörlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 13:20

7 Smámynd: Umrenningur

Ég er tilbúinn, bíð bara eftir að blásið verði í herlúðra. Ég ætla bara rétt að vona að þjóðin sé tilbúin með okkur, hef reyndar trú á að fólkið skipi sér að baki þeirra sem byrja. Við getum gleymt stuðningi fjölmiðla af ástæðum sem allir þekkja en það skiptir engu eftir að byltingin er hafin.

Íslandi allt

Umrenningur, 23.11.2009 kl. 13:32

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Þekkir þú einhvern sem heldur lagi á trompet???

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 13:45

9 Smámynd: Umrenningur

Nei, en ég skal spyrja Magnús Þór vin minn og tónlistarmann hvort hann þekki einhvern. Annars er Slökkvistöð hér handan við götuna þar sem ég vinn (fæ borgað fyrir að vera) og hugsanlega er hægt að fá gamlan úreltan Brunabíl með babú lánaðan.

Umrenningur, 23.11.2009 kl. 14:09

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Mér líst vel á Magnús sem trompet leikara. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 2194
  • Frá upphafi: 1404965

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1886
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband