Sorgleg staðreynd.

 

En almenningur skynjar ekki hvað er verið að gera honum. 

Hann skynjar ekki hvaða afleiðingar hinar gífurlegu fjárkröfu breta og Hollendinga munu hafa á velferðarkerfið og framtíð barna okkar.

Börnin okkar munu ekki fá sömu menntun og sömu heilsugæslu og við foreldrar þeirra.

Og almenningur skynjar ekki hvað felst í því að vera þegn frjálsar og sjálfstæðar þjóðar.  Skynjar ekki að þegnrétti fylgi sú skylda að verja frelsi sitt og sjálfstæði þegar að er ráðist.

Þjóð á sem á slíka þegna heldur sjaldnast sjálfstæði sínu til lengri tíma.  Aðrir sterkari koma og ræna hana.  Þetta er eitt af lögmálum lífsins, sá sem lítur á sig sem auðvelda bráð, hann endar alltaf sem fæða rándýra, óhjákvæmilegt.

Vissulega var ránsherferð breta og Hollendinga ekki framkvæmd af þeirra eigin hermönnum, það þurfti ekki, þeim dugði fimmta herdeild Samfylkingarinnar og innlendar gungur Vinstri manna.

Ég er ekki gunga, sagði foringi Vinstra fólksins,  og ef það er rétt, þá hefur hann enga afsökun, hann er þá föðurlandssvikari.

En það er lítið við þessu að gera, það er almenn sátt um þessi svik ríkisstjórnar Íslands.

Hvað sú sátt varir lengi, það má guð vita.  Litlu mennirnir í verkalýðshreyfingunni, sem gerðu aðsúg að Alþingi Íslendinga þegar það reyndi þó að lágmarka skaðann, þeir notuðu það sem sín helstu fallsrök að gengi krónunnar myndi styrkjast, og þeir sögðu að ekkert mál væri að greiða hina meintu skuld, til væri leið til að breyta Hekluvikri í gull, eða var það líparítið í Hvítingi?

En eðli falsraka og heimsku, er sú að raunveruleikinn afhjúpar vitleysuna, og eins mun gerast á næstu mánuðum.  Gengi krónunnar mun halda áfram að falla, og skuldir fólks að aukast.

Hvort sá harði raunveruleiki dugi, eða það þurfi hreinan mannfelli til að fólk hristi af sér doðann, og áttar sig á að það sé ekki af þrælum komið, heldur frjálsbornu fólki, það mun tíminn einn leiða í ljós.

En ljóst er að þessi orrusta er töpuð.

Hvort eitthvað stríð sé í gangi, það mun tíminn leiða í ljós.  Það þarf alltaf tvo til, það dugar ekki að hafa þann sem kúgar og rænir og níðist á þjóð sinni, sá sem er kúgaður og sætir níðingsskap, hann þarf að snúast til varnar til  að um stríð sé að ræða.

En sorglegt er þetta allt samann.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Mótmæla Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 366
  • Sl. sólarhring: 759
  • Sl. viku: 6097
  • Frá upphafi: 1399265

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 5165
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 285

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband