21.11.2009 | 10:37
Nei, þetta eru ekki Bakkabræður.
Sem stýra efnahagsuppbyggingu Íslands. Þeir stýra Exista með frekar döprum árangri.
En Bræðurnir frá Bakka í Borgarfirði, voru kosnir í vor til að leiða landið út úr ógöngum sínum.
Þeir unnu á því stóra kosningamáli sínu, að nýta sína fyrri reynslu í sólarburði, og útvíkka þá tækni, og núna er helsta efnahagsstefna landsins að flytja sólina í gámavís frá aðalstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En vegna tæknilegra örðugleika, þá er alltaf myrkur þegar þeir efnahagsgámar eru opnaðir.
Kunnugir segja að slíkt hafi víðar gerst þar sem þessi ráð bræðranna frá Bakka hafi verið reynd.
En lifum í voninni.
Annars er ekkert annað að gera en að flytja sig til landa þar sem sól skynseminnar skin.
Kveðja að austan.
Samkomulag um lækkun gengisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 212
- Sl. sólarhring: 873
- Sl. viku: 5943
- Frá upphafi: 1399111
Annað
- Innlit í dag: 181
- Innlit sl. viku: 5036
- Gestir í dag: 176
- IP-tölur í dag: 173
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hugmyndin var góð, eins og maðurinn sagði
Guðmundur Jónsson, 21.11.2009 kl. 11:32
Blessaður Guðmundur.
Kannski má meta viljann fyrir verkið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.11.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.