21.11.2009 | 10:23
Hóflega að orði komist um Landráð og Stjórnarskrárbrot.
ICEsave ábyrgðin á sér ekki neina stoð í alþjóðlegum lögum.
ICEsave ábyrgðin gegnur þvert gegn tilskipun ESB um innlánstryggingar, sem er eins og nafnið segir berlega, tryggingakerfi fjármagnað af fjármálafyrirtækjunum sjálfum, og skýrt kveðið á um að aðildarríki séu ekki í ábyrgð, hafi þau komið á fót tryggingakerfi eins og kveðið er á um í tilskipuninni.
Hafi ríki átt að vera í ábyrgð, þá hefði strax við innleiðingu tilskipunarinnar, þurft að leggja á háa viðbótarskatta um alla Evrópu til að mæta þeim skuldbindingum sem aðildarríki voru þá ábyrg fyrir. Slíkt var að sjálfsögðu hvergi gert, en byrjað var að safna í sjóði með fjárframlögum fjármálafyrirtækja. Það var ekki fyrr en menn vöknuðu við vondan draum þar sem hætta var á að allt bankakerfið myndi falla, þar sem áveðið var eftir á að túlka tilskipunina á þann hátt að bakábyrgð aðildarríkja væri til staðar, ef ekki væri nægt fé í tryggingasjóðum þess.
En þú tryggir ekki eftir á og þú breytir ekki lögum eftir á og túlkar þau þá eins og þér hentar. Ekki nema auðvita að þú heitir Hitler eða Stalín, og hafi harðskeytt kúgunartæki til að nauðga réttarríkinu á þann hátt.
Icesave ábyrgðin brýtur því gegn lögum ESB, og vinnugangurinn á bak við kúgun Evrópusambandsins brýtur allar meginreglur laga og réttar hins siðmenntaða heims. Þó Leppstjórn ESB á Íslandi sæki ekki rétt landsins þá geta íslenskir ríkisborgarar gert það fyrir dómsstólum Evrópu og það munu þeir gera ef vottur af manndóm er í þjóðinni.
En innlenda Leppstjórnin mun líka verða sæta ábyrgð gjörða sinna. Eins og kemur fram í þessari fréttaskýringu, þá er afnám hennar á efnahagslegum fyrirvörum samþykktar Alþingis frá því í sumar brot á Landráðakafla almennra hegningarlaga. Það er bannað að vinna með erlendum öflum við að skaða íslenska hagsmuni, og það er bannað að stefna efnahagslegu sjálfstæði landsins í voða.
Og það er skýrt brot á stjórnarskrá Íslands að svipta innlenda dómsstóla fullveldi sínu. Til þess hefur Alþingi ekki rétt, nema fyrst komi til stjórnarskrárbreyting þar um.
Og það gilda lög á Íslandi. Það eina sem getur bjargað þessu aumkunarverðu fólki frá langri fangelsisvist er að Evrópusambandið sendi herlið til að aðstoða Leppstjórnina við lögbrot sín og kúgun, ásamt því að tryggja rán breta og Hollendinga á eigum íslensku þjóðarinnar.
En ekki tel ég miklar líkur á því.
Kveðja að austan.
Fyrirvararnir eru veikari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ekki nema auðvita að þú heitir Hitler eða Stalín, og hafi harðskeytt kúgunartæki til að nauðga réttarríkinu á þann hátt." Líka ef maður heitir Jóhanna. Þannig sé ég það, Ómar. Pistlarnir þínir eru afar sterkir, Ómar, hver á fætur öðrum. Næsti á eftir þessum um AGS niðurskurðinn og kúgun okkar eigin stjórnvalda ekki síst.
ElleE (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:02
"Þó Leppstjórn ESB á Íslandi sæki ekki rétt landsins þá geta íslenskir ríkisborgarar gert það fyrir dómsstólum Evrópu og það munu þeir gera ef vottur af manndóm er í þjóðinni." Já, akkúrat, Leppstjórnin mun ekki verja okkur, heldur eyðileggja ef fer sem horfir. Og við verðum að verja okkur sjálf fyrir dómstólum, innlendum eða erlendum.
EE elle (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:08
Er ekki innlánatryggingin hluti af EES samningnum og þurftu bretar ekki að súpa seyðið af því við gjaldþrot Northern Rock?
Össur (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 16:41
Takk Elle.
Já, kannski á Jóhanna heima í þessum hópi, en kannski er hún fórnarlamb ofríkismanna.
Það er jú ESB sem hagar sér eins og gömlu vopnabræðurnir. En Jóhanna lúffar, kannski ætti einhver að gefa henni skott í jólagjöf.
En já, ég held að uppstaða þjóðarinnar sé fólk, þó músagang megi finna víða. Þetta er líklegast á annað skiptið að ég sé dálítið eftir því að eiga heima í minni góðu heimabyggð. Núna þarf að skipuleggja Andspyrnuna, fyrst að ljóst er að ránsmenn stjórna landinu.
En ég treysti á ykkur jaxlana í Reykjavík. Það eruð þið sem þurfið að virkja alvöru lögspekingana í baráttu fyrir barnabörn þeirra. Að uppistöðu eru þetta líka menn og skilja gildi framtíðar, frjálsar framtíðar og því er það bara handavinna að koma fyrstu lögsóknunum af stað.
Og ég held að Samfylkingin ráði ekki Hæstarétti. Ég held að stjórnarskráin sé þar hæstráðandi og þar er fólk í vinnu fyrir þjóðina, ekki breta.
Og svei mér þá, ég held að það sé heldur engin Gunga í Hæstarétti, þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af frekari svikum.
En sjáum til Elle.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.11.2009 kl. 17:43
Blessaður Össur, úr hvaða sauðarlegg kemur þú????
Þú spyrð mig um Northern Rock, og ég sem er búinn að taka fram gamla framhlaðninginn hans afa, til að bomberta föðurlandssvikara með, og þú spyrð um eitthvað sem er álíka gamalt.
Hvað á ég að segja???
Jú ég skal segja eitthvað því ég met þá virðingu að Borgunarsinni spyr mig kurteislega án þess að skítkast fylgi með.
Í það fyrsta þá er ég að fjalla um Landráð og Stjórnarskrárbrot, reyndar út frá ICEsave, og þó allar tilskipanir ESB hefðu það sem viðauka að aðildarríki ættu að ábyrgjast viðskipti banka með heimilisfesti hjá þeim, þá er núverandi ICEsave samningur bæði Landráð, og Stjórnarskrárbrot.
Landráðin er hin stífa greiðsla í erlendum gjaldmiðli sem gæti í versta falli sett landið á höfuðið, sem er bannað. Það vantar alla efnahagsfyrirvara í samninginn, orðagjálfur er ekki fyrirvari, hvað þá rétturinn til að drekka te með kúgurum sínum. Að mínu dómi eru það einnig Landráð að drekka te með þeim í framtíðinni, meðan kúgunin og ránið er í gildi, og vísa þá til dómsfordóma frá Noregi þar sem til dæmis Knut Hamsun var lokaður inn á hæli fyrir að drekka te með Hitler, þó var um gervite að ræða.
Og stjórnarskrárbrotið er svo afnám þriðja valdsins, framkvæmdavaldið hefur ekki rétt til þess, nema að breyta stjórnarskránni fyrst. Svo má nefna brot eins og skattlagningu án tilefnis og svo framvegis.
Þannig að Northern Rock kemur þessu ekki við sem slíkur.
En ef þú ert að vísa í Northern Rock til að réttlæta túlkun breta í innlánstryggingunni, þá veit ég ekki til þess að um það hafi fallið dómur. Einhliða túlkun manns út i bæ, setur ekki lagafordæmi. Til dæmis ef nágranni þinn heldur því fram að þú megir ekki bakka út úr innkeyrslu þinni án þess að láta konu þína fyrst labba á undan með rauðan fána, eins og var gert í Englandi fyrir rúmri öld, þá verður hans túlkun ekki sjálfkrafa rétt, þegar hann stefni þér og krefst skaðabóta, að hann vitni í að hann sjálfur hafi gert það með Norhern Rock. Svo má bæta því við að þessi Northern Rock gerði það ekki, eyjan Mön varð út undan, í það minnsta.
ICEsave deilan snýst um túlkun á skýrum lagatexta. Þó innlendir Leppar breta haldi því fram að orðalagið "aðildarríki sé ekki í ábyrgð", þýði hið gagnstæða, þá eru bretar ekki svo vitgrannir. Þeir vísa í markmið laga og almenna túlkun Evrópska laga og þar að auki í dóm gegn Þýska ríkinu þar sem það brást í framkvæmd tilskipunarinnar um innlántryggingar. Vissulega má vel vera að bretarnir hafi rétt fyrir sér, þó vandséð er hvernig, þá er það hvorki ég, þú eða mamma mín, sem ákveða slíkt. Í EES samningnum er skýrt ákvæði um þá réttarfarsleið sem á grípa til ef til ágreinings kemur um túlkun og framkvæmd reglugerða ESB. Allir samningar, sem byggjast ekki á undangegnum dómi eru kolólöglegir, og munu falla, þá og þegar mál verður höfðað, ekki nema auðvita að það sé búið að vekja Hitler upp frá dauðum. En samt, réttarvenja ESB er það sterk að kalluglan og ofríki hans munu ekki geta breytt siðmenningu í barbarisma.
Jafnvel þó bretarnir hafi rétt fyrir sér, þá fóru þeir rangt að. Ef nágranni þinn skuldar þér, þá færðu ekki Tóta handrukkara til að tala við hann, þú færð þér lögfræðing. Tóta leiðin er ávísun á fangelsi.
Og falli þrátt fyrir allt dómur, þá er ESB/EFTA skaðabótaskylt að hafa ekki gripið inn í þegar íslensku lögin voru sett, og hafa aldrei gert eina einustu athugasemd við framkvæmd íslensku laganna, ekki einu sinni núna eftir bankahrunið.
Af hverju?? Jú vegna þess að þeir lásu líka tilskipun ESB nr 94/19 og túlkuðu hana á sama hátt og Ísland. Að breyta síðan lögum eftir á, og dæma ríki í þunga skaðabótaábyrgð, er ígildi þess að afnema réttarríkið Evrópu.
Og hverjum dettur í hug að verðmiði á Evrópskt réttarfar sé 650 milljarðar????
Svo ég spyr bara, Northern hvað??????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.11.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.