Þetta er aðeins byrjunin á hinum blóðuga niðurskurði.

Ástæðan er mjög einföld, allstaðar þar sem þjóðir hafa farið eftir þrautreyndum ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá hafa þjóðartekjur dregist saman, skuldir aukist og opinber þjónusta einkavædd.

Kreppan á Íslandi er rétt að byrja, ekki að enda eins og stjórnvöld hafa reynt að telja þjóðinni í trú um.  Alltof háir stýrisvextir, og skattahækkanir sjá til þess.

Og á næsta ári þá þarf að skera niður það mikið að orðið "blóðugur" niðurskurður mun fá nýja merkingu.  Bæði munu tekjur ríkisins dragast saman vegna skattpíningar og minni umsvifa í hagkerfinu.  Og áríð í ár, er síðasta árið sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leyfir umtalsverðan halla á fjárlögum.

Og svo fer ICEsave að bíta, ef ríkissjóður Íslands ætlar ekki að verða gjaldþrota eftir 7 ár, þá þarf hann að fara að leggja fyrir eins og Seðlabankinn mælir með í tillögum sínum.  Og þeir peningar verða teknir beint úr velferðinni.

Það er óhjákvæmilegt að núverandi stjórnarstefna með tilheyrandi skuldasöfnun ICEsave og IFM lánanna, leiði til Hruns í velferðarkerfinu.  

Og þá er eitt Hrunið óátalið.

Hrunið innan frá þegar starfsmenn heilbrigðiskerfisins gefast upp á alltof miklu vinnuálagi og vondum afleiðingum alltof mikils niðurskurðar.  Það er ekki þannig að þetta fólk fái ekki vinnu annarsstaðar.  Og þjóðfélag sem lét siðlaust fjármálakerfi skilja skuldir sínar eftir hjá almenningi, það er ekki þjóðfélag sem fólk vill ala upp börnin sín.

Fólk mun fara.  

Ríkisstjórn Félagshyggju hefur samviskusamlega skorði burt þau bönd sem binda það land sitt og þjóð.

Þegar allt er saman tekið, þá mun sá dagur renna mjög fljótlega upp, að núverandi ástand, þó ekki sé það gott, verða himnasæla í minningunni miðað þá hörmung sem fólk í heilbrigðiskerfinu mun upplifa innan fárra missera.

En þó má ríkisstjórn Félagshyggjunnar eiga það að hún laug engu til um fyrirætlun sína að rústa velferðakerfinu, sem tók tvær kynslóðir hörkuduglegra Íslendinga að byggja upp.  Strax daginn sem þessi stjórn var mynduð, þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir samviskusamlega hvað stjórn hennar myndi gera.

Hún sagði að Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yrði framfylg samviskusamlega.  Og við það hefur hún staðið.

Þetta er alveg eins og þegar Hitler tók það skýrt fram í Mein Kampf að hann ætlaði bæði að framkvæma endanlega lausn á gyðingavandamálinu og hann ætlaði að skapa Þýsku þjóðinni lífsrými í Austri.

En það trúði honum enginn.  En hann stóð við hvert orð.

Eins hér, það trúði enginn þessum hörmungum upp á Jóhönnu Sigurðardóttur.

En hún stóð við hvert orð.

Kallast þetta ekki að þjóðin uppskar eins og hún kaus.

Kveðja að austan. 


mbl.is Læknaráð lýsir áhyggjum af sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband