Hvað vit hefur þessi banki á þróun heimsviðskipta????

Hafa þessir Frakkar ekki lesið mat skilanefndar Landsbanka Íslands þar sem er gert ráð fyrir 90% endurheimtuhlutfalli eigna Landsbankans sökum hinna góðu horfa í heimsbúskapnum??????

Hafa þeir ekki hlustað á ræður Steingríms og Jóhönnu þegar þau benda á hvað Ísland þurfi lítið að borga vegna ICEsave ábyrgðarinnar vegna hins háa endurgreiðsluhlutfalls????

Og þessu til staðfestingar þá var Seðlabanki Íslands, þar sem hæfustu spámenn heims vinna, beðinn að leggja mat á efnahagslega áhættu Íslands.  Seðlabankinn telur hana óverulega því hann gerir ráð fyrir 5-8% hagvexti árlega.  Og þar er hin bjarta framtíð efnahagsmála heimsins ein aðalforsenda bankans.  

Hafa Frakkarnir ekki kynnt sér þessar spár og þær forsendur sem eru til staðar í þeim??? Hagvöxtur, hagvöxtur, hagvöxtur, ekkert Hrunkjaftæði, enda allir búnir að fá nóg af slíkum spám.  Enda hafa hinir hæfu spámenn Seðlabanka Íslands alveg látið það eiga sig að spá Hruni, líka í aðdraganda Hrunsins, svo ekki er hægt að bera þeim á brýn eitthvað svartsýnisröfl.

Ísland fer létt með að greiða ICEsave, og það er bjart framundan í efnahagslífi heimsins.  

Og þó einhverjir sveitamenn í Frakklandi sjái ekki ljósið þá sjá okkar ágætu vitgrönnu fjölmiðlamenn þann trúverðugleika sem þarf til að þjóðin trúi því að ICEsave ábyrgðin sé leikur einn.  Og til að sannfæra þjóð sína endanlega, þá fá þeir enga bölsýnismenn, nóg er til af bjartsýnum Riddurum Heimskunnar sem mæta galvaskir í alla miðla og tala um hinn mikla hagvöxt sem er framundan, markviss skattheimta, stýrð einkaneysla í Hrunskuldir bankanna, og aðlaðandi rekstrarumhverfi fyrirtækja, þar sem þrautreynd hagvaxtarráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins leika lykilhlutverki, ásamt hinum björtu horfum í heimsbúskapnum, eru þessum Riddurum heimskunnar næg ástæða til fyllstu bjartsýnar á framtíðarhorfum íslensku þjóðarinnar.

Og engin bölmóður mun stoppa þá Sýn.

Hrun???  Kreppa???

Ekkert til að hafa áhyggjur af.

Hvað er þúsund milljarða ábyrgð milli vina þegar alsæla heimskunnar er annarsvegar.

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Alheimshrun yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 599
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 6330
  • Frá upphafi: 1399498

Annað

  • Innlit í dag: 513
  • Innlit sl. viku: 5368
  • Gestir í dag: 469
  • IP-tölur í dag: 463

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband