20.11.2009 | 10:49
Er engin takmörk fyrir lygavellu hinar samnorrænu Samfylkingar????
Heldur vesalings maðurinn að allir séu fífl?
,,Er það svo að annar aðilinn hafi haft hemil á hinum?" sagði Støre. ,,En reyndin er sú að þessi norræni lánapakki til Íslands var tilbúinn þegar AGS hafði fjallað um hann á stjórnarfundi sínum. Það gerðist 28. október og þá var þetta tilbúið."
Eða er hann virkilega að fullyrða að Norski fjármálaráðherrann sé svo hægskrifa að hann geti bara skrifað einn staf á mánuði í nafninu sínu á skuldabréf???
Þess vegna hafi tekið svona marga mánuði að ganga frá láninu? Það hafi vantað fulla undirskrift???
Norðmenn tóku þátt í svínslegri kúgun Evrópusambandsins á íslenskri þjóð, og það á að segja það hreint út.
Tími hins innihaldslausa orðavaðals er liðinn.
Hlustum ekki lengur á þetta kjaftæði.
Kveðja að austan.
Segir norska lánið til reiðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1224
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1083
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það eru Stoltenberg og Össur Skarphéðinsson sem vilja flytja Íslendinga með nauðung í ESB.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2009 kl. 11:27
Blessuð Jakobína.
Og ekki sem frjálsa einstaklinga, heldur sem ánauða skuldaþræla, og eru þar með að snúa við þeirri þróun vestrænnar löggjafar um afnám þrælahalds, sem menn eins og William Wilberforce beittu sér fyrir í upphafi 19. aldar og endaði með fullu afnámi þrælahalds í Bretlandi 1834.
Hin nýi kratismi felst í að verja kjör yfirstéttarinnar með nýrri tegund þrælahalds, skuldaánauðarinnar. Í því samhengi á að skoða nýsamþykkt lög um um greiðsluaðlögun, og þessa ICEsave ábyrgð, sem mun tryggja skuldaánauð stórs hluta íslensku þjóðarinnar.
En munurinn í dag og fyrir um 200 árum, að þá studdu þrælar afnámssinna, en í dag þá njóta "nýþrælahaldarar" stuðnings stórs hluta fórnarlamba sinna.
Svona getur sagan farið í hringi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.