"Réttlætið get ég sagt mér sjálfur".

Grein eftir Gunnar Hersvein heimspeking og rithöfund sem birtist í Morgunblaðinu 24. júlí 2009.  Mjög góð grein sem allir ættu íhuga. 

Kveðja að austan.

Réttlætið get ég sagt mér sjálfur

 

„VINDÁTTINA get ég sagt mér sjálfur,“ söng Bob Dylan og afþakkaði sérfræðingaráðgjöf veðurfræðinga til að upplýsa sig í hvaða átt vindurinn blési. Túlka mátti orð hans sem ábendingu um ofurvald sérfræðinganna og gagnrýni á þá tilhneigingu til að trúa fremur ályktum þeirra en eigin innri rödd.

 

Það er ómaksins vert um þessar mundir að minna á að við getum gert greinarmun á réttu og röngu án þess að njóta aðstoðar lögfræðinga. Við getum jafnvel myndað okkur skoðun á því hvort Icesave-samningurinn sé réttlátur eða ranglátur gangvart þjóðinni – án þess að hlusta á lögfræðinga eða hagfræðinga. Engin sérfræðingastétt hefur einkarétt á að fjalla um réttlætið eða er öðrum betur til þess fallin. Réttlætið er viðamikið hugtak samfélagsins alls, þjóðarinnar. Nægjanleg sanngirni er að einhverju leyti greypt í huga hennar og hjarta og hún finnur það á eigin skinni þegar á henni er traðkað. Hún þarf ekki að lesa leyniskýrslur eða mismunandi álit sérfræðinga til þess að finna sársaukann. Allir vita að íslensk þjóð er í vondum málum. Allt virðist í hættu: fullveldið, auðlindir og staða borgaranna. Þó er ólíklegt er að þjóðin vilji láta hneppa sig í skuldafjötra annarra, jafnvel þótt henni sé talin trú um að það sé eina færa leiðin. Allir vita að slíkt væri hrópandi óréttlæti og jafnvel þótt nokkrir leiðtogar annarra þjóða vilji refsa henni fyrir þá óhlýðni að borga ekki, býst ég við að hún taki þeirri refsingu með einhverri reisn fremur en að samþykkja kúgun. Icesave er svo flókið að enginn skilur það en þó svo einfalt að undrum sætir. Ábyrgðin hvílir fyrst og fremst hjá nokkrum bankamönnum, auðmönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum í þremur löndum. Sennilega myndi það æra óstöðugan að tala meira um það, aftur á móti er vert að minna þjóðina á að taka fremur mark á sjálfri sér en útvöldum sérfræðingum þótt ætla megi að þeir vilji vel. Við þurfum ekki lögfræðinga til að segja okkur til um hvar réttlætið liggur, við þurfum ekki hagfræðinga til að telja okkur trú um það sem við vitum nú þegar, við þurfum aðeins að velja milli ánauðar og frelsis, kúgunar og reisnar. Svarið berst í vindinum! Ég get sagt hvað mér finnst: sá hópur fólks sem aldrei var ginnkeyptur fyrir sölu Landsbankans sem eldri kynslóðir byggðu upp; sá hópur fólks sem lagði stund á líferni án öfga; sá hópur fólks sem vildi byggja upp samfélag jafnræðis, samvinnu og lýðræðis, á ekki að beygja sig í duftið andspænis ofríki þeirra sem vilja skuldbinda þennan hóp til að borga það sem fáir nutu. Ég þarf hvorki á lögfræðingum né hagfræðingum að halda til að mynda mér þessa skoðun, ég þarf aðeins að geta gert greinarmun á réttu og röngu. Þótt siðaboðin togist sum hver vissulega á í þessu máli og ég sé skuldbundinn þjóðinni þarf ég ekki nauðsynlega að samþykkja allt sem hún gerir. Skal velja ranga leið vegna hótana um einangrun og útskúfun á heimsvísu? Sagt er að sá sem verði fyrir álitshnekki eða falli í virðingarröðinni komist fljótt að því hverjir vinir hans séu í raun. Þetta er rétt, sumir nýta sér ófarir annarra, aðrir rétta hjálparhönd. Íslenska ríkinu var ekki stjórnað af skynsemi og af þeim sökum var auður og virðing hinna fáu til skammar (a la Konfúsíus).

Úr því sem komið er, er ef til vill er vænlegri kostur að líða tímabundna útskúfun fremur en ótímabundna kúgun? Henry Thoreau þurfti eitt sinn að gefa út svohljóðandi yfirlýsingu: „Hér með gjörist kunnugt að ég, Henry Thoreau, óska ekki eftir að vera álitinn félagi í neinu því félagi sem ég hef ekki gengið í.“ (TMM, bls. 41. 2. tbl. 2009.) Þetta gerði hann vegna óumbeðinna rukkana sem honum var gert að greiða. Á sama hátt gæti ég gefið út yfirlýsingu um að ég óski ekki eftir því að greiða skuldir sem hvorki ég né þjóðin í landinu hafði áður fallist á. Ríkið seldi bankann minn án þess að spyrja mig álits og ætlar svo að rukka mig um skuldir hans án þess að ég hafi samþykkt það. Ég þarf ekki á lögfræðingi að halda til að segja mér að þetta sé (ó)réttlátt. Ég þarf ekki á stjórnmálamanni að halda til að segja mér að skrifa undir skuldir óreiðu(stjórnmála)manna. Réttlætið get ég sagt mér sjálfur. Vafinn liggur á milli kúgunar og útskúfunar: hvort verður þjóðinni bjargað með sókn eða vörn, ánauð eða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 776
  • Sl. viku: 5579
  • Frá upphafi: 1400336

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4793
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband