19.11.2009 | 06:55
Örlagadagurinn og söguleg svik íslenskra vinstri manna.
Í dag er Ögurstund þjóðarinnar runnin upp.
Í dag ætlar ríkisstjórn Íslands að samþykkja ríkisábyrgð á skuldbindingum einkafyrirtækja sem störfuðu á löglegan hátt í löglegri starfsemi eftir evrópskri reglugerð á meginlandi Evrópu.
Uppgefin skýring er sú að við verðum sem þjóð að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar.
Hin raunverulega skýring er valdafíkn.
Annar ríkisstjórnarflokkurinn sér sögulegt tækifæri til að leiða þjóðina inn í Evrópusambandið, og hinn sér völdin.
Og það er þessi valdafíkn sem á sér engin fordæmi í nútímasögu vinstri flokka Evrópu.
Aldrei fyrr hafa vinstri menn gengið eins mikið gegn fyrri stefnu sinni og hugsjónum og í dag, þegar þingmenn VinsgriGrænna mæla með ríkisábyrgð á ICEsave reikningum Landsbankans.
Þó mun þeirra eigin þingmaður, doktor í hagfræði með sérþekkingu á efnahagskreppum, benda þeim á að verði þessi ábyrgð samþykkt, og verði öll þessi risagjaldeyrisslán, sem þjóðin hefur ekkert með að gera, samþykkt, þá muni bara vextir á ári í erlendum gjaldeyri vera um 150 milljarðar á ári.
Jafnvel þó þjóðin nái að kljúfa slíkan vaxtakostnað, og bæta við kannski 30-50 milljörðum í afborganir, heildargjaldeyrissútstreymi upp á 180-200 milljarðar á hverjum ári næstu 10-20 árin, þá er ljóst að nútímaríkið Ísland er úr sögunni.
Lífskjör munu ná áður óþekktum lægðum, sem engin fordæmi eru fyrir í sögu Vestur Evrópu.
Og það eru vinstri menn sem framkvæma glæpinn.
Þeir sem hugsjóna sinna vegna, eiga að vernda og verja kjör alþýðu þessa lands.
En alþýðan reyndist aðeins vera stökkpallur til æðstu valda, sem hangið er á, hvað sem það kostar þjóðina.
Hér á eftir ætla ég að birta tvær greinar sem birtust í Morgunblaðinu á þessu ári sem fjallar um siðferðislegu hliðina á ICEsave málinu. Og af hverju réttsýnt og heiðarlegt fólk samþykkir ekki þennan þrælagjörning.
Vonandi nær einhver vinstri maður til að lesa þær og skammast sín.
Kveðja að austan.
Beðið eftir ríkisábyrgðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.