Undanhald samkvæmt áætlun.

Í stað þess að standa á sannfæringu sinni og standa með þjóðinni í þessu mesta illskumáli íslensku þjóðar frá upphafi sögu hennar, þá flýja Andófsþingmenn VinstriGrænna inn í skúmaskot þar sem ekki til þeirra næst.

En í því er engin syndaaflausn fólgin.

Stundum þurfa menn að hafa kjark og manndóm, og segja satt.

Segja satt um þau ógnarörlög sem biða íslenskrar þjóðar ef þessi þjófnaður breta og Hollendinga verður löghelgaður með ríkisábyrgð Alþingis.

Þó allir þjófnaðar Íslandssögunnar í ellefu hundruð ár, eru lagðir saman,  þá eru þeir hjóm eitt miðað við ránskap bretanna, og þá er hinn mikli þjófnaður Hollendinga ótalinn.

Og allar þær hörmungar sem allskonar misyndismenn hafa framkvæmt í gegnum aldirnar, séu lagðar saman, þá munu þær hörmungar sem bíða aldraða og öryrkja í því allsleysi sem þessi svikasamningur mun skapa þeim, vera meiri og alvarlegri en áður hefur þekkst.

Frá þessu áttu Andófsþingmenn VinstriGrænna að greina, og segja af hverju þeir meti líf og limi þjóðar sinnar meira en líf og limi þessa stjórnarmeirihluta.

Aðeins þannig hefðu þeir geta friðþægt sína samvisku.

Að fela sig í skúmaskotum og kalla inn varamenn í sinn stað til að staðfesta óhæfuverkin, er háttur raggeita.

Og það er aumt hlutskipti.

Og aumt er þetta fólk sem mun svíkja þjóð sína fyrir 30 silfurpeninga.

Dýrustu silfurpeningar heimssögunnar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta tók fljótt af hjá meirihluta fjárlaganefndar, enda létt verk og löðurmannlegt. Ekki þarf nein mikilmenni til að svíkja þjóð sína í tryggðum. Framganga Ásmundur Einars Daðasonar mun lengi í minnum höfð og hann telur sig sjálfsagt snilling að láta varamanninn mæta í sinn stað. Var ekki verið að launa honum fyrirfram, með að gera hann að formanni Heimssýnar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Loftur, þetta er undanhald samkvæmt áætlun.

Mig grunnti þetta þegar ég hlustaði á bljúgan Ögmund taka undir háð Össurar að brotthvarf hans hefði styrkt ríkisstjórnina.

Minnti mig dálítið á barinn hund, eða svörtu ráðskonuna sem dó innri dauða eftir harðneskjulega fangavist í mynd Spielbergs The Color Purple.

Að mínum dómi var aðeins eitt sem gæti breytt afstöðu Ögmundar, og það var almenn andstaða út í þjóðfélaginu.  En ég hef ekki orðið var við þessa andstöðu.  Vissulega er stór hluti fólks á móti ICEsave í hjarta sínu, en Andstaðan nær ekki að kveikja í því, gera það virkt í andstöðu sinni.  

En þetta er ekki alslæmt.  Nýja kynslóðin í Framsóknarflokknum er heil, og Bjarni Ben hefur tekið athyglisverða spretti gegn ICEsave, en það er ekki einhugur í flokknum um þá andstöðu.  En það er samt himin og haf milli þeirrar andstöðu og viðhorfi flokksins þegar hann var í stjórn, og þú varst eins og hver annar útlagi með þína skoðun.  Það voru ekki margir flokksmenn þínir sem höfðu kjark til að hrósa þér opinberlega, fyrst þegar leiðir okkar lágu saman á bloggi þínu.

En þetta er ekki nóg.  Stuðningur verkalýðshreyfingarinnar yfirbugaði Ögmund og co, ásamt forheimsku menntaelítunnar innan VG.

En baráttan heldur áfram Loftur. 

Bara það eitt að þinn flokkur lýsi yfir neyðarrétt þjóðarinnar gegn kúguninni, dugar til að við vinnum málið í Hag, þegar þjóðin hefur sent Leppana í frí á Hraunið (myndræn líking, ég meina það ekki bókstaflega).

Björg Thorarensen hefur bent á þennan flöt alþjóðalaga, Leppstjórnir geta ekki lagalega skuldbundið þjóðir, þá væri til dæmis samningar Vichy stjórnarinnar í fullu gildi í dag, og Þýskaland réði yfir Elass og Lothringen.

Ég treysti á ykkur, þjóðlega kjarna ykkar íhaldsmanna til að leiða baráttuna, þið eigið ágæta leiðtoga.  Við sem erum vinstra megin við miðju, erum í meira tómarúmi.  Ögmundur, sem barinn rakki, fylkir engum á bak við sig.

En takk fyrir innlitið Loftur, við eigum örugglega eftir að heyrast oftar áður en þetta er endanlega búið.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband