Er þetta leiðin til að byggja upp "traust" Alþjóðasamfélagsins???

 

Að kalla framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lygara?????

Eftir að lagarök ríkisstjórnar Íslands fyrir samþykkt ICEsave Nauðungarinnar, voru hrakin, þá hafa hennar helstu rök verið að hér yrði engin endurreisn nema fyrst yrði byggt hið meinta traust Alþjóðasamfélagsins. 

Og til þess yrði þjóðin að skuldsetja sig til andskotans.

Vissulega skilur ekki nokkur vitiborinn maður slíkan rökstuðning, og varla nokkur Samfylkingarmaður heldur, en þetta hefur samt verið stefna íslensku ríkisstjórnarinnar.  Að byggja upp traust með gegndarlausum lántökum.

En traustið hefur látið á sér standa og krónan haldið áfram að falla.

Þess vegna spyr ég, er þá plan B við öflun þessa trausts, að kalla framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lygara????

Ekki það að maðurinn er það, en er viðskiptaráðherra ríkisstjórnar Íslands stætt á að halda því fram opinberlega???'

Er þetta opinber stefna íslensku ríkisstjórnarinnar????

Eru allir lygarar sem benda á misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar????

Eða heldur margur mig, sig.

Kveðja að austan.


mbl.is Strauss-Kahn skautaði létt yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá ekki betur en að Gylfi hafi sagt að hann vildi EKKI kalla Strauss lygara

Rassmuster (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rassmuster.

Í því samhengi sem Gylfi setti málið í, þá er það fín leið til að kalla menn lygara.  

Shakespeare gerði þessa röktækni ódauðlega í einræðu Antoníusar við útför Sesars.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Umrenningur

"Vissulega skilur ekki nokkur vitiborinn maður slíkan rökstuðning, og varla nokkur Samfylkingarmaður heldur, en þetta hefur samt verið stefna íslensku ríkisstjórnarinnar." Eitt besta gullkorn ársins.

Umrenningur, 16.11.2009 kl. 17:42

4 identicon

" . . . og varla nokkur Samfylkingarmaður heldur . . . " 

Já, halda þeir ekki í alvöru að jörðin sé flöt og að lög séu bara punt í lögbókum???

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 18:47

5 identicon

Vill engin kannast lengur við kúgunina. Það mun aldrei gleymast hvernig "vina" þjóðir okkar í skandinavíu snerust á sveif með fautunum og ólögmætri kröfu þeirra á hendur okkar. En það voru okkar eigin vanhæfu spilltu og duglausu pólitíkusar sem tóku ákvörðum um að setja málið í þennan farveg, þvert á lög og rétt og markmið laga um fjármálastarfsemi á efnahagssvæðinu.

Hvernig íslenskir stjórnamálamenn hafa komið að málinu verður einmitt grundvöllurinn sem höfnun okkar á þessari kröfu mun byggjast á. Samningurinn er ólöglegur og siðlaus og þessa vegna þurfum við ekki og munum ekki standa við hann. En þeir sem hafa komið að þessum samningi munu hafa ævarandi skömm fyrir og eftir atvikum sæta ábyrgð og hljóta refsingu við hæfi.

Aðrar þjóðir munu sjá fyrruna í þessu og Stoltenbergarnir hjá vinaþjóðum okkar munu læðast með veggjum sakbitnir vegna framkomu sinnar í garð vinaþjóðar.

Síðan legg ég það til að allir stormi í bankanna og byggi upp traust að hætti íslenskra stjórnmálamanna, nema auðvitað þeir sem ekki vilja fara beint á hausinn :)

Kveðja úr höfuðstaðnum.

Toni (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 20:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið og jákvæðan stuðning kæru bloggvinir.

En ég er ekki að ná þessu sýnist mér.  Ef ég hefði sagt eina sorgarsögu, eða tvær neðanmálssögur, þá hefðu innlitin ekki verið undir þessum 600 hundruð sem ég er að fá eftir stanslausan hamagang í allan dag.

Mjög rýr uppskera per fermeter af pistlum.

En hvað um það, Toni, ég er innilega sammála þér.  Hef alltaf séð þessa orrustu, þó örlagaorrusta sé, aðeins sem visst upphaf af hina endalega sigri.  Ég hafði alltaf mestar áhyggjur af þrælasamningi, sem virtist sanngjarn við fyrstu sýn.  Jæja, þessi er það ekki.

Og Umrenningur, ég ákvað að vera stilltur í dag, ekki móðga neinn svona beint með því að kalla hann hálfvita eða eitthvað þaðan af verra.  En mér tókst nú samt að ergja sveitunga minn, sem neyðir mig til að íhuga sáttarandmæli, með því að slá þeim augljósu sannindum fram, að aðeins fáfræði útskýrði afstöðu hins almenna  Samfylkingarmanns til ICEsave deilunnar.

Og snýst hún ekki samt Elle?, voru það ekki lokaorð Galileo.   Vonum að hún geri það, og öllum verði það ljóst að lokum.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband