16.11.2009 | 12:34
Fáfræði skýrir stuðning Samfylkingarfólks við ICesave ríkisábyrgðina.
Í upphafi ICesave deilunnar komust forystumenn Samfylkingarinnar upp með að fullyrða að ICEsave ríkisábyrgðin væri þjóðréttarleg skuldbinding íslensku þjóðarinnar samkvæmt EES samningnum. Þegar lagaspekingar þjóðarinnar bentu þeim á að um slíka ábyrgð væri hvergi kveðið á í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, þá var fullyrt að tilskipun ESB nr 94/19 um innlánstryggingar kvæði á um þessa ríkisábyrgð. Og EES samningurinn skuldbatt íslenska ríkið að fara eftir þeirri tilskipun.
En í tilskipun ESB um innlánstryggingar kveður einmitt á um að aðildarríki séu ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóðum sínum, enda voru þeir settir á fót til að koma í veg fyrir þá samkeppnismismunun sem slík ríkisábyrgð gæti haft í för með sér. Frjálst flæði vöru og þjónustu gildir ekki bara fyrir stórþjóðir ESB, því þarf regluverkið að vera almennt, og það mismuni ekki ríkjum eftir stærð þeirra. Þess vegna var stofnaður tryggingasjóður, fjármagnaðan af fjármálafyrirtækum, til höfuðs gamla kerfi ríkisábyrgðar. Og um þetta er heldur ekki hægt að deila.
Þá var því haldið fram að íslensk stjórnvöld hefðu á einhvern hátt brugðist með framkvæmd tilskipunar ESB og skapað sé þar með skaðabótaábyrgð, til dæmis skrifaði Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður grein i Morgunblaðið þar sem hann hélt þessu fram. Þetta hefur verið hrakið, og fólki til glöggvunar ætla ég að endurbirta helstu röksemdir þar um í sér bloggfærslu hér á eftir.
Loks var því haldið fram að neyðarlögin svokölluð hefðu valdið greiðsluskyldunni, því þau mismunuðu viðskiptavinum íslensku bankanna, og brutu þar með hina svokallaða jafnræðisreglu ESB. Þegar allt hitt var hrakið þá var röksemdin um jafnræðisregluna síðasta hálmstrá Samfylkingarfólks. Ég fékk til dæmis þessa röksemd inn í athugasemdakerfið mitt á laugardagskvöldið sem segir ágætlega til um þessa meinloku.
Ég er Íslendingur eins og þú. IceSave innlánsreikningarnir voru stofnaðir í íslenskum banka, útibú frá Landsbankanum rétt eins og útibúin úti á landi. Það var rangt af stjórnvöldum að leyfa þessa reikninga, en þeir gerðu það og á þeim þurfum við í þessu Lýðræðisríki að bera ábyrgð.
Til þess að skilja þetta örlítið betur, þá þarf að setja þetta í samhengi. Hefðum við sætt okkur við að ríkisstjórnin hefði ákveðið að greið reykvískum innlánseigendum innistæður sínar, en ákveðið að greiða ekki innistæðueigendum á Hvolsvelli og Akureyri. Þarna gildir jafnræðisreglan.
Um þessa röksemd hafa þeir félagarnir, Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður fjallað um í greinum sínum í Morgunblaðinu. Meðal annars segja þeir þetta um hina meintu mismun:
Forgangsréttur innistæðueigenda innan gömlu bankanna.
Með 6. gr. laga nr. 125/2008 (neyðarlögin) var kveðið á um að við skipti á búi fjármálafyrirtækis skyldu kröfur vegna innstæðna samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta njóta rétthæðar samkvæmt 1. mgr. 112. gr. gjaldþrotalaga.
Þetta þýðir að kröfur innstæðueigenda í fjármálafyrirtækjum fá forgang og verða greiddar áður en kemur til greiðslu á kröfum almennra lánadrottna úr búum þeirra. Umræddar reglur um forgang hafa almennt gildi þannig að þær gilda jafnt fyrir innistæðueigendur hér á landi og í útibúum erlendis.
Ákvæðið felur því ekki í sér mismunun gagnvart erlendum innstæðueigendum því að þeir sitja við sama borð og þeir íslensku sé tekið mið af réttarstöðunni innan gömlu bankanna.
Og hvað varðar meinta mismun vegna yfirtöku innlána yfir í nýju bankanna segja þeir þetta.
Með 3. mgr. 1. gr. neyðarlaganna var gert ráð fyrir því að ríkið geti stofnað hlutafélag til að taka við rekstri fjármálafyrirtækis. Samkvæmt þessari heimild tók íslenska ríkið yfir Glitni banka hf., Kaupþing banka hf. og Landsbanka Íslands hf. að öllu leyti á haustdögum 2008, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.
Með stjórnsýsluákvörðun Fjármálaeftirlitsins var innlend bankastarfsemi tekin út úr gömlu bönkunum og stofnað um þau hlutafélög í opinberri eigu. Þar með fylgdu innistæður í bönkum hér á landi hvort sem þær tilheyrðu innlendum eða erlendum aðilum. Hér er um að ræða hlutafélög sem njóta ekki ríkisábyrgðar að neinu leyti. Fullt verð verður greitt fyrir þann hluta, sem tekinn var, þannig að nettóandvirði rennur inn í bú gömlu bankanna og kemur þar til úthlutunar með venjulegum hætti.
Um þetta er ekki hægt að deila, enda hefur enginn marktækur lögfræðingur úr röðum Samfylkingarmanna reynt það.
En mesta rökvillan í þessari jafnræðisreglu broti, er sú fullyrðing að íslenska ríkið hafi ábyrgst innstæður á Íslandi með neyðarlögunum. Þá blekkingu eða lygi hafa hinir mætustu menn étið upp eftir hver öðrum eins og um staðreynd væri að ræða, en ekki ættaða frá Gróu úr Selárdal. Og enn vil ég láta Stefán og Lárus svara þessari bábilju:
Forsætisráðherra gaf þá yfirlýsingu seint á síðastliðnu ári að íslenska ríkið myndi tryggja innlánseigendum hér á landi fjárhæðir þeirra á innistæðureikningum. Yfirlýsingin mun hafa verið sett fram umfram skyldur íslenska ríkisins og væntanlega í þeim tilgangi að tryggja að unnt væri að starfrækja innlenda innlánastarfsemi í framtíðinni, reyna að viðhalda sparnaðarvilja almennings, tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir efnahagslegt hrun.
Þrátt fyrir þetta er hér aðalatriðið að yfirlýsing ráðherra af þessu tagi er óskuldbindandi því henni var aldrei fylgt eftir með lögum (hún krefst samþykkis í fjárlögum, fjáraukalögum eða venjulegum lögum) né kom hún til framkvæmda á einn eða neinn hátt. Þvert á móti verða innistæðueigendur í nýju bönkunum að sætta sig við að bankarnir eru reknir í formi hlutafélaga og ábyrgðin í aðalatriðum takmörkuð við gjaldþol þeirra félaga.
Skýrar getur þetta ekki verið, jörðin er ekki flöt, þó fáfróðir Samfylkingarmenn hafi haldið því fram á miðöldum og íslenska ríkið hefur aldrei ábyrgst bankainnistæður á Íslandi.
Og þar fyrir utan, hverjum dettur í hug að einhver jafnræðisregla sé æðri neyðarrétti þjóða, að vegna brota á jafnræðisreglu sé hægt að leggja skuldaánauð á þegna eins aðildarríkis ESS? Heldur fólk virkilega að ESB sé villimannabandalag.
Eftir stendur ein röksemd eftir, og hún er gild sem slík. Ógnanir og kúgun, af hálfu breskra og hollenskra stjórnvalda, gætu leikið íslenskan efnahag það illa, að af tvennu illu er betra að semja um ICEsave við þau. Þetta er til dæmis kjarna röksemda Sigríðar Ingvadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, fyrir stuðningi hennar við Svavarssamninginn. Bullröksemdirnar hér að framan, sem hafa verið mörgum samflokksmönnum hennar að yrkisefni í lygavaðli sínum, hafa aldrei komið út úr hennar munni.
En að láta undan hótunum og kúgunum er hvorki löglegt eða siðlegt, og land sem gerir slíkt, hefur ekkert með sjálfstæði að gera. Því fái kúgarinn litla putta, þá fylgir fljótt meira á eftir, þar til ekkert er eftir til að stela.
Þjófnað breta og Hollendinga, með aðstoð innlendra vitorðsmanna, má ekki líða.
Látum ekki fáfræði og ótta ráða för.
Við lifum ekki á myrkum miðöldum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ógnanir og kúgun, af hálfu breskra og hollenskra stjórnvalda, gætu leikið íslenskan efnahag það illa, að af tvennu illu er betra að semja um ICEsave við þau.
"léku og leika áfram", hvort það samræmist lög EU er spursmál. Geta þau haldið áfram sama leik ef Íslendingar afneita ekki USA-Kína blokkinni og öllum hinum utan EU.
Júlíus Björnsson, 16.11.2009 kl. 19:26
Blessaður Júlíus.
Ég er ekki sammála þessum rökum eins og öllum ætti að vera ljóst, sem þekkja til skrifa minna. Og lokapistill kvöldsins fjallar einmitt um þessi rök. Kalla það árás á siðmenninguna að lúffa fyrir kúgun og ofríki.
En ég viðurkenni að þetta eru tæk rök. Þau má ræða.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 22:42
Takk fyrir góða grein.
(IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 23:38
Hjá meginlandríkjum gengur allt út á virðingu og hvað fer formlega í sögubækurnar.
Lúffa eða lúta í lægri haldi er ekki góð fjárfesting í augum þeirra sem sem eru fjárlæsir og ráðandi í EU heldur góð skuldfesting.
Júlíus Björnsson, 17.11.2009 kl. 00:03
Takk fyrir innlitið Sigurlaug.
Já Júlíus, "góð skuldfesting", fínt orð til að komast fram hjá banni við þrælahaldi.
Samfylkingin er sem sagt skuldfestingarflokkur með Árna Pál skuldfestingarráðherra í broddi fylkingar.
En ég er alveg sama um álit EU, þeir mega eiga sín vandamál í friði fyrir mér, og það mætti vera gagnkvænt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.