Hverjum er ekki sama??

Ögurstund þjóðarinnar er runnin upp. 

Í dag eða á morgun verður skorið úr um hvort þingræði á Íslandi líði undir lok eður ei.

Ríkisstjórn Íslands, með aðferðum sem hver fallin herforingjastjórn Suður Ameríku hefði verið fullsæmd af, ætlar að knýja fram breytingar á nýsamþykktri ríkisábyrgð vegna ICEsave reikninganna.  Hún ætlar að gera fyrirvara Alþingis að engu að kröfu andstæðinga okkar, breta og Hollendinga.

Komist ríkisstjórn Íslands upp með hótanir sínar og ofbeldi gagnvart Alþingi, þá er út um íslenskt þingræði.  Erlent vald stjórnar landinu með aðstoð innlendra Leppa.

Þá hefði maður haldið að Morgunblaðið, sem einmitt var stofnað á sínum tíma til að vera öflugur málsvari íslenskrar sjálfstæðisstefnu, myndi beita öllum sínum kröftum og mannafla til að upplýsa þjóðina, til að afhjúpa blekkingarnar, til að verja sjálfstæði Alþingis og þjóðar.

Til hvers var verið að skipta út ritstjóra blaðsins ef það eina sem nýir ritstjórar blaðsins hafa til málanna að leggja, er að láta starfsfólk sitt telja baunir í krukku, og birta reglulega fréttir af þeirri talningu.  Hverjum er ekki sama um þann sparðatíning?

Takið ykkur á Moggamenn.  

Það er sorglegt að sjá til ykkar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Slök afkoma hjá Opera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 506
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 6237
  • Frá upphafi: 1399405

Annað

  • Innlit í dag: 428
  • Innlit sl. viku: 5283
  • Gestir í dag: 393
  • IP-tölur í dag: 387

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband