Nýtt nafn meitlað á bautastein svikanna.

Ólafur Þór Gunnarsson hefur í mörg ár verið ötull baráttumaður velferðar á Íslandi. 

Og í dag lauk þeirri vegferð.  

Í dag kaus hann sæti við háborð valdanna fram yfir líf og örlög skjólstæðinga sinna.

Það er sama hvað hann mun segja í framtíðinni, sama hvaða góða málstað hann mun leggja lið, á hann mun vera horft með fyrirlitningu og sagt;

"Það eru menn eins og þú sem bera ábyrgð á þeirri neyð sem fátækt fólk glímir við í dag".

Það er eins með svikara velferðarinnar og brennuvarginn, það vill enginn hjálp þeirra þegar brunarústirnar eru hreinsaðar.

Fólk vill aðeins að þeir sæti ábyrgð gjörða sinna.

Og til hvers eru þessi svik??????  Auðvaldið mun fórna VinstriGrænum um leið og þeirra er ekki þörf.  Það er alltaf hlutskipti nytsamra sakleysingja í öllum vélarbrögðum þess.

Þetta aumkunarverða fólk mun aðeins sitja við háborð valdanna nokkra daga í viðbót, síðan bíður þeirra ýldugeymsla á öskuhaugum sögunnar og engin mun sakna þeirra, hvorki þeir sem misnotuðu það, eða þeir sem þjáðust vegna þeirrar misnotkunar.

Guð gaf okkur vit og samvisku til góðra verka.

En það er síðan okkar að vinna úr þeim gjöfum.  

Far vel Ólafur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kýs líklega með Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þér !

Pollýtík (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:14

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 10:31

3 identicon

Enn ein vonbrigðin.  Og ég virti þennan mann.  Guðfríður hefði líka sagt já.  Og hvað getum við vitað með Lilju og Ögmund, fólk sem styður ríkisstjórnina?  Og Ögmundur var líka farinn að tala upp verstu Icesave útgáfuna: Icesave 3 þar sem við náðarsamlegast megum fara fyrir dóm: Við megum bara ekki hlíta dóminum???

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Evrópa er réttarríki.  

Nægur er glæpur þessa fólks þó við látum það ekki komast upp með að níða niður Evrópska siðmenningu.

Þess vegna vill hvorki Samfylkingin á Íslandi, eða í ESB, að málið fari fyrir dóm.

Og já, ég hafði álit á þessum manni.  Enda er greinin "in memorium" stílnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 17:31

5 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér! Ég hélt að það væri meira í þennan mann spunnið.  Það skiptir greinilega engu máli hvað þetta fólk heitir - þetta eru persónur heldur bara eins og spilakallar á borði - fara þangað sem þeim er skákað. Ekki til neitt sem heitir að hugsa sjálfstætt, kynna SÉR málin og kjósa svo! Nei eins og hann orðar það svo huggulega : „Ég held þó að þegar upp verði staðið verði sami meirihluti fyrir málinu áfram. Ég yrði þá væntanlega í hópi þeirra sem greiða atkvæði með málinu.“ Já já.... hljómar eins og " ég geri bara eins og hinir í flokknum".

Soffía (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 18:37

6 identicon

Það er að verða nokkuð "absúrd" að lesa blogg og komment við meint svikráð þingmanna og varamanna við þjóðina.  Við eigum bara eftir að lesa um að Guðrfríður Lilja hafi skipulagt barneignir sínar með það fyrir augum að stíga út af þingi til að hleypa einhv. já-manni við Icesafe að.  Veit fólk ekki að Ólafur Þór er varamaður Guðfríðar Lilju og hann hefur fullan rétt á að kjósa samkv. sannfæringu sinni, eh...en það virðist ekki skipta neinu máli, því það er augsýnilega ekki skv. sannfæringu ykkar.  ÞAÐ VILL ENGINN BORGA ICESAFE, en málið snýst bara ekki um það.

Jónína (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 19:39

7 identicon

Jónína ætlar víst að skrifa um að Guðfríður hafi skipulagt að fara núna: Það var allavega ekki það sem ég las eða skrifaði að ofan og vissi ekki að hin hefðu einu sinni hugsað það.  Og ef þú kallar það ekki svikráð að sættast á ólöglega kúgun gegn almenningi þessa lands, hvað kallarðu það?  VIÐ SKULDUM EKKI ICESAVE OG MÁLIÐ SNÝST UM ÞAÐ.

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið stöllur.

Jæja, þið virðist vera fullfærar að gera upp ykkar mál, fátt sem ég get sagt í viðbót, en miðað við efni pistilsins, er ég greinilega sammála síðasta ræðumanni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 1438636

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband