Franska stéttaþingið 1789 var upphafið af frönsku byltingunni.

 

Verður það eins núna.

Mun þjóðfundurinn 2009 verða upphaf íslensku byltingarinnar?

Mun fólk rísa upp og krefjast Frelsis, Réttlæti og Bræðralags??????

Mun fólk rísa upp og segja Nei við stjórnvöld sem er Leppur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Mun fólk segja Nei við þeim örlögum sem sjóðurinn ætlar íslensku þjóðinni?

Mun fólk segja Nei við  að börn þess sé ætlað að verða skuldaþrælar breta og Hollendinga?

Mun fólk segja Nei við að verða mjólkurkýr bandaríska vogunarsjóða?

Mun fólk segja Nei við  óréttlæti verðtryggingar og gengislána?

Mun fólk krefjast leiðréttingar á skuldaoki sínu sem svikamylla bankanna kom þeim í?

Mun fólk rísa upp og kveðja hið gamla spillta þjóðfélag?

Mun fólk lýsa yfir stofnun Nýs Íslands?

 

Eða  verður þetta enn einn fundurinn þar sem fólk ræðir um daginn og veginn, og veðrið?

Það er draumur þeirra sem ráða í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Þjóðfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ómar, mér finnst ólíklegt að þessi Þjóðfundur muni leiða til neins, en það má vona. Það leiðir varla til neins, að fólk krossi við hugtök eins og: von, trú og kærleikur.

Að mínu mati þarf að kafa djúpt í mál, til að finna kjarnann. Það þarf að finna þá einstaklinga sem hafa kafað djúpt í einstök mál og fá þá til að útskýra sínar niðurstöður. Fyrst þá geta aðrir lagt sitt mat á hlutina.

Dæmi um yfirborðslega umfjöllun eru orð Alan Greenspan í sjónvarpsþættinum: Fégræðgi The Love of Money (2:3). Hann sagði:

It's human nature, unless somebody can find a way to change human nature, we will have more crises and none of them will look like this because no two crises have anything in common, except human nature.

Þetta er bull, því að allar efnahagskreppur (sem fylgja í kjölfar bólu) eru af sömu rótum. Búin eru til sýndar verðmæti, sem hljóta að hjaðna. Ef Alan Greenspan skilur þetta ekki, þá er ekki von til að almenningur finni það út með atkvæðagreiðslu.

Þegar þetta er skrifað, stendur yfir atkvæðagreiðsla á Þjóðfundinum. Greiða skal atkæði á milli: Heiðarleika og Virðingar. Því miður mun þetta lofsverða framtak ekki leiða til neins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.11.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég skil efasemdir manna. En við skulum fygjast með, hvað kemur út úr þessu,

Ríkisstjórnin dældi í það sjö milljónum. Skyldu fundurinn steypa henni?

Já, þú segir nokkuð, Ómar: "Franska stéttaþingið 1789 var upphafið að frönsku byltingunni. Verður það eins núna? Mun þjóðfundurinn 2009 verða upphaf íslensku byltingarinnar?"

Stórt er spurt, en ábendingin í fyrirsögninni athyglisverð.

Ef heiðarleiki komst efst á óskalistann hjá þessu ágæta fólki, fylgir það því þá á einhvern hátt eftir í verki með því að krefjast þess, að mönnum, sem spiluðu áhættuspil með misnotkun sinni á lántökum úr bönkunum, verði ekki látið það eftir að eignast aftur stórfyrirtækin fyrir slikk eða fá strokað yfir tugmilljarða skuldir sínar, á sama tíma og almenningur fær bara smá-lengingu í skuldasnörunni?

Hverjir eiga Íslandsbanka? Af hverju hefur ríkisstjórnin það eins og vel geymt hernaðareyndamál? Er þjóðfundurinn sammála svona vinnubrögðum?

Með kæru þakklæti til þín fyrir þjóðnýt skrif í þágu sjálfstæðis landsins,

Jón Valur Jensson, 14.11.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gísli.

Við skulum vona að byltingarandinn kvikni, ekki vegaspjall um veðrið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Ég get ekki að því gert en mér finnst þú vera jafn skeptískur og ég.  Ég missti andlitið þegar ég hlustaði á spjall hjá Silfri Egils sem hefði sómt sér í hvað þátt sem er hjá David Attenborough.

Og þegar blessuð konan sagðist ætla að ræða um framtíðina, sem yrði þegar núverandi stjórnvöld væru búin að taka til, þá setti mig hljóðan.  Þetta var sem sagt tiltektarfrasi Samfylkingarinnar.  Og þá vissi ég hvert stefndi, því miður.

En þú veist að Greenspan er einn af mjög mörgu mönnum sem týndi sinni skynsemi af völdum falsspámanna Chicago villutrúboðsins.  Fyrir utan hina hagfræðilega heimsku, sem þú bendir réttilega á, og við erum sammála um, þá er þetta  villimannatrúboð siðlaust og atlaga að siðmenningunni, fáir aðrir í 2.000 ára sögu kristinnar hafa gengið eins langt að skrumskæla siðfræði Meistarans frá Nazaret og þeir falsspámenn. 

En ég reikna ekki með að þú sért sammála mér í því.  Enda eiga menn ekki að vera sammála um alla hluti.

En takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 16:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Já, hvað á maður að gera þegar svona væl er annars vegar.  Ég hefði séð Churchil gamla í anda boða bresku þjóðina til þjóðfundar að ræða framtíðina þegar óvígir herir Hitlers voru albúnir að ráðast yfir sundið og hertaka Bretland.  

Auðvita kvaddi maðurinn þjóð sína til vopna til að mæta ógn illskunnar.  Og hann hét því, að þó hún væri sterkari og hefði kannski mátt til að hertaka fósturjörðina, þá yrði barist um hvern þumlung landsins, með heykvíslum ef með þyrfti, síðan yrði baráttunni haldið áfram meðan einhver frjáls ríki héldi velli gegn henni.  Og síðan í fjöllum og skógum, allt þar til, að annaðhvort yrði illskan brotin á bak aftur eða síðasti frjálsborni maðurinn félli.

En uppgjöf kom ekki til mála.  Þú semur ekki við andskotann og Leppa hans.

Fyrrverandi ráðherra, og núverandi stjórnarþingmaður, Þórunn Sveinsdóttir, sagði á Alþingi, að bretar hefðu alveg eins getað kastað sprengju á Reykjavík, eins og að beita hryðjuverkalögunum á íslenska þjóð, ásamt að rægja hana allstaðar sem því var við komið.

En hvað gerði ríkisstjórnin sem hún sat í????

Jú, hún sendi sendiboða skríðandi á hnjánum til að kyssa vönd kúgara okkar.  Sagan segir að viðkomandi sendimenn séu ennþá með sár á hnjánum eftir að hafa skriðið alla flugferðina til London.  

Þetta var allur manndómurinn þá, og núna á að bregðast við yfirvofandi vá með því að halda þjóðfund sem á að ræða siðareglur í teboðum, eða annað álíka.  

En lætur fólk bjóða sér þetta kjaftæði????

Mér fannst allavega rétt að rifja upp söguna, í tilefni af 220 ára ártíð Byltingarinnar og benda fólki á hvað ærlegt fólk talar um á neyðarstundu þegar erlend illskuöfl ógna framtíð barna okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 16:55

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Winston Churchill, 04,júní 1940:

We shall go on to the end, we shall fight in France,
we shall fight on the seas and oceans,
we shall fight with growing confidence and growing strength in the air, we shall defend our Island, whatever the cost may be,
we shall fight on the beaches,
we shall fight on the landing grounds,
we shall fight in the fields and in the streets,
we shall fight in the hills;
we shall never surrender, and even if, which I do not for a moment believe, this Island or a large part of it were subjugated and starving, then our Empire beyond the seas, armed and guarded by the British Fleet, would carry on the struggle, until, in God's good time, the New World, with all its power and might, steps forth to the rescue and the liberation of the old.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.11.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Loftur.

Þetta er leiðsögn á ógnartímum. 

Aðeins skilningur á þessum orðum, getur bjargað þjóðinni frá örbirgð.  Og tryggt sjálfstæði hennar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 17:40

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér öflugt, hreinskilið og kjarnmikið svar þitt, Ómar.

Og þér, Loftur. Þetta er innblástur.

Jón Valur Jensson, 14.11.2009 kl. 20:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Valur.

Ég reiddist þegar ég hlustaði á fréttatímann núna áðan í videotækinu mínu.  Bloggaði því um Blup-ara hér að ofan.

Og tók ekki undir halelúja kórinn.

En núna er það Brandy kaffið, bið að heilsa í góða skapið í Reykjavík.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband