Steingrímur persónugerir vandann.

Hann vill sem sagt meina að fjölskyldur landsins noti bensín til að styrkja Bjarna Benediktsson.

Ef Steingrímur væri maður sem færi alla sinna ferða á reiðhjóli í hvað veðri sem er, þá mætti virða þetta við hann, en þegar jeppamaðurinn Steingrímur Joð Sigfússon gólar svona á Alþingi, þá er þetta argasta  lýðskrum.

Fólk þarf að nota bílinn sinn á Íslandi, fólk þarf að kaupa sér mat og klæði, og fólk þarf að borga af húsnæði sínu.  

Allur þessi kostnaður hefur rokið upp, og á sama tíma dragast tekjur fólks saman.  Seðlabankinn áætlar 16% tekjuskerðingu á næsta ári.  

Þegar endar ná ekki saman hjá fólki, þá hækkar þú ekki skatta á það.  Við erum að tala um almenning Steingrímur, ekki Sjálfstæðismenn.  Aðeins rökþrotamaður verst gagnrýni með þeim málflutningi sem þú notar.

Það ber öllum saman um að það þarf að ná jafnvægi í ríkisfjármálum en það er ekki sama hvernig það er gert.  Til dæmis eru allar aðgerðir sem draga úr tekjum ríkisins til tjóns.  Þær auka vandann, valda skaða í stað þess að hjálpa til.

Þú skattleggur þá sem eiga pening Steingrímur, og þú gerir það þannig að þeir sjá samt tilgang að vera á landinu.

Ef réttlætis og sanngirnis er gáð þá færð þú þjóðina með þér, annars ekki.

Þess vegna legg ég til að þú ræðir málin við Ragnar Önundarson.  Hann er sá maður sem hefur sýnt eina mestu skynsemina í þeim Hrunadansi sem hér hefur átt sér stað.

Og það hefði betur verið hlustað á hann fyrr.

Kveðja að austan.


mbl.is Eina færa leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrími er alveg sama.

Jói a hjólinu (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Kannski.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.11.2009 kl. 13:53

3 identicon

Ragnar Önundarson benti á það í greinum í Mogganum árið 2005, að þetta væri bóla sem ætti eftir að springa. Hann líkti stjórnarháttum Seðlabankans við það, að reyna að lenda flugvél með eldsneytisgjöfinni einni. Hann sá sannarlega fyrir hvað var í vændum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 1412816

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 393
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband