13.11.2009 | 11:07
"You ain´t see nothing yet"
Dagvöruverslun er það síðasta sem lætur undan í kreppunni. Fólk þarf að éta og fólk reynir að veita sér eitthvað í mat og drykk í lengstu lög. Lífið má jú ekki bara vera skuldir og áhyggjur.
En gengið okkar, þessi örlagavaldur, það mun síga og síga mikið þegar Samfylkingin byrjar að greiða vinum sínum í Englandi vextina af skuld Björgólfs og Björgólfs.
Og þegar styrktaraðilar Samfylkingarinnar fá lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að leika sér að, þá bætast líka við tugir milljarðar sem leita úr landinu í erlendum gjaldeyri.
Og þó Seðlabankinn sé yfirbjartsýnn á hagvöxtinn, þá er heimsbyggðin það ekki. Álbirgðir eru í sögulegu hámarki. Og það eru uppsagnir á fólki um alla Evrópu, fyrr eða síðar lækkar álið aftur og neysla á lúxusvöru á eftir að dragast saman. Íslenskur fiskur er lúxusvara.
Meiri líkur en hitt er að útflutningstekjur þjóðarinnar dragist saman.
Og þá fellur og fellur krónan. Og matvara hækkar.
Og öll erlendu lánin hækka og hækka.
Og þá mun Félagshyggjan hækka skattana ennþá meira, þar með virðisauka á matvöru eins og Seðlabankinn hefur lagt til.
Því forgangur Félagshyggjustjórnar Íslands er hin mikla skjaldborg um auðmenn og flokksbræður Samfylkingarinnar í Bretlandi.
Það er margbúið að benda á þennan vítahring, en fólk er svo ákaft að moka flórinn, að það gætir ekki að dýinu sem það er að hrapa í.
Og þetta þarf ekki að vera svona.
Kveðja að austan.
Enn samdráttur í smásölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5605
- Frá upphafi: 1399544
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 4778
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.