13.11.2009 | 10:53
Er þetta skjaldborg Jóhönnu????
Auðmenn og braskarar fá tafarlausa hjálp.
Heimilin fá skuldahlekki, þau fá enga leiðréttingu á lánum sínum og svo er þeim ætlað að standa undir auknum sköttum til að borga óreiðuskuldir þessa sömu auðmanna.
En af hverju er þetta svo????
Hefur svarið eitthvað með það að gera að heimilin höfðu ekki vit á að styrkja einstaka frambjóðendur Samfylkingarinnar í prófkjörum sínum??? Eða klikkuðu heimilin á því að styrkja kosningabaráttu Samfylkingarinnar???
Allavega þá klikkuðu auðmenn ekki á veita þessum jafnaðarmönnum stuðning.
Enda uppskera þeir.
Kveðja að austan.
Þrýstu á um að sleppa við að borga skatta af afskrifuðum skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 73
- Sl. sólarhring: 597
- Sl. viku: 5657
- Frá upphafi: 1399596
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 4827
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ömurlegt að Vinstri-grænn fjármálaráðherra skuli standa fyrir því að vernda þessa bankaræningja
Stefán (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 11:02
Mikið sammála þér Stefán, mikið sammála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2009 kl. 11:15
Hvar var stjórnarandstaðan þegar þetta var ákveðið?
Sigurður Haraldsson, 13.11.2009 kl. 13:04
Blessaður Sigurður.
Kannski út í Móum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2009 kl. 13:54
Ég krefst þess að það verði gert opinbert hvaða lögmenn, ráðgjafar og sjórnmálamenn þetta eru! Og það strax og án undantekninga!
Eggert Þorvarðarson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:41
Blessaður Eggert.
Ef þú meinar það sem þú segir, þá skaltu vera virkur að styðja Andstöðuna.
Núna eru þetta innan við 20 manns sem eru virk, dag og nótt að benda á lygina, og halda sannleikanum inn í umræðunni.
Ég er raunsær, og læt mér ekki detta í hug að við höfum afl til að senda fjórflokkinn í frí, en ef almenningur segir hingað og ekki lengra, þá er hægt að krefjast breytinga, og uppgjörs við fortíðina.
Það sem þú biður um, þó þú mættir gera það líka þar sem einhver von væri til þess að einhver annar hlustaði á þig, er hluti af því uppgjöri við fortíðina, sem fram þarf að fara.
Við þurfum sannleikann, ef við viljum nýtt og betra þjóðfélag.
Þannig er það bara, og ef ekki, þá uppskerum við nýtt Hrun seinna, og þá kannski lærum við rétt vinnubrögð.
Hver veit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.