13.11.2009 | 07:07
Þess vegna vildi Ragnar Önundarson leggja á bóluskatt.
Ragnar Önundarsons bankamaður vildi leggja á bóluskatt, lagði fram lauslegar hugmyndir þar um í Morgunblaðsgrein í vetur.
Ragnar færði rök fyrir því að margir einstaklingar hefðu hagnast gífurlega í því ástandi sem var fyrir Hrun. Og þessi hagnaður hefði myndast við óeðlilegr aðstæður, væri því í raun óeðlilegur hagnaður, þjóðfélagið sæti síðan upp með tapið, því engar forsendur hefðu verið fyrir þessari eignabólu, sem gerði þessum einstaklingum kleyft að innleysa svona mikinn hagnað.
Ragnar Ögmundarson sagði að ef það þyrfti að skattleggja fólk til að greiða þann mikla kostnað sem félli á ríkissjóð vegna Hrunsins, þá ætti að byrja að skattleggja þennan gróða, þennan bólugróða.
Árangursrík skattheimta fælist í að skattleggja þar sem peningur væri.
Núverandi ríkisstjórn vill skattleggja þar sem peningur er ekki og árangurinn verður eftir því.
Þegar Ragnar kom með þessa hugmynd, þá var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn, og eðli málsins vegna þá er hann ekki mjög hrifinn af sérstakri skattlagningu auðmanna..
En núna er Félagshyggjustjórn.
Af hverju er þessar hugmyndir Ragnars ekki ræddar???????
Kveðja að austan.
Þær ríkustu skera sig úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væntanlega veggna þess að eigna elítan ræður í raun ríkjum ? spilling og ekkert annað en það , það væri auðveldlega hægt að afskrifa stökkbreyttar skuldir heimilana enda peningur sem aldrei var lánaður en alltaf er spurt hvaðan eiga peningarnir fyrir því að koma? þetta fólk fjármagns''eigendur'' á áfram að fá að innleysa ýmindaðan hagnað , þetta er algjört bull!
Valdimar kr. (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 07:55
Ætli "eignaelítan" ráði ekki ennþá of miklu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.11.2009 kl. 09:25
"En núna er Félagshyggjustjórn." bráðfyndinn Ómar.
Íslandi allt.
Umrenningur, 13.11.2009 kl. 09:39
En verðum við þá ekki að rannsaka hvenær þessar fjölskyldur og hvernig þær eignuðust það sem þær eiga?
Soffía (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 10:44
Fjármagnseigendur reyna alltaf að sleppa nú er nóg komið hingað og ekki lengra Ragnar Ögmundsson hafði rétt fyrir sér, Stjórnvöld eru og að mér virðist vanhæf vegna spillingar.
Sigurður Haraldsson, 13.11.2009 kl. 11:14
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Eitthvað er það fyrst þessi hugmynd hefur ekki verið rædd. Það er ótrúlegt að menn skuli ekki sjá að þú tekur pening þar sem pening er að hafa. Og Ragnar rökstuddi þetta ágætlega.
Ég ætla að finna greinina hans hjá Mogganum og fjalla meira um hana hér á eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2009 kl. 11:19
Blessaður Umrenningur.
Þú veist að ég legg fram um það að vera verkur í rassi við þá sem ég lít á sem svikara við "frelsi, réttlæti og bræðralag". Og svo fer það eftir bakinu hvort ég er bara leiðinlegur, eða leyfi glottinu að fylgja.
En þú veist að þetta er allt í góðu, ég fyrirgef þessu fólki um leið og það játar syndir sínar. Og ef það kemur aftur til þjóðar sinnar til að vinna að góðum verkum, þá mun ég strax fara inn í sveit til Alla og biðja hann um að slátra sauð til veisluhalda, já og fá nokkur landaglös með.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 13.11.2009 kl. 11:26
hvað er hægt að gera ? hvað á að gera ?
Jón Snæbjörnsson, 13.11.2009 kl. 14:51
Blessaður Jón.
Það er margt hægt að gera. Hvað skatta varðar þá vil ég benda þér á bloggið hér að ofan um bóluskatt Ragnars.
Eins eigum við 2 hagfræðinga með bestu menntun sem völ er á, Lilju og Jón Dan.
Og um siðfræðina, þá vil ég benda þér á pistla mína um Guð blessi Ísland.
Legðu þetta allt saman, og þá færðu trúna á ný.
Síðan er það vinna að losna við heimskuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2009 kl. 15:07
Hverjir eru þessir menn, Ragnar Ögmundarson og Ragnar Ögmundsson? Ég hef aldrei heyrt um þessa menn.
Saltpétur (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 11:49
Blessaður Saltpétur.
Hann er huldumaður sem á heima í Hamrinum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.