12.11.2009 | 21:56
Hvað viltu ekki borga Gylfi??
Þú ert einn helsti baráttumaður málstaðs breta á Íslandi. Þú vilt að ríkisstjórn okkar og Alþingi samþykki skaðabótakröfur breta, sem eru fyrir utan rétt og lög, og ósvífnin jafnast einna helst á landkröfur Hitlers á hendur Tékknesku þjóðinni í aðdraganda stríðsins.
Þá studdu líka margir "forsetarnir" málstað Hitlers. En enginn veit afhverju.
Vonandi veist þú af hverju þú styður málstað óvina þjóðarinnar.
En þú getur ekki krafist árlega tug milljarða greiðslna handa bresku vinum þínum, og neitað síðan að borga reikninginn.
Ef þú hefur minnsta sens á að vera sjálfum þér samkvæmur í málflutningi, þá áttu að biðja um meiri skatthækkanir, sérstaklega á umbjóðendur þína, því ekki ertu svo ósvífinn að vilja að öryrkjar og aldraðir borgi reikning þinn.
Eða ertu svo ósvífinn????
Kveðja að austan.
Líst afar illa á hugmyndirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 548
- Sl. sólarhring: 722
- Sl. viku: 6132
- Frá upphafi: 1400071
Annað
- Innlit í dag: 498
- Innlit sl. viku: 5262
- Gestir í dag: 476
- IP-tölur í dag: 469
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einn ráðamaðurinn sagði miðað við reynslu Finna þá þyrfti að fjölga hér í dómgæslunni. Finnar er með 36.000 dollar á haus og Mobile fullframleiðslu m.a. Við vorum með 40.000 dollar og enga sambærilega fullvinnslu: hávirðisauka.
Þetta fólk mun örugglega uppskera eins og það hefur sáð því allt aðrir tímar eru nú en þegar Finnar voru innlimaðir í EU hæfs meirihluta með G.Brown þar á meðal.
Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 23:45
Gylfi verður að gera sér grein fyrir að hann er hlutfallegasti launahæðsti verklýðsforning miðað við höfðatölu sinna félagsmanna á mælikvarða EU.
EU stöðleikin gerir ekki ráð fyrir svona fyrirbrigðum. Í síðust þjóðarsátt var innleiddur hér ódýrari framfærslukostnaður að EU fyrirmynd og laun í evrum hjá minnst 1/3 hluta launþega keyrð niður á fullu.
Nú er komið að næst hópi í EU aðlögunni. Þökk mun gráta þurrum tárum. Hann á ekki að hafa hærri laun en 350.000 miðað við fámennið.
Einn góður leiðbeindi minn í bókfærsluhagfræði í H.Í fyrir mörgum árum. Spurðu hver græðir og þá veistu hver hefur valdið?.
EU sem heild græðir; Bretar, Þjóðverja, Frakkar, Ítalir, Spánverjar, Belga, Hollendingar,....Malta.
Helsti andstæðingar okkar í viðskiptum, hirða gróðan af fullvinnslu og endursölu.
Júlíus Björnsson, 12.11.2009 kl. 23:59
Blessaður Júlíus og takk fyrir innlitið.
Ég held að mikill sannleikur felist í þessum orðum þínum, "Spurðu hver græðir og þá veistu hver hefur valdið". Þetta er svipað og Stiglitz benti á þegar hann ræddi einkavæðingu, þeir sem tala um hina miklu skilvirkni sem felst í því að einkavæða ríkisfyrirtæki, hafa kannski ekki svo mikla sannfæringu fyrri því, en þeir vita hverjir græða.
Og hvað skyldi Gylfi forseti fá út úr ICEsave stuðningi sínum???
Ég held að svarið sé að leita djúpt í hugarfylgsni hans og heitir draumurinn að verða ráðherra.
Og þá er öllu fórnað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.