12.11.2009 | 20:48
Er formaður Félags háskólamanna Sjálfstæðismaður????
Ég hélt ekki.
Vörn ríkisstjórnarinnar í heimskuráðum sínum er sú að þeir séu að aðlaga skattkerfið að einhverju Norrænu módeli. Og það sé trúarsetningaratriði hjá Sjálfstæðisflokknum að vera á móti því.
Gott og vel, skattkerfinu má breyta, en að auka skattaálögur í því árferði sem er núna, er tilraun til efnahagslegs sjálfsmorðs.
Einn harðasti gagnrýnismaður þessarar vitleysu er formaður Háskólamanna. Líklegast sú stétt sem nútíma þjóðfélag getur engan veginn verið á án.
Er hann svona blindur að hann trúir einhverjum áróðri Sjálfstæðismanna???
Hver trúir því að þessi gagnrýni sé flokkspólitísk???
Hún er skynsamleg. Og ógæfufólkið ætti að hlusta áður en það verður hrakið frá völdum.
Það gerðist í Argentínu, þegar fólk fékk nóg að því að leita sér matar á kvöldin á öskuhaugum eftir að hafa unnið við kennslu eða hjúkrun á daginn.
Þá voru illfylgin hrakin úr landi. Og Argentínska þjóðin eignaðist vonina aftur, og síðan betri lífskjör. Þar hefur ekki nokkur maður látið taka mynd af sér á öskuhaugunum síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn rústaði hagkerfinu.
Það sama mun gerast hér.
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mun verða hent úr landi.
Og það er ekki flokkapólitík.
Kveðja að austan.
Þriggja þrepa tekjuskattur rímar við áherslur stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.