Þeir vilja að ICEsave hlekkirnir séu lagðir á þjóðina.

ICEsave skuldbindingin eru gríðarleg upphæð, 35-60 milljarðar  árlega.

Hvernig heldur Vilhjálmur að ríkið fari að því að borga þessa peninga í grjóthörðum gjaldeyri????

Ef hann segir ekki ég, þá á hann tafarlaust að skipta um skoðun á ICEsave þrælasölunni.

Siðblindan getur ekki verið á  það háu stigi að hann ætlist til þess að gamalmenni og öryrkjar borgi brúsann aleinir.

Svona afstaða Vilhjálms er kristaltært lýðskrum af verstu gerð.

Kveðja að austan.


mbl.is Munu ekki una skattahækkunum sem lengja kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður uppljóstrar þú fáránlega fáfræði þinni á þessu máli. Skattahækkanir koma akkurat ekkert getu kommanna til að borga niður ástarmiðanum sínum inn í esb, icesave. Þú skiptir ekki krónum í gjaldeyri þegar enginn vill kaupa krónurnar.

nonni (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Umrenningur

nonni. Margur heldur mig sig eins og var stundum sagt í den um ákveðna tegund fólks. Málið varðandi aukna skatta og þá sérstaklega neisluskatta er svo einfalt að jafnvel illa gefnir kratar skilja hagfræðina þar á bak við. Þú einfaldlega skattleggur það mikið að fólk neyðist til að spara við sig í ónauðsinlegum vörum aðallega innfluttu eins og bílum, tölvum elsneiti kornfleks, lyf og svo má lengi telja. En minni innflutningur þíðir einfaldlega meira af gjaldeyri til að borga þrælagjaldið.

Afsakaðu Ómar að ég skuli stela af þér svarinu en ég gat ekki setið á mér að reyna að útskýra þetta fyrir nonna "litla"

Kær kveðja.

Umrenningur, 12.11.2009 kl. 19:45

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Nonni.

Það er alltaf gaman að vera fáfróður, en því miður þá deili ég henni með fleirum.

Seðlabankinn sjálfur lagði til að ICEsave yrði greiddur með hækkun virðisaukaskatts, og ef það yrði byrjað strax að safna, þá myndi dæmið hugsanlega vera viðráðanlegt.

ICEsave er greitt í erlendum gjaldeyri, ekki krónum.  Fái ríkið ekki gjaldeyri á frjálsum markaði, hvernig í ósköpunum getur þér þá dottið það í hug að það hringi bara í bretana og segi sorrý Stína, getum ekki borgað, það vantar gjaldeyri.  Þú ættir að geta sagt þér það sjálfur að þá myndi ríkið grípa til skilaskyldu á gjaldeyri.   Afborganir á lánum ríkisins eru alltaf forgangsmál, og ríkið eitt aðila hefur rétt til að setja á neyðarlög, ef hagsmunum þess er ógnað.

Skattahækkanir eru sú leið sem samið var um í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Hann leyfir bara á ákveðinn halla í ár og síðan minni á næsta ári og síðan óverulegan eftir það.   Stærsti skýringin á þessum halla er hinn gífurlegi vaxtakostnaður ríkisins, sem er gjaldið á samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Og kommavinir þínir, þeir eru þeir einu sem eru saklausir af því samkomulagi.  Til dæmis beittu aðilar atvinnulífsins (atvinnurekendur og verkalýðsforystan) sér mjög fyrir komu IFM.  Og núna væla þessir aðilar þegar ríkisstjórnin er að uppfylla þann samning.

Vissulega eru kommarnir að framkvæma óráðin, en íhaldið samdi við illfyglin.  Og sambærilegar skattahækkanir, eða ekki meiri, hafa verið troðið upp á önnur fórnarlömb IFM í núverandi kreppu,  og allstaðar með sama skelfilega árangrinum.  Og Steingrímur Joð stjórnar ekki IFM, ætli það sé ekki fólk sem er nær þér í pólitískum skoðunum.

Og hvernig í lifandi ósköpum hélstu að ICEsave yrði greitt??????

Með Hekluvikri????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 19:49

4 identicon

Austurvöllur laugardaginn 21 Nóv, þá eru boðuð mótmæli vegna Iceslave og öðrum níðingshætti ríkisstjórnar.

Geir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Ég var að böggla saman svari handa Nonna vini mínum þegar þú komst með þitt innlegg.  En ég hefði samt látið mitt fljóta líka, því það tekur á öðrum þáttum sem koma málinu við.  En kjarni málsins er sá, eins og ég klambraði saman í fljótheitum í þessum pistli, að þeir láta hæst sem vildu ólmir fá ICEsave.  

Til dæmis aðilar atvinnulífsins.

Ekki það að ég er á móti þessum skattahækkunum, því í raun eru þetta tekjulækkandi aðgerðir fyrir ríkissjóð, en það er samt rétt að minna fólk á að það getur ekki samið um íþyngjandi skuldir á ríkissjóð, án þess að ríkið þurfi að leggja á skatta á móti.  Og þú getur ekki boðið Óbermum í heimsókn, án þess að taka afleiðingum þess í skít og öðrum sóðaskap.  Stóra skýringin á þessari gífurlegri vaxtabyrði ríkissjóðs eru hinir gífurlegu háu stýrisvextir sem hér eru.  Þess vegna þarf að skera miklu meira niður og hækka skatta upp úr öllu valdi.  Og íhaldið hefði gert nákvæmlega sama hlutinn.   Alla vega þá sömdu þeir við IFM.

En þetta þarf ekki að vera svona.  Menn hefðu betur lesið bloggið mitt um Guð blessi Ísland, til að átta sig á þeirri aðferðarfræði sem þarf að vera til hliðsjónar ef menn ætla að ná þessari þjóð upp úr kreppunni.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 19:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Vonandi er þjóðin að vakna til vitundar um þau örlög sem henni er búin af hálfu Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  

Allt vitiborið fólk sér hvert stefnir, enda eru það bara gamalmenni og hátekjufólk sem styðja óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

En það eru bara svo margir sem halda að mótmæli þýða ekki.  Það sé ekkert sem þeir geta gert.  Svona hugsunarháttur er til dæmis stóra skýringin á herskárri stefnu Ísraelsríkis, þeir skammast sín svo mjög fyrir þá leiðtoga sem auðvelduðu nasistunum að koma fólki sínu í gasklefana.

Og svoleiðis vinnur verkalýðshreyfingin, en við erum heppin að böðlar okkar nota ekki gasklefa, en samt myndi stór hluti vinstrimanna ganga þar inn brosandi með þeim orðum að þeir væru að moka flórinn fyrir íhaldið.

En einhvern tímann hljóta augu fólks að opnast, og fólk tekur beina afstöðu gegn böðlum okkar þjóðar.  Vonandi verður það áður en mannslífin byrja að hrannast upp.  Nú þegar er margt fólk á barmi örvæntingar vegna atvinnumissis og fjárhagserfiðleika.  

Vonandi lendir hinn þögli meirihluti ekki í þeirri stöðu að hafa þagað of lengi og þurfi því að hrópa morðingjar að ríkistjórninni.  Því stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins drepur fólk.

Það er tölfræðilega sannað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 20:34

7 identicon

"Og svoleiðis vinnur verkalýðshreyfingin, en við erum heppin að böðlar okkar nota ekki gasklefa, en samt myndi stór hluti vinstrimanna ganga þar inn brosandi með þeim orðum að þeir væru að moka flórinn fyrir íhaldið."

Þú getur komið fyrir þig orði um hlutina eins og þeir eru, Ómar!?!

ElleE (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 20:50

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle.

Kveðja,  Ómar.

Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 21:02

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já leiðin að hlutunum er misjafnlega löng, og ég verð að hrósa ykkur fyrir skemtilegan búning sem þið setjið þetta í, en því miður svo sannur með hvað við íslendingar erum yfirleitt þolinmóð á að gefa sjéns, en sjénsinn er að klárast sem ríkistjórnin hefur haft, og mikið var þó fyrr hefði verið, og mikið gott að heyra að mótmæli eru að byrja aftur..FULL ÞÖRF Á. Alþingi á að standa með fólkinu í landinu, og hafna ríkisábyrgð á Icesave. Það er ekki okkar að greiða.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.11.2009 kl. 21:06

10 identicon

Þá er bara um að gera að mæta. Núna er nógur tími fyrir fólk til að plana mætingu og þetta er á laugardegi svo mjög fáir hafa afsökun fyrir að mæta ekki    Ég og mín fjöskylda mætum og mér finnst að allir sem eru ósáttir við þetta ástand ættu að mæta og sýna samstöðu með þjóðinni.

Geir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 21:37

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Geir.

Og takk fyrir innlitið Ingibjörg.

Alþingi á að standa með þjóð sinni.  Og það mun gera það um leið og þjóðin sjálf uppgötvar að hún eigi að standa með sjálfri sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband