12.11.2009 | 13:21
Ömurlegur leiðari Fréttablaðsins.
Seðlabankinn áætlar kaupmáttarrýrun næsta árs 16%.
Hagsmunasamtök heimilanna, þverpólitísk samtök skipuð skynsömu fólki úr öllum flokkum, segja í ályktun sinni:
Hagsmunasamtök heimilanna ítreka að heimilin í landinu eru ekki botnlaus sjálftökusjóður stjórnvalda og illa rekinna fjármálastofnanna. Heimilin eru viðskiptavinir fjármálafyrirtækjanna, ekki mjólkurkýr, og samskipti við þau skuli byggð á virðingu, sanngirni, réttlæti og jafnræði,"
Þetta er kjarni málsins og um þetta á umræðan snúast. Fyrirhugaðar skattahækkanir geta verið síðasti naglinn í líkkistu heimilanna.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdarstjóri Sambands veitinga og gistihúsa, sagði í Morgunútvarpinu í morgun að gegnu fyrirhugaðar skattahækkanir eftir, þá mætti tala um skipulaga fækkun starfa í ferðaiðnaði.
Til skamms tíma var vaninn að hæðast að varnaðar orðum atvinnulífsins, en það hefði betur verið gert þegar talsmenn þess gagnrýndu hávaxtastefnu Seðlabankans. Það er 2007 eitthvað að hundsa rökstudda gagnrýni á heimskulegar aðgerðir.
En snillingum Fréttablaðsins tókst í leiðara sínum í dag að tengja þessa umræðu við Sjálfstæðisflokkinn. Andstaðan við skattahækkanir væru frá honum komin.
Fréttablaðið skynjar ekki ástandið í þjóðfélaginu. Það lætur eins og þetta sé hugmyndafræðileg deila ólíkra pólitískra sjónarmiða. En þetta snýst um sjálft líf þessara þjóðar. Ef almenningur og fyrirtæki eiga að rísa undir greiðslubyrði sinni ásamt þeim gífurlegu kostnaðarhækkunum sem komu til eftir hrun krónunnar, þá er ekki meiri peningur afgangs handa ríkinu.
Að reyna að taka meiri pening úr tómum vösum gæti komið á stað hringrás minnkandi veltu og gjaldþrota, sem að lokum gegni frá efnahagslífi þjóðarinnar.
Einna fyrstir til að finna fyrir því eru snillingarnir á Fréttablaðinu. Auðmaðurinn, sem keypti þá, á ekki lengur pening, blaðið verður að lifa á sínum tekjum, sem verða litlar þegar gjaldþrota spírallinn hefur skotið rótum í efnahagslífinu. Þá verða snillingarnir atvinnulausir eins og svo margir aðrir, sem trúðu í blindni á heimskuna.
Orðagjálfur breytir ekki staðreyndum.
Og öll umræða sem byggist á orðræðu gærdagsins, og gamaldags pólittík, er mesti skaði íslensku þjóðarinnar í dag.
Það verður að leita nýrra lausna, og fá þjóðarsamstöðu um hana. Þetta karp skilar aðeins þjóðargjaldþroti.
Það mættu snillingarnir hafa í huga þegar þeir skrifa næsta leiðara.
Kveðja að austan.
Mótmæla álögum á heimilin í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 105
- Frá upphafi: 1388601
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakkaðu bara fyrir það að gagnrýni sé þó byrjuð að heyrast. Gott fyrir alla að fjölbreytni í málflutningi hafi orðið á fjölmiðlamarkaðinum.
Þetta var orðinn leiðinlega mikið vinstri sinnaður ESB hallelúja kór.
Carl Jóhann Granz, 12.11.2009 kl. 15:56
Blessaður Carl.
Skil ekki alveg.
Umræddur leiðari var ekki gagnrýni, hann var væl í flokkspólitískum tilgangi.
En vandi íslensku þjóðarinnar er ekki flokkspólitískur. Vandinn er sá að kolrangri stefnu er framfylgt af stjórnvöldum, stefna sem gæti lagt þetta þjóðfélag í rúst, ef ytri skilyrði versna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 16:33
Og hefur það allt verið í flokkspólitískum tilgangi mjög lengi. Munurinn nú er sá að fleiri flokkar eða stefnur virðast komast að á fjölmiðlamarkaðnum.
Þannig að almenningur getur allavega heyrt bæði eða fleiri sjónarmið í dag.
Carl Jóhann Granz, 12.11.2009 kl. 16:49
En alveg er ég sammála þér, allt þetta karp þarf að fara til hliðar og menn að vinna saman.
Hanna Birna Borgarstjóri Reykjavíkur sá það hjá sér og tókst að fá minnihlutann í borginni til að vinna saman að þeim vandamálum sem steðjaði að öllum borgarbúum til heilla. Og skal minnihlutanum hrósað sérstaklega fyrir það þar sem auðvelda leiðin hefði verið að segja nei og bara gagnrýna sem hefði ugglaust orðið auðvelt mál.
Carl Jóhann Granz, 12.11.2009 kl. 16:51
Blessaður Carl.
Akkúrat, Hanna Birna sýndi mikla leiðtogahæfileika, og minnihlutinn var vandanum vaxinn að axla þá ábyrgð að starfa með meirihlutanum.
Þetta er allt ungt fólk, og sorglegt að eldra fólkið í landmálum skuli ekki hafa sýnt sama þroska.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.