12.11.2009 | 09:14
Auðvita hækkar verðbólgan.
Ríkisstjórnin ætlar sér að samþykkja ICEsave, þar fara 35-60 milljarðar á ári. Fer eftir hinu fallandi gengi.
Ríkisstjórnin ætlar að taka risalán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og tengdum aðilum til að borga út krónubréfin á yfirverði. Það eru líka 35-60 milljarðar á ári.
Og auðvita hrapar krónan við þessar vaxtagreiðslur og hrynur endanlega niður í hið óendanlega þegar kemur að því að greiða þessi lán.
Á mannamáli heitir þetta óðaverðbólga og hrun lífskjara.
Eina vörn fjárfesta er verðtryggð skuldabréf.
Þeir trúa ekki orði af fullyrðingum Síamstvíburanna, Villa og Gylfa forseta, þegar þeir koma í fjölmiðla og fullyrða að þessar lántökur séu nauðsynlegar til að styrkja gegnið.
Fjárfestar eru ekki auðtrúa fífl.
Þeir sem voru það fóru á hausinn í bankakreppunni.
Og svo má ekki gleyma skattahækkunum sem munu leita út í verðlagið.
Það er ekki að ástæðulausu sem Félagshyggjufólk syngur glaðhlakkalega gamla slagarann "We are on the road to Hell".
En hvað þjóðin hefur gert þessu fólki það er annað mál.
Kveðja að austan.
Vaxandi verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 1388603
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.