Bíddu við, er ekki hagvöxtur í pípunum????

Seðlabanki Íslands segir að hinn mikli hagvöxtur á næstu árum muni dekka ICEsave skuldbindingarnar og vel það.

En verslun og þjónusta, stærsti einstaki hluti hagkerfis Íslands, er svo aum að hún getur ekki staðið við lágmarks kauphækkanir, nema þá með því að segja upp fólki.  

Er Seðlabankinn búinn að uppgötva ný hagfræðilögmál, sem aðeins gilda á Íslandi?

 Fyrirtæki á vonarvol, og síðan miklar skattahækkanir á þau sömu fyrirtæki, það er hin íslenska leið til að auka hagvöxt.

Ríkisstjórnin ætti kannski að hækka hagvöxtinn upp í 35%, þá yrði hagvaxtaspá Seðlabankans ekki undir 10% hagvexti á ári.  

Og pistlahöfundar Félagshyggjunnar myndu dansa af gleði í Netheimum og segja, sögðum við ekki.  Það er ekkert mál að greiða ICEsave, bara biti af köku.

Og almenningur mun gleypa við þessu því hann hefur svo góða reynslu að spádómum Seðlabankans og bjartsýni stjórnvalda.  Hver man ekki eftir orðum þáverandi utanríkisráðherra á bankafundinum út í Kaupmannahöfn, þar  sem hún sagði glaðhlakkalega að íslenska bankakerfið væri traust, en ef lausafjárkreppan myndi versna, þá myndi íslenska ríkið hlaupa undir bagga.  Að vísu hlógu dönsku blaðamennirnir af henni, vissu eins og er að dvergríki gæti ekki ráðið við skuldbindingar bankanna, en almenningur heima á Íslandi trúði utanríkisráðherra sínum eins og nýju neti.

Og almenningur mun áfram trúa, sérstaklega ef fullyrðingarnar eru nógu fáránlegar, því enginn vill trúa upp á ráðamenn sína að þeir ljúgi vísvitandi að þjóð sinni.

Við ættum kannski að hækka virðisaukann í 50%, og fá 15% hagvöxt.

Ekki lýgur Seðlabankinn.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Semji sig frá launahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband