12.11.2009 | 08:26
Þetta er hinn bitri raunveruleiki.
Orkufyrirtæki okkar skulda of mikið.
Og með sama áframhaldi missum við eignarhald þeirra í hendur á erlendum lánardrottnum. Og það er engin lausn á fjárhagsvanda þessara fyrirtækja að stofna til frekari skulda, skuldaþol þeirra er komið að endamörkum.
Þess vegna er öll umræða um nýjar virkjanir hlálegar. Fyrir utan að viðhalda því ójafnvægi sem er til staðar í hagkerfinu, þá eigum við ekki fyrir þeim. Raforkusala til stóriðju hefur ekki gefið nóg af sér.
Þetta er bara staðreynd, það er ekki hægt að virkja meir nema til komi miklu hærra raforkuverð til stóriðju. Þeir sem sögðu að orkan væri á útsöluverði, þeir höfðu rétt fyrir sér. Og sú útsala er að koma í bakið á okkur núna.
En þetta mat Moody´s staðfestir líka að ríkistjórn Íslands og hagsmunaaðilar atvinnulífsins lugu að þjóðinni þegar sagt var að Orkuveitan fengi ekki lán því Íslendingar hefðu ekki gengið frá samningum við breta og Hollendinga um ICEsave. Orkuveitan er ekki lánshæf vegna sinna fyrri stóriðjuskulda, og hún fær ekki lán á eðlilegum forsendum nema til komi stóraukið eiginfjárframlag Reykjavíkurborgar.
Menn eiga að viðurkenna staðreyndir og hætta að ljúga að þjóðinni.
Kveðja að austan.
Lánshæfi OR í ruslflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar þetta er bull. Stóriðja á Íslandi er ekki sökudólgurinn í þessu máli. Þessi vandi er runninn undan rifjum R-listans.
Smjerjarmur, 12.11.2009 kl. 13:38
Blessaður Smjerjarmur.
Ég bulla aldrei.
Ég segi stundum ekki allan sannleikan, stundum sný ég hann út á hlið, og mér hættir til að ýkja. Enda er þetta blogg mitt hluti af vopnaðri baráttu almennings gegn illum ógnaröflum sem njóta stuðnings innlendra Leppa.
Þrasið um skuldir orkuveitunnar eru barnalegar.
Meginhluti þeirra er vegna Nesjavallarvirkjunar og Hellisheiðarvirkjunar. Rafmagnið fer í stóriðju.
Hvort R-listinn hefur tekið of mikinn eða of lítinn arð út úr Orkuveitunni, er deila sem ég hef engan áhuga á. Ég blogga ekki um fortíðina, nema ég vil læra af henni. Til dæmis að forðast sömu mistökin. Og vita hvað er það sem kom okkur í þessa heljarklípu sem við erum í.
Og það sorglegast við stóriðju draum Orkuveitunnar er sú staðreynd að í dag er allt undir. Ótrúlegt að mönnum skyldi ekki bera gæfa til að stofna sér félög um þessar virkjanir. Vissulega hefði það þýtt dýrara lánsfjármagn, en í heimi þar sem orka er takmörkuð, þá er það aumur kaupandi sem getur ekki greitt markaðsverð orkunnar.
Markaðsverð er það verð sem kostar að framleiða orkuna ásamt eðlilegri arðsemiskröfu. Og menn tengja saman lánin við tekjuflæðið.
Hefði þetta verið gert þá væri Orkuveitan í A flokki, ekki ruslflokki.
Kveðja að austan.
PS. Bið að heilsa jólasveinunum.
Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.