Má drepa mann, ef það er gert á gráa svæðinu???'

Langt er seilst í rökstuðningi bankamanna.  Sérstaklega er sú röksemd góð, að fyrst að lögbrotin fóru fram með þegjandi samþykki vildarvina bankafursta hjá fjármálaeftirlitinu, og víðar þar sem stjórnvöld útveguðu þessum skoðanabræðrum og vinum þeirra vinnu, að þá megi brjóta lög.

Sem sagt lögbrot eru heimil, bara ef þú átt þér vitorðsmenn í stjórnkerfinu.

En lögin er skýr.  Ef lántakandi fékk ekki gjaldmiðil í hendur, þá er ólöglegt að tengja lán hans við viðkomandi gjaldmiðil.

Það er ólöglegt!!!!!

Kannski þarf að skrifa allt með stóru svo hrunsmiðir skilji það.

En vissulega má snúa út úr öllum lögum, það er ekki hægt að orða allt í lagatexta, alltaf geta gírugir lögfræðingar fundið smugu.  Og þar sem dómsstólar styðja slík vinnubrögð, þar nær ekki réttlætið til braskara og gróðapunga, sem hafa alltaf næga fjármuni til að kaupa sér siðlausa lögfræðinga til að verja sín lögbrot.

En braskararnir og gróðapungarnir komu þessari þjóð á vonarvol.  Og almenningur sættir sig ekki við að lögbrjótar sleppi við dóm, því gjörðir þeirra voru á grá svæðinu.  Almenningur krefst þess að dæmt sé eftir anda laganna og markmiðum þeirra.  

Siðlausir lagagjörningar og siðlausir dóma, samkvæmt reglunni "löglegt en siðlaust" verða ekki lengur liðnir. 

Að dæma gengistrygginguna löglega, þvert gegn skýrum lagatexta, er svipað eins og sleppa næsta morðingja lausum, bara vegna þess að hann fær sér dýran stjörnulögfræðing sem fær hann sýknaðan með þeim rökum að viðkomandi myrti ekki fórnarlamb sitt; Nei, hann hjálpaði honum aðeins yfir móðuna miklu, og það er hvergi bannað í lögum

Reyndar er svona hundalógík ekki liðin í morðmálum, en hún er reglan þegar viðskiptalífið er annars vegar á Íslandi.

En gráa svæðið er 2007 eitthvað.  

Fólk er búið að fá nóg af því.  Og það fær enginn dómsstóll þrifist í beinni andstöðu við þjóð sína.  Og núna er ekki lengur hægt að múta stjórnmálamönnum því þeir þurfa að gefa upp styrktaraðila sína.

Þess vegna mun verðtryggingin dæmast ólögleg. 

Núna á að fara eftir lögum og reglum.

Líka í ICEsave deilunni.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Gengistrygging ólögleg verðtrygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband