11.11.2009 | 20:53
Voru þá ICEsave svikin til einskis???
Fyrst átti að duga að reka Davíð Oddsson. Ekki dugði það.
Þá þurfti að nauðga þingræðinu með því að kúga þingmenn til að sækja um aðild að ESB. Ekki dugði það.
Þá átti að selja börn þessa landa í skuldaánauð breta og Hollendinga. Til þess var öllum brögðum beitt, þingmönnum var hótað og ógnað, svo þeir kysu gegn sannfæringu sinni.
En ekki dugði það.
Er ekki tími til kominn að menn horfist í augu á lygum sínum.
Gengi krónunnar ræðst að framboði og eftirspurn. Það er enginn að spá í hana sökum gjaldeyrisshaftanna, líka vegna þess að enginn banki, því spábankarnir voru allir íslenskir, hefur burði til að fjármagna slíka spákaupmennsku. Því hefur gervihugtakið traust, sem er vinnutæki spákaupmanna, eins og pensill er vinnutæki málara, ekkert með gengi krónunnar að gera.
En alltof háir stýrisvextir hafa mikið að segja. Ekki til að styrkja krónuna, heldur til að veikja hana. Það gera hinar gríðarlegu eignir spámenn i íslenskum krónum, krónubréfin svokölluðu.
Fyrst að vextirnir mega fara úr landi, þá getur það ekki gert neitt annað en að veikja krónuna. Eins hafa heimskulegar framkvæmdir eins og bygging tónlistarhússins, mikið að segja, því þær kalla á mikinn innflutning á aðföngum, og eru unnar að hluta af erlendu vinnuafli.
Og ef ICEsave þrælasalan gengur í gegn, þá er búið að festa lágt gegni krónunnar næstu 2 áratugina hið minnsta. Sama má segja ef stjórnvöld eru svo heimsk að fá öll þessu erlendu gjaldeyrislán til að styrkja gengi krónunnar. Vaxtagreiðslurnar gera ekkert annað en að veikja krónuna.
Þess vegna er það svo fáránlegt þegar verkalýðshreyfingin skýtur í kaf þá þingmenn sem eru á móti þrælagjörningnum, og móti styrktarlánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins handa féspámönnum. Rök þeirra að fjárstuðningur handa bröskurum auki traust á krónunni eru svo fáránleg að ekki nokkru tali tekur hjá mönnum sem maður skildi ætlað að hefði ekki verið mútað til vinna gegn hagsmunum skjólstæðinga sinna. Heimskan hlýtur að vera þeirra eina afsökun, það er ef menn hafna mútukenningunni.
Krónan styrkist aðeins ef við eigum sjálf fyrir öllum okkar innflutningi og þeim vöxtum og afborgunum sem við þurfum að greiða í erlendum gjaldeyri. Engin erlend lánastofnun mun fjármagna lúxuseyðslu íslenska þjóðarbúsins um langa framtíð. Það eru staðreyndir sem fólk á að horfast í augun á.
Þess vegna styrkjum við krónuna með því að standa á rétti okkar í ICEsave deilunni, og með því að hafna ráðum og lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Og styrkja innlenda framleyðslu, til dæmis með því að láta stórnotendur fá stóriðjutaxta. Með því kæmist líka hugsanleg sátt við stóriðjudrauma verktaka og orkufyrirtækja. Svo þurfa allir Íslendingar að íhuga sína eigin eyðslu.
Þetta er eina færa leiðin til að styrkja krónuna. En hún mun haldast lág á meðan erlendar afborganir sliga þjóðarbúið. En við ráðum við þetta í dag, kannski þarf að endursemja við suma lánardrottna, en við ráðum við þetta.
En þjóðin ræður ekki við 2.000 milljarða í viðbótar lántökur eins og ríkisstjórnin stefnir að.
Það er tilræði við sjálfstæði þjóðarinnar og mun varanlega skemma lífskjör almennings.
Hjá alvöru þjóðum væri slíkur gjörningur kallað landráð. Og þetta er landráð.
Hættum því þessu bulli að fórna þjóðinni fyrir eitthvað ímyndað traust.
Það er tími til kominn að fara að hjálpa Íslendingum, ekki féspámönnum og bröskurum.
Kveðja að austan.
Lítil von á umtalsverðri styrkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svikin voru til einskis, Ómar. Hvað er undirliggjandi í heila Icesave sinna??? Evrópubandalags-sýki (Jóhanna, Össur), valdafíkn (Steingrímur), yfirhylming (hverjir???). Það er engin leið að skilja þessa Icesave-sýkingu.
ElleE (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 00:20
Blessuð Elle.
Ég tel að Samfylkingin sé Svarti Pétur í þessu máli. Það var hún sem rauf samstöðu þjóðarinnar strax á upphafsdögum Hrunsins. Hún setti á stað áróðursherferð sem hafði það að meginmarkmiði að koma skítnum af sér yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Aðförin að Davíð Oddssyni var skipulögð af spunakokkum á skrifstofu Samfylkingarinnar. Ekki það að Davíð bæri ekki sína ábyrgð, en það var skrípaleikur í sinni tærustu mynd hvernig fólk fékk Davíð á heilann. Og samhliða þessu þá lokaði Samfylkingin strax á hugmyndina um þjóðstjórn, og Geir Harde lét hana kúga sig.
Og til hvers var leikurinn gerður. Litla ljóta klíkan í Samfylkingunni sá þarna tækifæri í hörmungunum til að ná afgerandi valdastöðu í íslenskri pólitík, og lykillinn var að kúga Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja aðild að Evrópusambandinu. Og þessi flétta hefði tekist ef ekki hefði komið til öflug andspyrna manna eins og Styrmis ritstjóra sem náðu að þjappa saman andstöðu hins venjulega Sjálfstæðismanns gegn ESB atvinnurekendum og ESB armi ungliðanna. Í hroka sínum gerði Samfylkingin þau grundvallarmistök að vanmeta þessa menn og áhrif þeirra.
Og þá var bara róið á ný mið. Og VinstriGrænir sáu langþráð tækifæri til að komast til valda. Sjálfsagt hafa þeir gert það í góðri trú, að þeir væru að gera eitthvað gott, en Steingrímur er að jarða sig endanlega í pólitíkinni, og tekur sitt unga og efnilega fólk með í fallinu. Það skiptir ekki máli þó einhverjir kunna í dag að meta staðfestu hans við að framfylgja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stefnan er glötuð og mun leiða hörmungar yfir þjóðina.
Og þá fjúka hausarnir hjá vinstri mönnum.
En ég reikna með því að Samfylkingarmenn trúi því að þó allt sé í rúst vegna stefnu þeirra, þá muni við fá einhverja þróunaraðstoð frá ESB. Þeir eru þegar farnir að flagga þeim mútum.
En það skiptir ekki máli. Þetta er klassískt dæmi um þar sem tilgangurinn helgar meðalið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2009 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.