11.11.2009 | 16:47
Mútur duga ekki Össur minn.
Tvö aðildarríki ESB, með stuðningi annarra ESB ríkja, gerðu hryðjuverkaárás á íslensku þjóðina síðastliðið haust. Ráðherra Samfylkingar, í þáverandi ríkisstjórn, orðaði atburðina nýverið á Alþingi, að hún sagði að bretarnir hefðu alveg eins getað hent sprengju á Reykjavík.
Þessum orðum ráðherrans var ekki mótmælt á Alþingi. Með öðrum orðum var þingheimur sammála þessari lýsingu. Breska sendiráðið hefur heldur ekki gert athugasemdir við þessi orð. Þar vita menn greinilega upp á sig skömmina.
Þegar ráðist er á þjóðir, þá verjast þær.
Össur vill þiggja af þeim mútur og ölmusur.
Hann hefur ekki manndóm í sér að krefjast réttlætis.
En íslenska þjóðin krefst réttlætis. Og hún mun aldrei samþykkja aðild að kúgunarbandalaginu, fyrr en það biðst formlegrar afsökunar á gjörðum sínum. Og bætir síðan þjóðinni þann skaða sem hryðjuverkaárásin olli.
Og virðir síðan lög og reglur sambandsins í ICEsave deilunni.
Þú þiggur ekki mútur af hryðjuverkafólki.
Kveðja að austan.
Ísland fái aðild að umsóknarsjóði ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 15
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1239
- Frá upphafi: 1412793
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1089
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.