11.11.2009 | 15:26
Til hvers er verið að hækka skatta???
Til að geta skammað stjórnarandstöðuna og öskrað lýðskrum???
Til að afla sér stundarvindsælda hjá lýðnum með því að sína fram á staðfestu í baráttunni gegn hátekjufólki?? Margir virðast líta á slíkt fólk sem óvini, nema þegar það þarf á þjónustu þess að halda.
Til að auka jöfnuð???? Sterkasta leiðin til þess er að hækka skattleysismörk. Og ef menn vilja bæta lífskjör, þá lækka menn kostnað, til dæmis vexti og matvælaverð.
Til að afla tekna svo ríkissjóður geti greitt vexti og afborganir af lánum sínum???? Þá er réttara að hætta að taka erlend lán og lækka vexti.
Til að afla tekna??????
Nei, það er ekki markmið þessara skattahækkana. Það er eina sem er öruggt. Það þarf virkilega illa gefið fólk til að trúa því að skattahækkanir við þessar aðstæður auki nettó tekjur ríkisins. Og hvað sem verður sagt um þetta ágæta fólk á þingi, þá er það ekki illa gefið. Eða allavega ekki svo illa gefið.
Núverandi skattahækkanir draga úr tekjum ríkissjóðs. Það er óhjákvæmilegt.
Vilji menn fá auknar skatttekjur, þá verða menn að skoða þá hópa sem eiga pening afgangs. Það er ekki fólkið sem er að vinna fyrir heimilum sínum og reyna að standa í skilum með sínar skuldbindingar.
Það eru til peningar hjá fólkinu sem græddi á góðærinu. Ragnar Ögmundsson skrifaði grein í Morgunblaðið, síðasta vetur þar sem hann vakti athygli á þessari staðreynd. Hann útfærði lauslega hugmyndir um svokallaðan "Bóluskatt", og þær hugmyndir ættu menn að skoða.
Því ríkið þarfnast aukinna tekna, en það er ekki sama hvernig farið er að því.
Núverandi hugmyndir eru lýðskrum, settar fram til að slá sig til riddara í leikhúsi fáránleikans.
En þær munu engu skila, því miður.
Kveðja að austan.
Lýðskrum af verstu sort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.