11.11.2009 | 15:07
Láttu ekki svona Sigmundur.
Steingrímur getur kannski nýtt sér gömul tengsl og fengið brot úr múrnum fyrir litið.
Eins kann félagi Castro mörg ráð til að halda mönnum inni.
Það er þó kostur við vinstri hreyfinguna að hún hefur tengsl víða sem gætu komið að gagni. Það er að segja ef hún heldur fast við vitfirringanna ráð.
En þarf nokkuð annars múr????
Er þetta ekki sú framtíð sem fólk vill börnum sínum.?
Varla hefðu menn annars kosið heimskra manna ráð?
Kveðja að austan.
Eitruð blanda skulda og skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 528
- Sl. sólarhring: 714
- Sl. viku: 6112
- Frá upphafi: 1400051
Annað
- Innlit í dag: 480
- Innlit sl. viku: 5244
- Gestir í dag: 459
- IP-tölur í dag: 453
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta það sem fólk átti von á þegar það kaus þessa ómynd ??
Það held ég ekki, fólk var að leita eftir réttlæti og var LOFAÐ réttlæti....en það er nú með loforðin eins og það er....ekki takandi mark á einum frekar en öðrum
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:23
Bjóst fólk virkilega við að vinstri flokkarnir myndu gera eitthvað annað en að leggja á nýja skatta og hækka þá sem fyrir eru?
Gulli (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:31
Er það nokkuð skrítið þó almenningur hafi lifað í einhverskonar óskhyggju ástandi eftir áföllin síðasta ár, ef við höfum ekki von....hvurn djöfulinn höfum við þá ????
Það er ekki við kjósendur að sakast þó kostnir trúðar hafi reynst gersamlega hælistækir
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:41
Þetta er alveg kelfileg staða sem VG er að koma þjóðinni í. Í stað þess að grípa til aðgerða sem örfa hagkerfið til að skapa nýja og styrka skattstofna þá dettur Indriða sem stýrir Steingrími J ekkert annað í hug en að auka skattheimtu. Ef þetta gerist sem SJS leggur til með stóraukna skattheimtu þá lengist kreppan í tíu ár þ.e. þá gef ég mér að verði skipt um stjórn innan tveggja ára ella náum við okkur aldrei upp úr þessu verðum læst inni sem eitt fátækasta land Evrópu. Er það e.t.v. það sem VG vill að allir séu í eymd og volæði ? Já ég óttast að VG fólk stefni að því leynt og ljóst.
Skilaboð til Össurar Skarphéðinssonar, vinsamlegast taktu í taumana, settu Jóhönnu frá hún er fjarstýrð af SJS og taktu sjálfur við flokknum ella verður flokkurinn að engu í höndunum á Steingrími J.
HH (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:46
Blessuð Anna.
Vissulega vildi fólk breytingar og réttlæti.
En það lá fyrir allan tímann að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar í Samfylkingunni vildu binda trús sitt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Og stefna sjóðsins hefur aldrei verið kennd við réttlæti, þannig að það lá alltaf ljóst fyrir hvernig fara myndi.
Og hörmungarnar eru rétt að byrja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2009 kl. 16:10
HH og Valgerður. Jóhanna Sig. veður yfir fólk, hótar og kúgar og er ekkert fjarstýrð af Steingrími Joð. Jóhönnu er stýrt af AGS, Bretum og Hollendingum og Steingrími er stýrt af AGS og hefur líka sjálfur alltaf viljað hækka skatta svo það er víst ekki vandamál fyrir hann. Jóhanna og Össur gera allt sem AGS, Bretar og Hollendingar vilja, vegna Evrópubandalagsins, og við þurfum að losna við allan flokkinn. Helstefna AGS er gríðarlegir skattar og skuldir og endanlega gjaldþrot mikils þorra landsmanna.
Ómar, það vita þetta líklega allir um skattana nema sjtórnarflokkarnir. Hvar búa þau??? Og hvað ætla þau lengi að leyfa AGS að draga úr okkur lífið:
Fyrsta þjóðin sem skattleggur sig út úr kreppunni: http://www.amx.is/fuglahvisl/11310/ElleE (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 16:20
Og blessuð öll hin.
Fyrirmæli um niðurskurð og aukna skattheimtu lágu strax fyrir í haust. Og ef ég man rétt þá samþykkti þáverandi ríkisstjórn samstarfssamning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Auk þessa var lofað að hrófla ekki við verðtryggingunni, halda stýrisvöxtum háum og ekki hvað síst, að gera ekkert fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Það eina jákvæða sem var í samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var heimildin til að reka fjárlögin með halla í 2 ár.
Svik VinstriGrænna fólust í því að gangast inn á þessa stefnu.
Og það er þessi stefna sem er að koma í fangið á okkur núna, og þetta er aðeins byrjunin. En þetta lá allt fyrir í vor. Fólk bara trúði ekki að skrímslum hefði verið hleypt inn í landið.
Það verða ekki breytingar fyrr en skrímslinu er hent úr landi. Sama hvaða flokkar eru við stjórnvölin. Og það er broslegt að trúa því að Össur Skarphéðinsson muni breyta einhverju, eða þá ný stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Það er vonlaust að slökkva elda, nema brennuvargarnir séu fjarlægðir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2009 kl. 16:21
Gleymdi að segja að Steingrími er stýrt af AGS og Jóhönnu. Hann ætlar að halda völdum og getur það ekki ef hann ekki hlýðir Jóhönnu í EU og Icesave.
ElleE (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 16:24
Blessuð Elle.
Var að koma inn.
Þetta fólk býr í fílabeinsturni. Og mun halda áfram að búa þar á meðan fólk áttar sig ekki á hinum raunverulega óvini.
Og síðan þurfa menn að hætta þessu flokkakarpi, og fara að gera það sem þarf að gera. Koma þjóðinni heilli út úr þessari kreppu.
Mannfórnir eiga ekki að líðast á 21. öldinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2009 kl. 16:24
Það er alveg ljóst að þessi stefna vinstir flokkana mun leiða til þess að fólkið sem þjóðin má alls ekki missa úr landi fer úr landi. Eyðileggingarmáttur VG er algjör!!
Hilmar (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 16:30
Eyðileggingarmáttur AGS (ALþjóðagjaldeyrissjóðsins) og stjórnarflokkanna samanlagt er algjör. Og eyðileggingarmáttur AGS eins er algjör. Það er mín heitasta ósk að fólk líti alvarlegum augum á hættu glæpasamtakanna AGS.
ElleE (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.