11.11.2009 | 09:42
Gylfi forseti.
Er maðurinn sem berst fyrir ICEsave því honum langar svo mikið í Evrópusambandið.
Hann er maðurinn sem vill taka lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo fjárbraskarar verði ekki fyrir skakkaföllum.
Fjármálaráðuneytið áætlar um 70 milljarða árlega í vaxtagreiðslur af þessum baráttumálum Gylfa forseta.
Síðan kemur þessi maður og hneykslast á skattahækkunum launafólks. Og hann er líka hneykslaður á að ríkisstjórnin neyðist til að skerða bætur með því að afnema lögbundnar vísitöluhækkanir.
Hvernig heldur þessi ágæti forseti að ríkissjóður greiði þessa 70 milljarða árlega í beinhörðum gjaldeyri??? Með því að prenta evrur??? Senda pókerspilara til Las Vegas?? Eða spila í lottói???
Hver er brúin í þessum málflutningi forsetans?????
Trúverðugleikinn er allavega enginn.
Kveðja að austan.
Enn verið að máta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 284
- Sl. sólarhring: 700
- Sl. viku: 5868
- Frá upphafi: 1399807
Annað
- Innlit í dag: 253
- Innlit sl. viku: 5017
- Gestir í dag: 247
- IP-tölur í dag: 246
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir einhverjum mörgum mánuðum að þá (ef ég man rétt) kom fram að hann var á með einhver aukalaun vegna þess að hann tók að sér einhverja auka stöðu hjá þessu sambandi. Mér er alltaf meinilla við allt svoleiðis því að í mínum huga að þá vinnur maður ekki tvær vinnur á sama tíma (held að hann hafi örugglega ekki verið að vinna hina vinnuna á kvöldin og um helgar). Ég tengi það alltaf við einhverja spillingu eða bull þegar menn eru að fá borgað fyrir tvær vinnur sem þeir vinna á sama tímanum. Ef menn fara þá leiðina að fara í hlutastörf (60% þarna og 40% í hinu) að þá finnst mér þetta allt annað. En það er auðvitað aldrei svoleiðis. Hef aldrei litið á hann sem "baráttumann fyrir verkalíðin" eftir það. Finnst kannski frekar að hann sé baráttumaður fyrir eigin buddu.
Kjarri thaiiceland, 11.11.2009 kl. 13:22
Ómar á meðan ég man þetta ekki alveg svo vel að þá er ég með smá bakþanka út af þessari athugasemd minni. Ef þú vilt að þá máttu stroka hana út. Ég ættlaði barasta að senda þér tölvupóst til að biðja þig um það en sé hvergi tölvupóstfangið þitt hér á blogginu þínu.
Kveðja Kjarri thaiiceland www.thaiiceland.com
Kjarri thaiiceland, 11.11.2009 kl. 13:44
Blessaður Kjarri,
Sé ekkert að því að þessi athugasemd þín standi. Ég held að þetta sé á vissan hátt kjarni málsins, þeir sem vilja leggja þessa þrælahlekki á meðbræður sína, er fólk sem á nóg, hefur það góðar tekjur, að það heldur sínu.
Og getur alltaf keypt sér þjónustu sem ríkið verður ekki lengur fært um að veita.
Fólk sem hugsar um sína eigin buddu, og starfið er hluti af framaplotti þess.
En ég skal fjarlæga hana, ef ég þá kann það því ég hef aldrei gert svoleiðis áður, en mér finnst alltí lagi að vekja athygli á þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2009 kl. 14:58
ef þér finnst ekkert að þessu þá er allt í lagi.
Það sem ég hafði áhyggjur af er kvort mynnið sé rétt hjá mér og hann hafi örugglega þegið tvöföld laun (var held ég sennilega fyrrihluta þessa árs). Vil ekki vera með einhverjar fullyrðingar sem ég er ekki alveg öruggur um að sé rétt. Ef þetta er rétt munað hjá mér að þá má þetta standa (því þá er ég ekki að fara með rangt mál). Það er bara það.
Kveðja kjarri.
Kjarri thaiiceland, 11.11.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.