Heimskan er algjör.

Það er sama hvað ríkisstjórnin hækkar skattana mikið, hún fær ekki meiri tekjur í kassann.

Eftir skuldakreppuna og gengishrap krónunnar er ekki meira til ráðstöfunar hjá almenningi og fyrirtækjum.  Og það sem meira er, skattahækkanirnar minnka það sem almenningur hefur afgangs handa ríkinu.  

Með öðrum orðum, þá draga þær úr skatttekjum ríkissjóðs.  

Fyrirhuguð skattahækkun fer beint út í verðlagið.  Ekki bara virðisaukaskattur.  Atvinnulífið reynir að koma þeim út í verðlagið.  Hvernig mætir til dæmis píparinn hækkun tryggingagjalds????  Lækkar sín eigin laun, þegar hann ræður ekki við lánin sín?  Eða hækkar reikninginn???

Hvað gerir atvinnurekandi sem er í þeirri aðstöðu að geta komið kostnaðarhækkun út í verðlagið???

Hvernig bregst atvinnurekandi við, sem er ekki á hvínandi kúpunni, þegar góður starfsmaður kemur til hans, og segir að geti ekki framfleytt sér lengur, lánin og skattar séu að sliga hann???? Hækkar launin og kemur þeim síðan út í verðlagið???

Og allar verðlagshækkanir lenda beint á lánin.  Sem aftur þýðir að það er minna afgangs í samneysluna.  

Ríkisstjórnin getur hækkað beinu skattana, en þá fær ríkissjóður bara minni tekjur af óbeinum sköttum, og hinn mikli samdráttur í neyslu gerir endalega út af við margar þjónustugreinar, sem aftur dregur úr tekjum ríkisins.

Skattahækkanir í dag eins og ástandið er, er hagfræði hálfvitans.

Stjórnmálamönnum bar ekki gæfu til að mynda þjóðstjórn síðastliðið haust og gera það sem þurfti að gera.  Og það sem þurfti að gera var að koma á stöðugleika.  Eitt lykilatriði í því var að frysta verðtrygginguna með tilvísun í hið fordæmalausa neyðarástand, annað var að hækka ekki skatta, það þriðja var að leiðrétta skuldaránið, og það fjórða var að ná niður kostnaði í ríkisrekstri.  Lykilatriðið í því var tafarlaus vaxtalækkun.  Og hið fimmta var að stöðva allar erlendar lántökur og byrja að semja við erlenda lánardrottna um endurfjármögnun lána, aðlaga hana að greiðslugetu þjóðfélagsins.  Og fleira má telja.

En ekkert að þessu var gert.  Allir flokkar sáu tækifæri til að skara eld að sinni köku.  "Við getum, þeir ekki",  var sagt eins og um venjulega kreppu væri að ræða.  Ekki þær efnahagshamfarir sem urðu. 

Nei, stjórnmálamennirnir brugðust og þjóðin brást, því hún gerði ekki kröfu um samstöðu og réttlæti.  Og því er staðan eins og hún er í dag.  

Það sem gert er, gerir vont verra.  Það er markvisst unnið að því að gera þessa þjóð að öreigum og afhenda eigur hennar erlendum vogunarsjóðum og öðrum skammtímafjárfestum sem hugsa það eitt að blóðmjólka sínar eigur.  

Og heimskan er algjör.

Ríkisstjórnin hækkar skatta til að minnka tekjur ríkisins.

Hagfræðingar Seðlabankans (þessir sem stóðu fyrir hávaxtastefnunni) fullyrða blygðunarlaust að hér verði blússandi hagvöxtur næstu árin við það eitt að taka 150 milljarða árlega í beinhörðum gjaldeyri út úr hagkerfinu.  Það sé svo hagvaxtarhvetjandi að hækka skattana til að hægt sé að greiða þessa upphæð.

Talsmenn atvinnulífsins krefjast að þjóðin borgi þessa 150 milljarða, en þeir vilja ekki borga hærri skatta.  Sjálfsagt á að skera niður í ríkiskerfinu fyrir þessum 150 milljörðum, en hvað halda þeir að þeir haldi starfsfólki lengi, sem býr í landi þar sem velferðarkerfið er hrunið.  Eða ætla þeir að reka fyrirtæki sín á erlendu láglaunavinnuafli, sem telur brakið betra en auðnin sem þeir bjuggu við á sínum heimaslóðum.  Og atvinnurekendur vilja hærra gengi, til þess á að greiða þessa 150 milljarða árlega úr landi.  Þeir telja sem sagt að vatn renni upp á móti.

Og róttæku verklýðsleiðtogarnir, sem vilja ekki heldur hærri skatta á sína félagsmenn, og vilja kjarabætur til að mæta lífskjaraskerðingunni, þeir vilja líka að borga 150 milljarða úr landi í beinhörðum gjaldeyri.  Og þeir hía á þá þingmenn vinstrimanna sem ennþá skilja að ef það er gert, þá verða engin lífskjör til að verja.  En þessir verkalýðsforkólfar eru svo miklir flokkshestar að þeir trúa því að vatn renni upp á móti.  

Og hámark hinnar algjöru heimsku er 44% þjóðarinnar sem trúir því að ríkisstjórn sem hlýðir fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í einu og öllu, sé ríkisstjórn jafnaðar og félagshyggju.  Það er öfugmæli öfugmælanna.

Þjóðin er í afneitun, afneitun á staðreyndum og afneitun á því sem þarf að gera.  Á meðan aukast hörmungar hins venjulega manns.  Á meðan eru eigur okkar afhentar erlendum vogunarsjóðum.  Á meðan er skattpeningum okkar ráðstafað í vexti og afborganir á erlendum lánum sem við munum aldrei getað borgað til baka. 

Og það sorglega er að þetta er aðeins spurning um manndóm, manndóm til gera það sem þarf að gera til að vernda börnin okkar, vernda framtíðina.   Við þurfum að sýna þá lágmarksskynsemi að hætta að trúa þeim sem hafa alltaf, alltaf haft rangt fyrir sér, og hætta að binda okkar trús við illmenni sem hafa alltaf, alltaf valdið hörmungum þar sem þeir hafa stungið niður fæti.  

Og við þurfum að hætta þeirri lítilmennsku sem birtist í þrasinu um hvort sum börn eigi rétt á hjálp, en ekki önnur.  Við eigum að hjálpa öllum börnum þessa lands, líka þeim sem búa á heimilum þar sem bágur fjárhagur stafar af óráðssíu, eða óhóflegri bjartsýnni foreldranna. 

Við eigum að hjálpa öllum að halda heimilum sínum og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu.  Það á bara ekki að hjálpa sumum.  Þeir sem hafa ekki siðferði og samkennd til að skilja þessa grundvallarstaðreynd endurreisnarinnar, þeir mættu muna að þeir sem hafa vald í dag til að draga aðra í dilka útskúfunar, þeir geta sjálfir lent í þeim dilk á morgun.  Samkennd er skynsemi því hún er hið eina afl sem dugar til að endurreisa þjóðina eftir niðurrif græðginnar og siðleysisins.  

Ef við viljum sjálf bjargast, þá verðum við að skilja að þá verðum við að bjarga öllum, allri þjóðinni.  Að draga i dilka kallar á flokkadrætti og sundurlyndi sem er aðeins ávísun á eitt.  

Glötun undir handjarði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og erlendra vogunarsjóða.  

Og það er ekki sú framtíð sem við viljum börnum okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Verðlagið upp um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Það er sama hvað ríkisstjórnin hækkar skattana mikið, hún fær ekki meiri tekjur í kassann."

Steingrímur er varla svo vitlaus að hann viti þetta ekki. Það læðist að manni sá grunur að áform um hærri skatta séu gerð í því skini að herða hreðjatakið á þjóðinni og að gera fólkið háð "aðstoð" frá ríkinu. Skilaboðin eru, ekki reyna að standa á eigin fótum, ef þú gerir það skulum við höggva þá af. Formúla sú sem reynist vinstrimönnum sem vilja halda í völdin best er þessi:

1. Skattleggja allt og drepa niður allt framtak.

2. Koma upp bótakerfi sem heldur lífinu í fólki.

3. Benda kjósendum á að halda vinstrimönnum við völd því ef þeir geri það ekki verði bótunum stefnt í voða.

Hörður Þórðarson, 11.11.2009 kl. 19:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Hörður.

Fróðleg kenning.  Eitthvað er það, ekki er Steingrímur vitleysingur, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 1388597

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband