Veit Katrín Jakobsdóttir ekkert hvað er að gerast í kringum sig?????

Bankarnir, með góðfúslegu leyfi stjórnvalda, gerðu atlögu að íslenskri þjóð.  Hin ólöglegu gengistryggðu lán, ásamt verðtryggingu á krepputímum, hafa rústað fjárhag almennings.  Fólk rís ekki undir lánum sínum, auk þess að glíma við 30 % hækkun á framfærslukostnaði.

Eina hugsanlega leiðin, sem fólk hefur, ef það á ekki að gefast upp og flýja land, er að auka við sig vinnu.  Berjast.  

En hver vill berjast þegar allt sem hann vinur sig inn fer í skattahækkanir.  Skattahækkanir sem siðan leyta út í lánin.

Sér ráðherra ekki þann vítahring sem þarf að rjúfa????

Allavega er tal hennar um upptöku á skattkerfi Norðurlanda, svo fullkomlega út úr kú, að hún virðist ekki vera í neinum tengslum við lífskjör samlanda sinna.

Íslenska þjóðin er ekki láglaunafólk.  Við erum ung, velmenntuð þjóð þar sem fólk hefur kosið að búa og nýta menntun sín, sér og þjóðfélaginu sínu til hagsbóta.  Og það er of seint að breyta því. 

Draumur félagshyggjunnar um jöfnuð í fátækt, gengur ekki upp því þetta unga fólk þarf að borga skuldir sínar, halda húsunum sínum, fæða börn sín og mennta þau.

Vissulega þarf að takast á við vandann í ríkisfjármálum, en það verður ekki gert með því að gera þriðjung þjóðarinnar gjaldþrota.

Slíkt er vitfirringanna ráð.

Kveðja að austan.


mbl.is Brjáluð leið - ekki blönduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Getur þú nefnt mér þjóð sem hefur lent í slíku hruni sem ekki hefur farið þá leið a auka skatta og draga úr útgjöldum? Það þýðir ekkert að nefna Bretland og fleiri lönd sem eiga og geta prentað peninga eins og þeir vilja. Svíar gerðu þetta, Finnar gerðu þetta. Önnur lönd hafa farið í að skera niður alla opinbera þjónustu. Lokað sjúkrahúsum, skólum, félagsþjónustu  og fleira. Og fólk þar dregið fram lífið á súpum frá hjálparsamtökum. Og þaðan er fólk að flýja nú því það hefur ekki lágmarksþjónustu.

Þú veist væntanlega að það er halli hér á fjárlögum sem þarf að loka á nokkrum árum. Og halli þýðir að við verðum að fá lánað fyrir honum. Og hvað eigum við að fá þau lán?

Bendi þér á að skv. þessum hugmyndum sem láku í fréttir í gær myndu skattar á laun undir 300 þúsund lækka. Og t.d. skattar á 400 þúsund kr. laun hækka um nokkur þúsund. Skattar á 800 þúsund mundu hækka um c.a. 30 þúsund. Við erum ekki að tala um gríðarlegar hækkanir. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Jón Lárusson

Nokkuð gott hjá Magnúsi að óska eftir svari við spurningu og banna svo um leið svör sem gefa aðra niðurstöðu en hann vill. Hvað gerir Bretland og "fleiri lönd" svo spes að þau ein geti prentað pening? Ég bendi á www.umbot.org og legg til að menn fari að hugsa í lausnum en ekki endurvinnslu á gömlum hugmyndum. Kerfið er ekki að virka og það þarf því að taka upp nýtt kerfi.

Jón Lárusson, 10.11.2009 kl. 14:46

3 identicon

Þessi Excel stærðfræði gengur ekki upp.  Hátekjufólk mun gefa upp lægri laun og lágtekjufólk mun taka eins mikið framhjá skattinum og það getur.  Hluti hagkerfisins flyst neðanjarðar og á endanum fær Ríkið minni skatttekjur.  Og það að ráða 2-3 manneskjur hjá skattinum til þess að sporna við skattsvikum mun engu skila.

Það er magnað að fólk sé ennþá að horfa í Excel skjöl og hækka einhverja prósentutölu m.v. við tekjur fyrri ára og gefa sér að það skili einhverjum milljörðum í kassann þegar reyndin er og verður allt önnur. 

Í ofanálag munu hærri skattar leiða til þess að fleiri fyrirtæki munu segja upp fólki... sem á móti koma munu ekki greiða neinar skatttekjur til Ríkissjóðs.

Það að hækka skattaálögur þýðir ekki endilega að skatttekjur Ríkisins aukist!

Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sverrir. 

Það ein sem er öruggt, frá því sem er núna, er að rauntekjur ríkisins munu lækka.  

Og takk fyrir innlitið Jón, ég legg til að þú takir Magnús í tíma, drengurinn vill vel, en er fastur í hjólförum fortíðarinnar.

Og Magnús minn, það sem er heimskulegt, er heimskulegt þó aðrir geri það.  Jón Daníelsson, hagfræðingur (ekki hagfræðidvergur) sagði einhvern tímann fyrr í vetur, þegar hann ennþá nennti að hafa vit fyrir getlausum stjórnmálamönnum, að rannsóknir sýndu að allt að 90 % af kostnaði við fjármálakreppur, stafaði af röngum  ákvörðunum stjórnvalda. 

En ég er ekki að tala um heimskra manna ráð, ég er að tala um vitfirringanna ráð, sem eru ennþá ömurlegri.  Skuldakreppan er svo þungbær að grunnstoðir þjóðfélagsins, almenningur og fyrirtæki, eru að kikna undan henni.  Og þessi skuldakreppa er að soga allan pening úr hagkerfinu.  Og skattahækkanirnar auka vandann.  Þær brjóta niður þann hvata, sem er okkar eina von, hvatann til að berjast og rífa þjóðfélagið upp úr díkinu.  Það er vitfirring, því þjóðfélagið brestur, ef þessi hvati bregst. 

Og heimskan er sú sem Sverrir bendir á hér að framan.  Jón Daníelsson benti strax á hættuna á verðhjöðnun, sem á sér margar myndir.  Ein er sú að almenningur sjái ekki tilganginn við að eyða pening.  Þegar það brýnasta er búið, þá leitar restin ekki út í hagkerfið, því það sem hægt er að eyða í er svo dýrt.  Annað hvort er peningurinn geymdur, eða þá hann leitar þangað sem hann er ekki skattlagður, þ.e svarta markaðinn.  

Þú spyrð um dæmi, og nefnir þau nú reyndar sjálfur, hvað hægt er að gera.  Svona eins og restin af heimbyggðinni kaus að gera, nema þar sem Alþjóðavogunarsjóðurinn hefur ítök.  Peningaprentun er leið til að halda hagkerfinu gangandi, og þar með skattstofnunum.  Það er nefnilega þannig að sú skattheimtan í dag  sem skilar mest af sér er sú, sem viðheldur skattstofnum.  Ekki sú sem eyðileggur þá.

Göran hinn sænski náði Svíþjóð út úr hjólfari stöðnunar með því að lækka skatta, þó hann haldi öðru fram í dag.  Það var hann sem kom vitinu fyrir sænska jafnaðarmenn.  Finnar gerðu aðeins eitt af viti, og það var að efla menntun og fjárfestingar, hitt var allt gert "the hard way".  

Og mannkynssagan kennir okkur (sem þú getur kynnt þér ef þú til dæmis nennir að lesa AB) að farsælla var fyrir einvalda fyrri alda að skattleggja skynsamlega og auka verslun og viðskipti í hagkerfinu, í stað þess að hækka alltaf skattana þegar þeim vantaði pening í kassann.  Um það eru mýmörg dæmi.

En ennþá fleiri dæmi eru um þá sem rústuðu veldum sínum með því að afneita í hroka sínum lögmálum viðskipta og efnahagslífs. Þú mjólkar ekki síðustu beljuna eftir að þú hefur étið hana.

Og sagan lýgur aldrei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 15:48

5 identicon

Góðan daginn

Tökum dæmi um jafnaðarmennsku sem sýnir að hún virkar ekki:

Krakkarnir í 6. bekk í Hólabrekkuskóla eru að bíða eftir einkunnunum sínum úr stærðfræðiprófinu frá því deginum áður. Siggi litli, Palli, Guðrún og Harpa höfðu öll eytt deginum fyrir prófið í að læra. Hinir krakkarnir, þau Magga, Stebbi, Ragna og Nonni voru öll að leika sér daginn fyrir prófið og lærðu lítið sem ekkert. Niðurstöður prófsins voru þessar:

Siggi       9
Guðrún   9
Palli        8
Harpa     8
Magga    5
Stebbi    5
Ragna    4
Nonni     4

Meðaleinkun: 6,5

Krakkarnir fóru öll heim og sögðu foreldrum sínum frá einkunnum sínum. Daginn eftir fór mamma hennar Rögnu á fund við skólastjórann. Hún var alveg brjáluð vegna þess að dóttir sín hefði fengið miklu lægri einkunn en hin börnin. Það var augljóslega verið að mismuna henni þar sem hún fékk 2,5 lægra en meðaleinkunnin hljóðaði upp á. "Ég hélt að krakkarnir væru allir jafnir!" sagði mamman. Skólastjórinn var harður jafnaðarmaður svo hann ákvað að prófa stefnu jafnaðarmanna í skólanum sínum. Þetta gengi ekki svona að mamma hennar Rögnu væri svona óánægð.

"Auðvitað var ekki rétt hjá kennaranum að mismuna börnunum svona" hugsaði skólastjórinn. Þannig að skólastjórinn skipaði kennaranum að finna út meðaleinkunn bekkjarins og gefa öllum sömu einkunn. Daginn eftir komu krakkarnir í skólann og fengu þá þær fréttir að það ætti að auka jöfnuð í skólanum og þess vegna myndu allir fá 6,5 í einkunn. Krakkarnir sem höfðu lagt hart að sér voru að sjálfsögðu mjög fúlir yfir þessu öllu saman því þau höfðu lagt miklu meira á sig en hinir sem fengu lægri einkunn og hinir fengu nú að njóta góðs af þeirra vinnu.

Nú kom að næsta prófi. Siggi litli, Palli, Guðrún og Harpa sem öll voru svo dugleg fyrir síðasta próf hugsuðu með sér: "Af hverju ætti ég að leggja jafnhart að mér núna og síðast ef ég fæ síðan bara sömu einkunn og allir aðrir?". Þannig að duglegu krakkarnir hættu að setja metnað í lærdóm sinn og fóru að sinna öðrum verkum en að læra fyrir prófið. En síðan komu niðurstöðurnar úr prófi númer 2:

Siggi       7
Guðrún   7
Palli        6
Harpa     6
Magga    5
Stebbi    5
Ragna    4
Nonni     4

Meðaleinkun: 5,5

Núna fengu allir 5,5 í einkunn. Ekkert breyttist hjá þeim sem áður höfðu staðið sig illa en eitthvað breyttist hjá metnaðarfullu krökkunum sem hafði áður gengið vel. Þau misstu áhugann á því að vinna harðar en aðrir því þau fengu ekki að njóta ávaxtar erfiðis síns.

Það sama gerist í þjóðfélaginu ef það á að auka jöfnuð. Jafnaðarstefnan letur fólk til vinnu og með tímanum verður kakan minni og minni þangað til að skattstofnarnir gjörsamlega hrynja. Betra er að taka lítið af stórri köku en mikið af lítilli köku.

Samfélagið gerir til að mynda kröfu um það að Ísland sé með vel menntaða lækna sem geta sinnt okkur þegar við fáum hjartáfall, heilablóðfall og fleira. Þetta hámenntaða fólk sem er búið að vera í háskóla kannski í 11 ár eftir framhaldsskóla á síðan allt í einu að fara að fá jafnhá laun og iðnaðarmaðurinn sem það var með í grunnskóla vegna þess að það verður að ríkja jöfnuður í samfélaginu. Ekki misskilja mig, ég ber mikla virðingu fyrir iðnaðarmönnum enda er einungis einn í fjölskyldu minni langskólagenginn og ég sjálfur er iðnmenntaður. Ég hef þó þann skilning á því hvernig hlutirnir virka að svona er ekki hægt að bjóða fólki.

Hver mun nenna að fara í 11 ára rándýrt nám þegar þeirra bíða svo himinhá námslán og jafnhá laun og sá sem fór í iðnskóla? Miklu frekar myndi ég þá fara í iðnskólann en að nenna að leggja alla þessa vinnu á mig einungis til þess að uppskera ekkert meira en hinir.

Á endanum verður þjóðin svo úrkynjuð að enginn nennir neinu.

Fólk á að uppskera eins og það sáir. Ef að mér t.d. býðst mikil yfirvinna um helgar og ég vinn eins og hestur allar helgar og næ að koma mínum tekjum upp fyrir 500.000 þá vil ég ekki að þar bíði mín hærri skattprósenta.

Hættiði síðan að tengja þennan hátekjuskatt við óheiðarlega kaupsýslumenn. Þessi skattur mun aðallega bitna á fólki með meðaltekjur og því duglega fólki sem hefur menntað sig vel og er eðlilega með hærri laun en þeir sem gerðu það ekki.

Þú uppskerð eins og þú sáir!

Og hananú!

Stefán (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:50

6 identicon

Ómar, ég er algerlega sammála Bjarna Ben að leiðin er brjáluð, kolvitlaus.   Ofan á endalausar hækkanir skulda koma ofurskattar.  Og ólöglegt ICESAVE!  Það er naumast hvað sumt fólk heldur að við séum rík.  Við vissum þetta þó þegar við kusum Skattman og okkar er skömmin.  Hann hefur alltaf viljað hækka skatta. 

ElleE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 20:57

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Stefán.

Skattbyrði fólks þarf að taka tillit til margra þátta.  Og lágir skattar eru jafn hættulegir eins og of háir.  Eins vil það oft gleymast að hátekjufólk borgar hærri skatta til samfélagsins, eðli málsins vegna þar sem það greiðir skatta af hærri tekjum, og kaupir eins líka inn vörur með óbeinum sköttum.  Það er allra hagur að það sé til hátekjufólk, og það er allra hagur að kjör annarra séu góð.  Líka þeirra sem minni menntun hafa.   Og góð lífskjör almennings hafa ekkert með ofurjöfnuð að gera, það er bein leið til fátæktar.

Það þurfa allir að sjá hag í að tilheyra þessu samfélagi, líka við fátæklingarnir.   Það er dýrt að láta ræna sig, hvort sem það er Skattmann eða öreiginn sem hefur engu að tapa.  Og öreigar eiga það til að gera byltingu.  Það er líka dýrt fyrir þá efnameiri.  

Sanngjarnir skattar eru því besta leiðin til að menn uppskeri eins og þeir sáðu.  Og fái tækifæri til að planta út næstu uppskeru.

En þessar skattahækkanir koma jöfnuði eða réttlæti ekkert við.  Þær eru ákaflega heimskulegar því þær draga úr tekjum ríkisins og þær leggja grunn af öðru Hruni, ásamt ICEsave glæpnum og gríðarlegum lántökum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Og við þurfum Endurreisn, ekki annað Hrun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Já, þetta er brjálæði.  En við megum aldrei falla í gryfju Björns Bjarnasonar og kenna um einhverju (ó)eðli VG um.

Höfum staðreyndirnar á hreinu og hættum að trúa spunanum.  Þetta er stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Björn sjálfur bauð þau illfylgi velkomin.  Sjóðurinn bannar aðrar leiðir til lausnar, og hann hefur ekkert á móti því að heimili og fyriræki komist á vonarvol.  Slíkt er markmið sjóðsins, ekki orðað beint því það er ekki pólitískt skynsamlegt, en bein afleiðing af yfirlýstri stefnu sjóðsins.  

Af hverju???  Jú, eigurnar standa eftir og þær seljast ódýrt þeim sem koma inn í landið með erlendan gjaldeyri.  Sum illfylgi trúa því að arðrán og kúgun almennings sé nauðsynleg forsenda kapítalismans.  Og eru í aðstöðu til að framkvæma trú sína.

Og þessi skattastefna, sem og önnur stefna sjóðsins, er lofsungin af hægri sinnuðum hagfræðingum og öðrum sem hafa blinda trú á kerfinu, sem þeir hafa lofsungið í áratugi.  Við sögðum nefnilega ekki neitt þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn festu skuldaólina á fátæka íbúa Afríku, eða níddust á þjóðum Asíu, eins og í Indónesíu, Thailandi og víðar.  Þá fannst þessum mönnum stefna sjóðsins vera með miklum ágætum og helber kommúnismi að halda öðru fram.  

Þessir menn trúa ennþá á illskuna, þó börn þeirra í dag séu fórnarlömbin.  Og þetta bakland er ekki úr VinstriGrænum.  Það er staðreynd sem við ættum að hafa í huga.

Fólk þarf að þekkja óvini sína til að geta varist þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 21:58

9 identicon

"Á endanum verður þjóðin svo úrkynjuð að enginn nennir neinu."

Dæmið Stefáns að ofan var afar gott.  Svona verðum við.  Vona að Stefán sendi þetta á alla alþingismenn og 3svar á hvern mann í VG.  Og víðar.  

ElleE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 21:59

10 identicon

Já, vissulega er það AGS helstefnan, Ómar, enginn vafi, og þeirra eyðilegging og kúgun er löngu farin að finnast og sjást.  Held þó að VG sé of skattaviljugur flokkur og hafi alltaf verið.  AGS eru glæpasamtök og nákvæmlega sama um afkomu fólks og ríkis.  Og ítreka einu sinni enn: Við verðum fyrst og fremst að koma AGS handrukkurunum burt úr landinu. 

ElleE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:12

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er auðvitað rétt sem Bjarni sagði að nálgun þessarar ríkistjórnar er Brjáluð. Hún er ekki brjáluð vegna þess að hugmyndir eru um að hækka skatta, heldur vegna þess að ríkisstjórnin er vanhæf að fást við verkefni sitt. Hún er Brjáluð vegna þess að ekki er fjallað um fjárlögin, heldur er verið að setja fram hinar og þessar tillögur, sem svo er óðar horfið frá.

 

Fyrir löngu var nauðsynlegt að hefja niðurskurð ríkiskerfisins. Það átti að vera fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar. Heimskulegar breytingar á skattakerfinu munu valda langvarandi skaða. Nær allar hugmyndir og aðgerðir þessarar aumu stjórnar eru rangar og skaðlegar.

 

Stærstu mistök stjórnarinnar eru þó að halda öllu leyndu sem hægt er að leyna og neita öllu samráði við stjórnarandstöðuna. Allir hugsandi menn sjá nauðsyn samstöðu, en ríkisstjórnin gerir það sem hún getur til að sá fræjum óvináttu og átaka. Hún stendur ekki einu sinni við eigin stjórnarsáttmála.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.11.2009 kl. 23:49

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vaxta skuldir vegna Icesave mun um 50 milljarðar á ári.  14.000 krónur á hvern Íslendinga á mánuði. 23.000 - 26.000 á mánuði á hvern vinnandi miðað við atvinnuleysi 10%.

Ef dollari er 124 kr. Þá eru þetta 185 til 210 dollar á mánuði.

Skuldirnar sem IMF er að tryggja að verði greiddar er í tekjum Íslendina í evrum eða dollurum ekki í Íslensku krónum.

Málið er að á EU lokaða innri samkeppni svæðinu er samningur um að allar Seðlabanka sjálfstæðar efnahagslögsögur græði og tapi allar jafnt hlutfallslega, ekki miðað við Íbúafjölda heldur miðað við það hlutfallslega tekju framlag sem þau leggja til heildarinnar daginn sem þau er formlega búin að framselja nægilegt vald til að teljast fullgildar.

Sum Meðlima-Ríki EU búa við náttúrlega kosti sem eru þeirra forréttindi, svo sem og gæði þeirra uppeldis siða ofl. Það er ekki markmið að drag eitt ríki niður á kostnað annarra heldur að tryggja stöðuga skiptingu.

EU hlýtur að vera með skýrar hugmyndir um hver fastur hluti Íslands verður í heildar skiptingu varanlegs stöðuleika. Það er miðgengi Íslensku krónunnar sem er verið að festa í sessi.

Íslendingar geta aldrei í svona lokuðu kerfi grætt neitt til greiða niður skuldir nema að skera niður neyslu í gjaldeyri. Vegna þess að gjaldeyris tekjur er stöðugar: ef meðlima Ríki virða lög og reglur heildarinnar.

Þjóðverjar t.d. er með síu í sína menntakerfi sem tryggir þeim að hinir 10% greindust fái góðan undirbúning og forgang í allar stöður þarf sem þarf að taka ákvarðanir. Þetta lið er það klárt að 30 tíma vinnuvika til ákvörðunar töku eru alveg nóg.

Þetta er um 8 milljóna mannauður m.t.t. til ákvörðunar töku.  

Ég veit að almennings menntakerfi tryggja ekki slíkan mannauð og jafnvel þótt náttúruleg greind sé til staðar er undirbúningur ekki við hæfi.

Auka tekjur þeirra sem skapa gjaldeyri beinum höndum er aðalmálið til að borga skuldir í gjaldeyri.

Mennta kerfið hér er ekki að skil viðundandi afköstum í nákvæmri ákvörðunartöku  saman ef slíkt raunin myndi t.d. hið opinbera ekki greiða eftirvinnu. Sérstaklega ekki þegar atvinnuleysi er fast 10%. Ég veit að í EU hefur þetta sjónarmið verið ráðandi í flestum ríkjunum.

Forsetinn og aðrir ráðmenn hafa verið ósparir á auglýsa mannauðinn hér. Í Bretlandi og Frakklandi er líka mannauðstryggingarkerfi og þeir vita það vel að gæði en ekki fjöldi skiptir máli. Hraði og skilvirki. Þessi ríki þurfa þess vegna ekki á IMF ráðgjöf að halda  né neinum öðrum erlendum aðilum í sínum stjórnmálum.

Á Alþjóða mælikvarða liggur fram formleg beiðni Íslands um formlega þátttöku í fullvinnslu tækniframleiðslu og fjármálatengdum viðskiptum í lokaðri innri samkeppni EU og sameiginlegri gagnvart 92% heimsins þar sem allir sem fara eftir vel skilgreindum lagarömmum stofnananna stöðuleika græða eða tapa hlutfallsela jafn þegar stöðugleika hefur verið komið á.  Einnig er hlutdeildarkostnaður í grunni þessara samkeppni sem gengur m.a. út á að tryggja hráefni og 1 vinnslustig þeirra og orku á lámarksverðum sem skiptist síðan út í réttum hlutföllum.

Þetta gildir um innflutning frá löndum utan EU og það það sem einstök Meðlim-Ríki er aflögufær um þegar þau hafa fullnægt sínum innri markað. Íslendingar eiga fá þau hráefni sem þeir geta nýtt eða étið sjálfir. Það sem er umfram eiga aðrir að fá að kaupa á sömu verðum.   

Ríkisstjórnin er að gera það sem hentar EU best í heildina í samræmi við það insularity sem ræður því að ráðstöfunar fé okkar verður það sama og að meðaltali í EU. Sjá Færeyjar og Frakkland.

Þetta ráðstöfunar fé tryggir veruleika sem ég held að mjög fáir Íslendingar geri sér grein fyrir. Sérstaklega ekki þeir sem vilja festa hann í sessi.

Þetta stendur ekki undir Íslensku, Menntakerfi, Heilbrigðiskerfi, stjórnsýslukerfi eða fjármála og viðskiptakerfi eða lífeyrissjóðskerfi. Þetta stendur undir 300.000 manna EU þjónustu kerfi utan útjaðars virkar innri samkeppni og lífskjör í samræmi við það sem hæfur meirihluti heildarinnar telur við hæfi miðað við meðalgreind þjóðarinnar og hæfni til ákvörðunartöku.

Mannauður Þjóðverja, Frakka, Breta, Hollendinga er ekki sambærilegur við þann Íslenska að þeirra mati.  Enda bera þeir okkur saman við Möltu og kalla Reykjavík svæði.

Júlíus Björnsson, 11.11.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband