10.11.2009 | 11:34
Um hvað er þessi þjóðfundur????
Framtíðina???
Er einhver framtíð í landi þar sem ríkisstjórn landsins vinnur markvisst að því að stærsti hluti útflutningstekna þjóðarinnar fari í vaxtagreiðslur af erlendum lánum. Lilja Mósesdóttir, doktor í hagfræði, nefndi töluna 150 milljarða, sem er nokkurn veginn það sem þjóðarbúið hefur úr að spila þegar kostnaður við öflun útflutningstekna er frátalinn.
Á að ræða á þjóðfundinum mismundi útfærslur af hönnun sauðsskinnskóa???
Eða á að ræða framtíð ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu sem er fast í skuldfjötrum og ríkisstjórn Íslands ætlar að pakka inn í gjafapappír og færa amerískum vogunarsjóðum að gjöf??? Á kannski að safna saman uppskriftum að naglasúpu handa þessu fólki????
Eða ætlar þjóðfundurinn að skipuleggja nýja þjóðflutninga, þá aftur til Noregs????
Hvað er það sem þjóðfundurinn ætlar að ræða????
Í Silfri Egils á sunnudaginn komu tvær ágætismanneskjur sem sögðu að allavega yrði nútíðin ekki rædd. Vitnuðu í einhverja náttúrulífsmynd, máli sínu til stuðnings.
En hvert er vægi þjóðfundar sem forðast að ræða þá miklu vá sem vofir yfir þjóðinni, og þær varnir sem hún þarf að grípa til svo erlend ógnaröfl tortími henni ekki????
Verða kannski fengnir gestir að utan sem útskýra þessa framtíðarsýn félagshyggjunnar og hvernig alþýða fólks geti lifað í sátt við sín kjör. Til dæmis fulltrúar alþýðunnar í Norður Kóreu sem geta útskýrt hvernig hægt sé að lifa góðu lífi af engu, aðeins ef menn trúa að landsfeður þeirra vilji svo vel. Eða ætla menn viðurkenna staðreyndir um hinn fyrirhugaða skuldaþrældóm og fá fulltrúa svarta íbúa Márentaníu, sem mun útskýra fyrir fólki að svona hafi líf þeirra verið í 300 ár og þeir séu ennþá á lífi.
Spurningin sé bara að gera sér engar vonir eða væntingar um framtíðina, og venja börnin strax við ánauðina.
Hvort ætlar þjóðfundurinn að fara draumaleiðina og fá lánaðar áróðurs myndir frá Norður Kóreu, um hvað lífið gæti verið gott ef við erum nógu dugleg að dreyma, eða á að vera raunsæ, og kynna okkur líf og kjör ánauðs fólks.
Allavega er ljóst að þetta fólk hefur enga döngun í sér að verja framtíð barna sinna.
Leið strútsins er þeirra leið.
Kveðja að austan.
Styttist í Þjóðfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð fulltrúi Samtaka Fullveldissinna á þjóðfundinum. Við sjáum til hvað kemur út úr því...
Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2009 kl. 12:57
Já, það verður örugglega sómi að þér.
Og ekki hef ég neitt á móti umræðum, hvað þá þjóðfundi. Og ef Leppar erlends auðvalds væru ekki í stjórnarráðinu, þá mætti jafnvel hafa gagn af þessum fundi.
En hvert barn veit að þegar það rekst á svangt ljón, sem býr sig undir að gera árás, þá sest það ekki niður, opnar bakpoka sinn, og bíður því í tedrykkju. Börn vilja ekki láta éta sig.
En sú þekking hefur aðeins skolast til hjá þeim fullorðnu, allavega þeim sem tilheyra hinni vinstrisinnuðu kjaftastétt.
En sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.