10.11.2009 | 08:36
Eru einu Íslendingarnir þeir sem lægstu launin hafa??
Við reynum að hlífa þeim sem lægstu launin hafa segir Steingrímur Joð Sigfússon.
Við munum nýta það svigrúm sem við höfum til skuldaleiðréttingar til að hjálpa lágtekjufólki, einstæðum mæðrum og öðrum sem höllum fæti standa sagði Kristrún Heimisdóttir í Silfri Egils á sunnudaginn.
En hvað með alla hina????
Eru það ekki Íslendingar???
Eru börn þess einhverjir bastarðar sem koma ríkisstjórn Íslands ekki við???
Það er ekki lágtekjufólk sem fór verst út úr skuldakreppunni. Það er ungt, vel menntað fólk, tiltölulega ný komið úr námi, skuldar námslán og er nýbúið að ráðast í þær fjárfestingar sem fólk þarf til að reka heimili.
Þetta er fólkið sem skuldar, og þetta er fólkið sem mun ekki fá skuldaleiðréttingu, og þetta er fólkið sem mun ekki geta greitt sínar skuldir vegna þess að ef laun þess hækkar, þá gerist tvennt, það mun greiða meira að launum sínum í skatt, og greiðslubyrði lána þess hækkar samkvæmt skuldaþrældómskerfi Árna Páls félagsmálaáðherra.
Í gamla daga var þetta kallað ánauð eða hreinlega þrældómur.
En í gamla dag þá var fólk bundið með lögum í slíka ánauð. Félagshyggjustjórn Íslands virðist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd að fólk lætur ekki bjóða sér slík skrípa lífskjör svo leiðtogar þess geti verið memm í Brussel. Nái það ekki til að fella þrælastjórnina með atkvæði sínu í kosningum, þá greiðir fólk atkvæði með fótum sínum.
Og aumt er það þjóðfélag sem hrekur börnin sín úr landi. Og ennþá aumari verða lífskjör þeirra sem heima sitja. Því þegar skuldaþrælarnir eru farnir úr landi, þá sitja skuldirnar eftir og hagvöxtur hrynur, því fólkið sem hafði menntun og þekkingu til að koma okkur inn í nýja öld, það er farið, en skuldir þess sitja eftir hjá hinum ráðvöndu sem styðja þrælastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Og þá getur verið of seint að iðrast.
Kveðja að austan.
Mikil hækkun skatta í pípunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gæti endað þannig að fólk greiði atkvæði með hnefunum. Ég óttast það.
Bið að heilsa.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2009 kl. 09:02
Þetta er með ólíkindum. Ef þú ætlar að reyna að vinna þig út úr kreppunni færðu að finna fyrir því hjá ríkisstjórninni. Kúgunastefnan heldur áfram. Af hverju ekki að setja einhversskonar skattaívilnanir með tillit til námslána inn í kerfið? Þeir sem eru með þokkalegar tekjur 5-700 þús (sem er nú ekki mikið fyrir fólk með íbúð og 2-3 börn) skulda flestir nokkrar millur í námslán. Af hverju er ekki sett ákvæði um að afborgun námslána er frádráttarbær? Það yrði strax skárra? Nei þessi ríkisstjórn vill það ekki. Það eiga allir að vera jafnir, með jafnar tekjur, taka sama strætóinn, búa í sömu blokkinni og ef þú ætlar að mennta þig til að reyna að fá hærri tekjur er OKKUR AÐ MÆTA!!!
Nonni (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 09:14
Blessaður Axel.
Já, ég gleymdi þriðja möguleikanum, en var að spá honum í spjalli mínu við Arinbjörn.
En finnst þér það ekki ótrúlegt að fólk skuli tvisvar láta hafa sig að ginningarfífli, fyrst var því trúað að hagfræðingadvergar okkar og ríkisstjórn hefði það mikið vit á efnahagsmálum að til væri sérstök íslensk leið sem fólst snilld þess að verða ríkur á lántökum, úr því varð Hrunið. Og núna eigum við að trúa því að lögmál kreppunnar séu önnur hér á landi en annarsstaðar. Hér ætla menn að byggja upp hagvöxt með skattahækkunum, skuldaþrældómi og greiðslu erlendra stríðsskaðabóta. Og láta erlenda vogunarsjóði stjórna bankakerfi okkar, það hefur reynst svo vel í Afríku í 30 ár.
Og svo er hlegið að einu manneskjunni á Alþingi sem hefur næga menntun til að vita að vatn renni niður á móti og of miklar skuldir enda í gjaldþroti.
Leikhús fáránleikans í sinni tærustu mynd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 09:31
Blessaður Nonni.
Sammála, þetta er skítt. Flórmokstur Félagshyggjunnar felst í því að dreifa skít auðmanna og braskara yfir allan landslýð. En þetta fólk er ekki sjálfrátt gjörða sinna. Lilja Mósesdóttir staðfesti það sem allir vita, en aldrei verið sagt áður af stjórnarþingmanni, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður öllu, enda er þetta hans stefna. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðunum er alveg sama um hlutskipti okkar sem þjóðar, þeir þekkja ekki einu sinni þann "skapgerðargalla" sem kallast mannúð og mennska. Þeirra hlutverk er að tryggja hámarks arð af þeim auðlyndum sem hér eru, arð sem fer í vasa erlends auðvalds í einni eða annarri mynd. Það sem hinn svokallaður mannauður skapar, er einskis virði í þeirra augum, allt það er hvort sem er gert í London og New York, óþarfi að halda uppi nokkrum eyjarskeggjum upp úti á einhverjum útnára veraldar við mannauðssköpun, hér á að veiða fisk og vinna í álverum, og til þess þarf ekki íslendinga eins og einn sérfræðingurinn (hjá Seðlabankanum minnir mig) benti á, nóg er til að fátæku fólki, til dæmis í Mið Asíu, sem myndi glatt sætta sig við þrælakjör Félagshyggjunnar.
Þannig að ef þú ert ósáttur, þá er það annaðhvort hlaupaskórnir eða boxhanskarnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 09:41
Já svo sannarlega erum við áhorfendur að fáranlegustu leiksýningu allra tíma, og höfum verið það í nokkur ár. Það eru bara tvær leiðir til að stöðva sýninguna; Ganga út eða henda leikurunum út. Reiði almennings er að aukast með hverjum degi og það er bara tímaspursmál hvenær stíflan tekur að leka.
Það að hækka skatta í þessu árferði skilar sér eingöngu í lægri skatttekjum fyrir ríkið. Nær væri að lækka skatta eða koma á einhverjum öðrum hvata fyrir atvinnulífið og vinna að því öllum höndum að minnka atvinnuleysið.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2009 kl. 10:26
Elsku kallinn minn...thú verdur ad gera thér grein fyrir ad thad er verid ad taka til eftir spillingarflokkana tvo Framsóknarspillinguna og Sjálfstaedisspillinguna.
Thessir flokkar rústudu öllu sem haegt var ad rústa. Núna eru íslendingar NEYDDIR til thess ad borga skuldir thaer sem thessir flokkar söfnudu med algerri óstjórn á öllum svidum.
Svona er nú thad elsku hjartans kallinn minn. Thetta verdur thú ad skilja svona smám saman.
Jóhannes Bárdur Róbertsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:30
Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking rústuðu ekki öllu, en það litla sem er eftir á að klára með stuðningi Samfylkingar og VG.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2009 kl. 10:35
Blessaður Axel.
Er reiði fólks að vaxa??? Mér finnst hún þá leita sér skrítna farvegi. Voruðu þið 10 sem mótmæltu aðförinni að þingræðinu, þegar Svavarssamningur hinn verri var lagður fyrir þingið??
Ég get ekki að því gert að mér finnst við vera um borð í skipi sem siglir í beinni stefnu í Hornröstina, þó öllum sé ljóst að hún sé ófær. Það er eins og það þurfi dauðans alvöru til að knýja fólk til aðgerða. Og stóra spurningin, verður það ekki orðið of seint fyrir hluta af áhöfninni, og hvernig verður fleyið útlítandi ef það kemst aftur heilt úr röstinni, verður allt brotið og bramlað, tjón sem tekur langan tíma að bæta úr, ef það þá tekst?
Heimskan er algjör. Spámenn Seðlabankans (sem spáðu svo vel í aðdraganda Hrunsins), þeir segja að það sé mjög ólíklegt að það reyni á efnahagsfyrirvara Alþingis, hagvaxtaspá þeirra er svo góð. En þarf ekki að sá til að uppskera, og þrauka þangað til??? Hvernig ætla menn að fá hagvöxt með því að hækka skatta og flytja þær skatttekjur beint úr landi sem stríðsskaðabætur?? Og það sem fólk á afgangs, er ráðstafað í verðtryggingar- og gengisskuldir næstu 40 árin. Með útflutningi til landa sem sjá ekki fram úr sínum eigin erfiðleikum???
Og menn trúa þessum spámönnum.
En svangur maður gerir uppreisn, það er þó víst. En hann mætti samt frekar grípa inn í áður en hann verður svangur. Það sjá allir að fleygið kemst ekki í gegnum röstina.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 11:52
Og blessaður Jóhannes gæskurinn minn.
Af hverju er ekki Þ á tölvunni þinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 11:53
Þann tíma sem ég hef verið að mótmæla hefur mætingin verið frá 1000 manns og niður í einn. Þá undanskil ég "samstöðufund" Indefence. Ég held að eins manns mótmælin mín hafi gengið best í að stuða fólk.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2009 kl. 12:56
Já Axel, það þarf að klóna þig tafarlaust.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 14:00
Það eina sem ég er ekki reiður yfir í þessu máli er tekjuskatturinn. Spáið í hvað er verið að gera.
Jóhann, 10.11.2009 kl. 14:15
Það er satt að núverandi ríkisstjórn hefur fengið það starf að "taka til". Síðustu árin hafa verið ótrúleg. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gáfu bankanna vildarvinum og flokksgæðingum árið 2003 ef ég man rétt.
Það tók eigendur og stjórnendur bankanna 4-5 ár að leggja bankanna gjörsamlega í rúst og fella þá, sem tók með sér efnahagskerfi landsins í leiðinni.
Núverandi stjórn á að vera að taka til eftir þetta.
Mér sýnist þó að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar geri þetta bara verra, ef eitthvað er.
Einu lausnir Samfylkingarinnar er að fara í ESB. Einu lausnir VG er að hækka skatta og setja á nýja skatta.
Guð hjálpi okkur öllum.
ThoR-E, 10.11.2009 kl. 15:08
Ef ég má bæta við:
Að þótt eigendur og stjórnendur banknanna léku stórt hlutverk í þessu öllu saman má ekki gleyma eftirlitsaðilum og stjórnmálamönnum sem gjörsamlega sváfu á verðinum.
Bankarnir borguðu til stjórnmálaflokkanna tugmilljónir og til einstakra frambjóðenda milljónir í framboðssjóð.
Er það eðlilegt? miðað við það er þá kannski ekki eðlilegt að bankamennirnir fengu að gera það sem þeim sýndist?? á meðan þeir sem við kusum til þess að vinna vinnuna sína... litu í hina áttina.. sváfu á verðinum.
Og þáverandi yfirmaður fjármálaeftirlitsins, Jónsson, man ekki fornafn hans, en sá pési er einn óhæfasti maður sem gengið hefur inn í Fjármálaeftirlitið ... hvernig gat hann og starfsfólk hans mistekist svona hræðilega í starfi?
Var þetta vanhæfni, vítavert kæruleysi eða voru brögð í tafli ?? það mun rannsóknin á hruninu leiða í ljós, en það er von að maður spyrji.
ThoR-E, 10.11.2009 kl. 15:13
Takk fyrir innlitið Jóhann.
Og blessaður Acer.
Það dregur það enginn í efa að hér sé neyðarástand af manna völdum. Og flest brást, þar á meðal almenningur sem lét telja sér í trú um að 2+2 væru óteljandi lán sem væru grunnur endalaus vaxtar.
En um það þarf ekki að rífast, deilan snýst um hvernig við ætlum að koma okkur úr úr neyðinni. Á að nota vitið eða hagfræði siðblindingja, sem telja mannfórnir vera eðlilegan hluta sinna hagfræðikenninga. Einhvers kona Ný-Azteca.
Í mínum huga þá kemur leið Aztecana ekki til greina og því held ég úti þessu bloggi til að skammast út í eitt við Leppa þeirra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 15:57
Skrípa-flokkur býður landsmönnum skrípa-lífskjör. Það þarf að fella þessa óskiljanlegu stjórnarflokka.
ElleE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 21:04
Og já, þrælastjórn er gott orð yfir þau.
ElleE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 21:06
Blessuð Elle.
Hvað segir þú þá um að kalla Árna Pál fyrir þrælamálaráðherra????
Var búinn að slá því inn, en hætti svo við. Ætlaði að vera dálítið meinstrím í dag, vildi vera lesinn. Alltaf von að einhverjir lesi neðsta pistil minn. Og hugsi sig um hvað er verið að gera okkur sem þjóð.
En hvað um það.
Bið að heilsa í bæinn.
Ómar.
Ómar Geirsson, 10.11.2009 kl. 22:09
Finnst það passa vel, Ómar. Hann er með algera þrælastefnu. Kannski of límdur við AGS???
Kveðja að sunnan.
ElleE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.