6.11.2009 | 18:24
Orð fífls er ekki frétt hjá frjálsum fjölmiðli.
Össur Skarphéðinsson er einn af þeim mönnum sem vill ólmur koma þrælahlekkjum ICEsave á íslensku þjóðina. Aðeins vextirnir eru um 100 milljónir á dag, svipað eins og rekstur heilbrigðiskerfisins kostar á ári. ICEsave styrkur íslenskra stjórnvalda til breta og Hollendinga hefur ekkert með EES skuldbindingar Íslands að gera.
Aðeins draumurinn um aðild að ESB útskýrir þessa hlekki á íslenska þjóð.
Og þjóðin sér í gegnum lygi Össurar og félaga hans í Samfylkingunni, hún er á móti ESB vegna þess að ESB fer ekki eftir sínum eigin lögum og reglum, heldur lætur flokksfélaga Össurar í breska verkamannaflokknum afla sér stundar vinsælda á kostnað íslensku þjóðarinnar.
Látum það vera hvað lýðskrumarar annarra þjóða gera, en að málstaður þeirra skuli vera aðal stefnumál hinnar íslensku Félagshyggjustjórnar, það eru svik og landráð.
Og helsti talsmaður þeirra landráða er maður að nafni Össur Skarphéðinsson.
Það þurfti vopnaða hermenn og vélbyssur til að Verdens Gang tók viðtla við Quisling. Ef vélbyssum var ekki beitt til að Mbl.is tæki þetta viðtal við fíflið, þá er smán Morgunblaðsins mikil.
Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir hvað 100 milljónir á dag eru miklir peningar. Það er ekki eins og fólk geri sér ekki grein fyrir hvað mörg mannslíf meðbræðra okkar þessir peningar munu kosta okkur. Er öllum sama???
Í Noregi á sínum tíma, þá þurfti vélbyssur og vopnaða hermenn til að menn eins og Össur komust upp með að svíkja sína þjóð.
Á Íslandi þurftu þeir aðeins að sprella eins og hverjir aðrir trúðar til að fá viðtal við sig.
Auðvita hefur ICEsave áhrif á aðstöðu íslensku þjóðarinnar til ESB. Alveg eins og samskipti við þýska hernámsliðið við Norsku þjóðina hafði áhrif á afstöðu Normanna til samskipta við þýsku þjóðina. Þegar Þjóðverjar létu af kúgun og ofríki (reyndar tilneyddir til) þá breyttist afstaða Norsku þjóðarinnar til þeirra. Eðlileg samskipti þróuðust eins og vera ber milli frjálsra þjóða.
Eins mun gerast á Íslandi þegar þjóðir ESB láta af kúgun og ofríki gagnvart íslenskri þjóð. Í millitíðinni munu innlendir fulltrúar kúgunarinnar hljóta sinn dóm. Þá mun Morgunblaðið skammast sín við sín viðtöl við Össur Skarphéðinsson. Og Morgunblaðið mun biðja fórnarlömb Helstefnu Félagshyggjustjórnar Íslands afsökunar á þjónkun sinni á málstað kúgunar og ofríkis gagnvart íslenskum almenningi.
Það talar enginn við Össur Skarphéðinsson án þess að taka það fram hvað maðurinn er að gera sínum minnstu bræðrum. Það talar enginn við Össur án þess að taka það fram hvað stefna hans kostar í þjáningum og hörumungum þeirra sem minna mega sín. Það talar enginn við Össur Skarphéðinsson án þess að spyrja hann beint út hvað mörgum mannslífum hann er tilbúinn að fórna fyrir draum sinn fyrir aðild Íslands að ESB.
Lilja Mósesdóttir sagði í Silfri Egils að skuldsetning Félagshyggjunnar þýddi rúmlega 140 milljarða í afborganir á hverju ári. 140 milljarða í Nettó gjaldeyri. Þegar allur kostnaður við öflun gjaldeyristekna er dreginn frá, þá er þetta um það bil sama talan og þjóðarbúið aflar á hverju ári. Þetta þýðir á mannamáli að núverandi velmegun og lífskjör þjóðarinnar eru fórnarkostnaður Evrópudraums Össurar Skarphéðinssonar.
Hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum væru svona menn ekki kallaðir fífl. Þeir væru afhausaðir sem landráðamenn.
Kannski er tími til kominn að íslenska þjóðin horfist í augun á staðreyndum lífsins.
Menn eins og Össur Skarphéðinsson hafa engan rétt til að leggja líf meðbræðra sinna í rúst.
Aðeins þeir sem hafa rúmt borð fyrir báru styðja þetta siðleysi. Þeir halda að aðrir munu borga fórnarkostanað ESB draums Össurar.
En er það svo????
Mun alþýða þessa lands ekki snúast til varnar þegar hún áttar sig á svikum Samfylkingarinnar??? Trúa burgeisarnir virkilega að manndóm sé aðeins að finna hjá stærri þjóðum???? Að smáþjóðir fórni sjálfstæði sínu og tilveru svo leiðtogar hennar geti kysst fætur kúgara sinna????
Ég veit það ekki en fólk sem tekur viðtal við Össur Skarphéðinsson virðist trúa því.
En skoðanakannanir sýna annað. Það væri skynsamlegt fyrir Morgunblaðið að átta sig á því áður en áskrift þjóðarinnar að blaðinu hverfur endanlega. Fólk er ekki fífl, og fólk á sér ekki þann draum fyrir hönd barna sinna að þau lifi sem þrælar erlends auðmagns og erlendra stórþjóða.
Þeir sem halda annað eru fífl, það er ef maður vill vera jákvæður gagnvart þeim. En hörmungarnar sem þeir boða þjóð sinni eru það alvarlegar að mér er til efs að þeir sleppi svo billega.
Að lokum hlýtur illskan sín réttlátu málagjöld. Þá er ekki víst að trúðsgríman verði þeirra hlutskipti.
Því fórnarlömbin munu krefjast réttlætis. Og þau mun fá það.
Þá munu menn eins og Össur Skarphéðinsson dreyma um að sleppa með að vera kallaðir fífl.
Svik og landráð kalla yfirleitt á þyngri refsingu.
Kveðja að austan.
Icesave skemmir Evrópuumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1254
- Frá upphafi: 1412808
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1104
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir þessi orð Ómar.
Allt satt og rétt hjá þér.
Miklar og góðar kveðjur héðan úr austri ESB.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2009 kl. 19:17
Takk Gunnar.
Gott að vita að einhverjum hefur ekki orðið bumbult af þessum orðum mínum.
En í alvöru,Engin önnur lýðræðisþjóð myndi láta svona örfáa einstaklinga komast upp með þann blekkingavef sem Samfylkingin hefur spunnið í ICEsave deilunni. Þetta er minnihlutaflokkur sem ræður öllu, og í rólegheitum er hann að selja börnin okkar.
Aðeins skaplaust fólk lætur svona yfir sig ganga.
En ég er jákvæður, læt mér nægja að kalla landráð Össurar fíflsku.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2009 kl. 12:15
Það versta Ómar minn er það að þetta er allt í fullri alvöru. Þetta er ekki grín.
En engum utanaðkomandi myndi detta annað í hug en að þetta allt saman væri bara vondur draumur eða í versta falli leikrit. En það er það bara ekki fyrir Íslendinga. Þetta er alvara. Þetta verður að STOPPA !
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.11.2009 kl. 13:43
Blessaður Gunnar.
Já, það þarf vekja þjóðina áður en Boogie man yfirtekur endanlega draumfarir hennar. En þar sem staðreyndir málsins eru okkar, þá vantar upplýsta opinbera umræðu um þær. Svona skammargreinar, þó ég hafi gaman að semja þær, og þær tappi af gremju mína þegar kjaftavaðallinn er yfirgengilegur, þá hafa þær ekkert að segja.
Það er ótrúlegt að málsmetandi menn skulu ekki berjast af neinni alvöru fyrir málstað þjóðar sinnar. Þeir eru greinilega ekki af írsku þrælakyni, þá væru bretarnir þegar komnir með Land Rovera og götuvígi niðri á Austurvelli. En þeim nægði að segja UurRrr, og þá mjálmaði allur Íslands blómi.
Ótrúlegt manndómsleysi. Það mætti halda að danskir kaupmenn hafi yfirtekið öll okkar fornu gen. Var það ekki Mogens Glistrup sem sagði að það dygði fyrir Rússa að senda símskeyti í danska varnarmálaráðuneytið, þá gæfust Danir upp. Því ætti eini búnaður danska hersins að vera sími með beina línu í rússneska sendiráðið, og eini hermaðurinn á launum að vera símastúlka sem kæmi skilaboðunum áleyðis.
Þetta var brandari hjá Glistrup en blákaldur raunveruleiki á Íslandi í dag. Ég ætti kannski að argast í ritstjóra Morgunblaðsins og spyrja hann hvort hann eigi ættir að rekja til Eyrabakka.
Bið að heilsa í Danaveldi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.11.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.