Eru bretarnir búnir að samþykkja aðra fyrirvara??

Ríkisstjórnin hefur þá skilað góðu verki og á hrós skilið.

Núna þurfa bretarnir að átta sig á því, að ef þeir sætta sig ekki við það "sem útaf standi", þá þurfa þeir að leita réttar síns hjá EFTA dómstólnum.

Og það vilja þeir ekki, því ræningjar og ofbeldismenn leita ekki til dómsstóla.  Þeirra vopn er hótanir og kúgun.

Það eru góðar fréttir að ríkisstjórnin skuli hafa náð slíkum árangri, hún á hrós skilið.

Þetta var alltaf spurning um að stjórnvöld stæðu á sínum rétti.  Og þó seint sé, þá má virða það við Jóhönnu hve fast hún stóð á sínu loksins þegar hún fékk nóg af þvermóðsku viðsemjanda okkar.  Það var feilleikur af þeirra hálfu að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ítrekað fyrir sig.  Í stað þess að beygja forsætisráðherra Íslands í duftið, þá vakti það upp þrjósku í Jóhönnu, og þrjósk Jóhanna er mjög illskeytt, ef marka má Jón Baldvins, sem kallar ekki allt ömmu sína.

Næsta skref eftir að bretarnir hafa gengið að öllum skilmálum Alþingis, er að undirbúa málssókn fyrri EFTA dómstólnum og fá þessari lögleysu hnekkt.

Síðan á að taka hryðjuverkalög bretanna upp á vettvangi NATÓ og krefjast brottvikningar breta úr bandalaginu, því Atlantshafsbandalagið var stofnað gegn því alræði og  kúgun sem Sovétríkin beyttu ríki Austur Evrópu.  Við fall Sovétríkjanna, geta einstakar þjóðir NATÓ ekki tekið upp sömu vinnubrögð.

Sjálft vestrænt lýðræði er í húfi ef ofbeldismenn eins og breski forsætisráðherrann og breski fjármálaráðherrann, gjörspilltir tækifærissinnar (eins og afhjúpað var í sumar), komast upp með að ráðast á smærri NATÓ þjóð í þeim eina tilgangi að skora stig í skoðanakönnunum heima fyrir.

Nató þarf að lýsa því yfir að "Stalín er ekki hér".

Eða leggja sjálft sig niður.

Lýðræðið er meira virði en hráskinsleikur stjórnmálamanna.  

Á þessu þurfa bretar að átta sig.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Enn deilt um dómstólaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Einmitt. Bara reka bretana úr NATO? Þú ert ekkert lítið borubrattur. Annars er ég að mestu sammála þínum málflutningi. Kveðja enn austar að.

Jonni, 16.10.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jonni.

Brattleiki minn hefur ekkert með málið að gera.  Það gilda lög í heiminum, og þeim er framfylgt í flestum löndum fyrir utan Íran og Norður Kóreu.

Þó íslenskar lyddur ljúgi upp á okkur glæpinn, þá eru gjörðir bretanna skýlaus brot á stofnsamþykkt NATÓ og eins er fjárkúgun þeirra andstæð samþykktum ESB og andstæð Vínarsáttmálanum hegðun siðaðra þjóða.

Fyrst að Jóhanna hefur kjarkinn til að standa í lappirnar núna, þá hlýtur hún að fylgja réttlætinu eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin hefur engan áhuga á að standa á rétti Íslands það er tæpur helmingur af VG sem þvingar þá til þess.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2009 kl. 14:08

4 identicon

Sæll austmann.

 Erum við nokkuð búnir að gleyma þegar raðlygarinn Steingrímur J. fór grenjandi og ógurlega í fjölmiðlum fyrir all löngu og fullyrti að allar dómstólaleiðir hefðu verið lokaðar af Geir og Sjálfstæðismönnum (gleymdi að minnast á Samfylkinguna eins og alltaf), og fjölmiðlar og bloggheimur trúði lygunum sem oftast áður.  Við vantrúaðir bentum á að aðens hafi sá tími sem var gefinn til að kæra hryðjuverkalagasetningu Breta runnið út.  (sem er að vísu erfitt fyrir undirritaðan að skilja að einhver tímasetning skömmu eftir meint brot geti fyrnt það að öllu, og hvort allar leiðir eru lokaðar?)

Þessi málfluttningur Steingríms J. fannst mér sérstaklega ófyrirleitinn, þas. ef að hann var ekki það heimskur að hafa ekki skilið út á hvað Icesave deilan og málið yfirleitt snérist, sem er kannski augljós skýring að gefnu tilefni.

 Kveðja frá rok og rigningarrassinum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Eigum við ekki að leyfa þeim að njóta vafans þar til annað kemur í ljós.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2009 kl. 20:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Veit ekki með  þig en ég er ekki gleyminn, þ.e ekki á málsatvik ICEsave deilunnar, þó ég muni sjaldnast hvar ég setti gleraugun mín.

Þessi frestur sem rann út hafði eitthvað að gera með ákveðna málsmeðferð, en auðvita mátt þú labba inn í réttarsal og fara í mál við allt og alla, ef því er að skipta.

En Steingrímur vinur okkar, varð hann bara ekki að gera það upp við sig hvort hann vildi verða ráðherra, og þá heimskur í ICEsave deilunni að kröfu Samfylkingarinnar, eða illa launaður byltingarleiðtogi?

Veit ekki, en trúgirni fólks er mikil.

Og ég skal senda þér sólina á sunnudaginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2009 kl. 20:06

7 identicon


„Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES- svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB.

    Veigamikil rök hnigu því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum vegna Icesave-reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda.“

- Steingrímur J. Sigfússon, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í 24. janúar 2009.

Mátti til... (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:24

8 identicon

Hvorki Jóhanna Sig. né Steingrímur Joð hafa verið heiðarleg í Icesave málinu og við munum þ.a.l. aldrei geta vitað hvar við höfum þau.  Jóhanna gæti líka hafa guggnað núna eftir öll mótmæli og skrif kjósenda og tapað fylgi.  Steingrímur er ekki heimskur maður og því víst að hann hefur verið ótrúlega ósvífinn við að koma Icesave yfir á okkur.  Hann hefur hagað sér með ógnvekjandi hætti gegn skattborgurum.  Einræðisherrar og fasistar kúga og svíkja þegna.  Honum verður ekki fyrirgefið það og ég mun aldrei vilja eða þora að kjósa VG aftur. 

Ómar, punktar þínir um NATO og Sovétríkin eru afar sterkir og ætti að reka Breta kúgarana úr NATO.  Kúgarar sem ekki þora með mál sitt fyrir dóm af því þeir vita að þeir eru að fremja glæp, ættu ekki að fá að vera í neinu bandalagi sem þeir geta misnotað og er ætlað til verndar löndum. 

ElleE (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 11:28

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Vissulega má efast um einlægan vilja ráðamanna okkar í ICEsave deilunni, en við skulum láta þau njóta vafans, það er alvarlegt að vinna gegn lögum.  Og hvaða lagabrot má og hvaða lagabrot má ekki???  Forsendur réttarríkisins hrynja ef ríkisstjórnin kemst upp með að semja sig frá fyrirvörum Alþingis, og glæpurinn er sá sami þó þau láti Alþingi breyta lögunum eftir á.  Slíkt er viðurkennd hegðun í einræðisríkjum, en jafnvel þar þurfa menn að sætta sig við lögin, það er ef lýðræðisstjórnir ná aftur völdunum.  Þess vegna var flugmaðurinn argentínski handtekinn núna fyrir glæpi sína, og mun enda í fangelsi með öllum hinum herforingjunum sem dúsa þar.

Steingrímur og Jóhanna þurfa fyrst að breyta fyrirvörum Alþingis ef þau vilja semja við bretanna á þeirra forsendum.  Það eru engin rök málsins að þá verði ekki samningur, Alþingi hefur væntanlega verið meðvitað um þá áhættu þegar það samdi lögin um ríkisábyrgð.  Lögin standa nema þeim sé breytt og allir samningar sem vinna gegn lögunum eru lögbrot og þeir sem þau fremja eru tukthúslimir samkvæmt laganna hljóðan.  

Því verðum við að treysta þessu fólki, ég trúi því ekki að það vilji eyða ævikvöldinu á Hrauninu.

En þetta dæmi um NATÓ var svona lítið innlegg inn í þá staðreynd sem allir strákar vita, það er alltaf sparkað í þann sem ber ekki hönd fyrir höfuð sér.  Vissulega dugar ekki alltaf fyrir minni stráka að verjast til að losna við ofbeldið á skólalóðinni, en bæði vekur vörnin athygli skólayfirvalda sem og hitt að það er miklu meira vesen að pína þá sem berjast um á hæl og hnakka.

Ég reikna ekki með að bretum yrði vikið úr NATÓ, en bara krafan um það setti NATÓ í erfiða stöðu, því það gilda jú lög og reglur.  En þessi leið var ekki farinn því Geir Harde þorði ekki að ganga gegn Samfylkingunni, sem var í hjarta sínu sammála kúgun breta og fannst hún fín leið til að koma landinu inn í ESB, sem er trúarsetning hjá Samfylkingunni, og því fór sem fór.

Íslensk stjórnvöld létu sparka í sig eins og rakki með lafandi tungu fyrir framan húsbónda sinn og ennþá dag í dag er almannarómurinn á Íslandi sá að við séum sek og eigum tyftun skilda.  Alveg eins og hjá rakkanum. 

Og enn þá dag í dag skrifar fólk greinar um þessa sekt og krefst tyftunar IFM, en þó það sé á kostnað samborgara þess, það skiptir engu, hundseðlið eða siðblindan byrgir mönnum sýn.

Og þess vegna komast lítilmenn upp með að níðast á íslensku þjóðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 572
  • Sl. sólarhring: 635
  • Sl. viku: 6303
  • Frá upphafi: 1399471

Annað

  • Innlit í dag: 488
  • Innlit sl. viku: 5343
  • Gestir í dag: 448
  • IP-tölur í dag: 441

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband