Þessi orð hef ég lesið áður.

Þegar ég var ungur þá las  ég einu sinni viðtal við Sovéska sendiherrann á Íslandi.

Hann var meðal annars spurður um stöðu Eystrasaltsríkjanna. Hann sagði að þau hefðu samið við Sovéska ríkjasambandið og gengið fús í til liðs við sínar Sovésku bræðraþjóðir.  

Og örugglega hafði sovéskt hernámslið ekkert með það að gera. 

Eins var það með samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn síðastliðið haust.  Efnahagsþvinganir Evrópusambandsins, sem stoppuðu allt fjárflæði til landsins, hafði örugglega ekkert með það að gera  að Ísland gekkst við því að ganga einhliða að skilmálum bretanna.  Þau orð Björgvins G. Sigurðarsonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra að staðan hafi verið orðin það alvarleg að nauðsynlegur lyfjainnflutningur var í hættu, og fyrst þá og aðeins þá skrifuðu íslensk stjórnvöld undir, þau eru örugglega ímyndun.

Forseti sænska þjóðþingsins kemur sem vinur og hann er spurður um mál sem brennur á íslensku þjóðinni.  Og svarið er: "um  þetta var samið".

Já um þetta var samið sagði sovéski sendiherrann.  Finnar sömdu líka um það að láta Viborg og stóran hluta af Finnsku Kiljara héraðinu.  Það er margt sem smáþjóðir gera þegar þær eru beittar þvingunum sér stærri þjóða.

En þá vita menn líka hverjir eru vinir manns.

Maður sem svarar svona eins og forseti sænska þjóðþingsins,  hann er ekki í vinaheimsókn.

Ég vildi ekki vera vinur hans.

Kveðja að austan.


mbl.is Framtíð Íslands í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður

Georg O. Well (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Rétt hjá þér.  Gott að einhver leggi sig niður við það að setja hluti í sögulegt samhengi.  Oft verður það til þess að nútíminn birtist okkur í nýju ljósi (og skýrara!).

Helgi Kr. Sigmundsson, 16.10.2009 kl. 10:16

3 identicon

Er ekki hægt að safna undirskriftum fyrir hóp-málsókn gagnvart höfuðpaurum icesave, s.s. steingrími.j og co?

Geir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Lög gilda, og þau getur ríkisstjórnin ekki samið sig frá.  

Og það gilda líka lög hjá Evrópusambandinu, og þau munu verða virt.

Og spurning um málssókn snýst um manndóm þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2009 kl. 20:08

5 identicon

Hann var víst örugglega ekki í neinni vinaheimsókn, Ómar.  Hann vinnur þarna grimmt gegn okkur og ætti að halda sig í Svíþjóð, eða kannski Bretlandi og Hollandi til skiptis. 

ElleE (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 10:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég sé að þú vilt ekki heldur vera vinur hans Elle, og skil ég það vel.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 17.10.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1412819

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband