15.10.2009 | 22:15
Lygamerðir tjá sig og segja, "ha, við?, Hvaða Alþjóðagjaldeyrissjóður?"
Þeir eru eins og Hannibal nokkur sem var tekinn við sína skuggalega iðju og sagðist engan mann hafa étið, en hélt í hendinni á hálfnöguðu beini sem sannaði hið gagnstæða.
Og þeir eiga í uppbyggilegum viðræðum við íslensk stjórnvöld.
Hvað þýðir það???
Hafa þeir loksins áttað sig á því að þeir kúga ekki þjóðina til smánarsamninga? Að afl landráðadindla sem taka undir öll þeirra sjónarmið, hafa orðið undir í orðræðunni á Íslandi?
Að þeir sætti sig við sjónarmið íslensku ríkisstjórnarinnar sem fylgir hart eftir þeim lögum um ríkisábyrgð, sem Alþingi samþykkti í sumar?
Það hlýtur að vera fyrst þeir eiga í uppbyggilegum viðræðum við Íslendinga því ekki dettur nokkrum manni í hug að ríkisstjórn Íslands sé að semja gegn vilja Alþingis. Við megum ekki gleyma því að ríkisstjórnin hafði frjálsar hendur í samningum sínum við breta og Hollendinga í vor því Alþingi hafði enga ríkisábyrgð samþykkt. Núna liggur skýr vilji Alþingis fyrir og samningur sem gengur gegn þeim fyrirvörum sem Alþingi setti, er lögbrot. Telji ríkisstjórnin lögin ófullkomin eða óraunsæ, þá á hún að láta breyta lögunum fyrst.
Það kallast þingræði og er bundið í stjórnarskrá Íslands.
Hitt kallast valdarán og var algengt í löndum með litla heri en stóra hershöfðingja.
En menn sem ljúga eins og þessi frétt segir til um, og það án þess að skammast sín, hví ættu þeir að vera meira marktækir um meint valdarán Borgunarsinna, en annað sem þeir tjá sig um.
Ef þeir eru í viðræðum við ríkisstjórn Íslands um ICEsave, þá hljóta þær viðræður að snúast um nánari útfærslu á þeim fyrirvörum sem Alþingi setti.
Það að þjóðirnar tala saman bendir til þess að málið sé í höfn fyrir þá sem börðust sem mest fyrir því að ríkisábyrgðin á ICEsave myndi ekki ganga að lýðveldinu dauðu ef allt færi á versta veg. Í ljósi þessa varnarsigurs, þá er skítkast verkalýðshreyfingarinnar útí þá þingmenn sem börðust fyrir þessum fyrirvörum, með öllu óskiljanlegt og leiðtogum hennar til ævarandi hneisu.
En sigur þjóðarinnar að sama skapi mikill.
Kveðja að austan.
Segjast ekki tefja endurskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll austmaður og magnaður pistill að vanda.
Hvað er eiginlega að gerast með stjórnarandstöðuþingmennina og stjórnarþinmennina sem höfnuðu Icesave samningnum "glæsilega" og þóttust hafað eytt mánuðum í að plástra hræið með þeim skilyrðum allt eða ekkert? Hvar er Mogginn og Davíð? Hvað er að gerast sem þolir ekki dagsins ljós og allir þessir aðilar samþykkir að svo sé?
Þessir aðilar í lok samnigagerðar sem átti aldrei að eiga að geta átt sér stað eins og málið var kynnt þegar fyrirvarasamningurinn var rágenginn, og núna með óhæfan Indriða fremstan meðal vonlausra samningaamatöra er brandari og hrein móðgun við þjóðina og jafnframt við Breta og Hollendinga að stilla þeim upp á móti þeirra sérfræðingum eftir afhroð “glæsilegs” samnings “samningamannsins” stórkostlega, Svavar Gestssonar og samningarnefndarinnar vonlausu.
Hvenær ætlar fólk að staðsetja Steingrími J. réttilega á Icesave sakamannabekkinn með þeim Björgúlfsfeðgum, Halldóri Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni sem meðsekum þeim, vegna þess stórkostlega kostnaðs og skaða sem þjóðin og ófædd börn hennar þurfa að bera vegna EINKAVINAVÆÐINGU hans þegar hann réði þá afdalamenn, Svavar Gestsson og Indriða G. Þorláksson, fullkomlega óhæfa til starfans að ganga í það stórkostlega vandasama verk, að semja um Icesave fyrir þjóðina, og enduðu sem þeir aumu sendlar sem þeir eru með uppáskrifaðan reikninga Breta og Hollendinga, þar sem ekkert sem hefði klárlega átt að falla með okkur var inni í dæminu. Þeir voru ekkert annað en gangandi frímerki og ábyrgðarumslög.
Steingrímur J. dró óhæfa EINKAVINI sem höfðu ekkert til brunns að bera til vandasams starfans og gerðist með því sekur af því nákvæmlega sama og hann hefur gagnrýnt fyrrum ráðherra og stjórnarflokka fyrir - nefnilega EINKAVINAVÆÐINGU!
Fyrsta verk í starfi fjármálaráðherra, réði Steingrímur J. góðan vin sinn sem formann bankaráðs KB banka, sem var hrakinn úr starfi nokkrum dögum síðar, þegar fjölmiðlar og bloggarar góðu heilli, fóru á límingunum vegna þess að maðurinn var þekktur fyrir afar vafasama “fjármálasnilli” og heilindi, sem Steingrímur J., vinur hans, sagðist ekki hafa haft minnstu hugmynd um, þótt öllum sem eitthvað hafa komið nálægt viðskiptum og fjármálum var vel ljóst.
Maðurinn er eins og allir aðrir sem hafað troðist að kjötkötlunum og hann ásakar fyrir EINKAVINAVÆÐINGU, - EINKAVINAVÆÐINGUR DAUÐANS.
Kveðja úr suð - vesturhorns rokrassinum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:03
Takk Guðmundur.
Þetta átti ekki að vera svona og þurfti ekki að fara svona.
Takk fyrir skemmtilegt innlegg og takk fyrir hlýleg orð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.