13.10.2009 | 18:23
Steingrími fannst þetta ekki góð frétt í nóvember.
Þá vitnuðu bæði Geir og Ingibjörg í bæði Björgólf eldri og yngri, þar sem báðir fullyrtu að eignir stæðu á móti innlánunum.
Steingrímur ætti kannski að biðja þau afsökunar þar sem hann hefur núna lært að gleðjast yfir góðum fréttum.
Steingrími fannst heldur ekki góð frétt 24. janúar þegar hann skrifaði sína frægu hvatningargrein í Morgunblaðið. Þá benti hann á þau rök Stefáns Más og Lárusar Blöndal, að ábyrgðin hljóðaði upp á 650 milljarða, og eignir á móti væri eitthvað sem væri óvissunni háð.
Steingrímur ætti kannski að biðja Jóhönnu Sigurðardóttir afsökunar á þeirri grein. Þessi grein jók mjög ólguna í Búsáhaldabyltingunni, kostaði jafnvel nokkur rúðubrot á Alþingishúsinu. Steingrímur ætti kannski að bjóðast til að borga þessar rúður úr eigin vasa, þar sem hann hefur lært að gleðjast, í stað þess að æsa upp lýðinn.
Hann fékk jú ráðherrajobbið út á þessa grein, og þar með hærri laun sem ráðherra. Algjör óþarfi að þjóðfélagið borgi ráðherradraumskostnað Steingríms.
Nógu margir eru milljarðarnir samt sem hann vill koma á þjóð sína.
En það eru samt góðar fréttir að Steingrímur sé glaður, og gangi um gleðinnar dyr.
Aldraðir og öryrkjar munu ekki vera eins glaðir þegar þeir fá reikninginn.
Þeir kunna kannski heldur ekki að gleðjast yfir góðum fréttum eins og Bjarni Ben.
Er ekki hægt að fá Spaugstofuna á liðið og jákvæða innheimtumanninn?
Kannski yrðu þá allir glaðir.
En ekki ég, ég er hundfúll yfir þeim skrípaleik sem núna er settur á svið.
Hvar er Ögmundur????
Kveðja að austan.
Geta kannski selt eignir Landsbankans fyrr en ella | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.