Þetta sagði Pravda líka á sínum tíma.

"Okkar ástkæri aðalritari er við góða heilsu", og allir sáu aðeins lifandi lík.

Það er spurning, svona á neyðartímum, að sjónvarpið taki upp aukafréttatíma svo Steingrímur geti komið í beina, tvisvar á dag og tjáð landsmönnum öllum hvað ríkisstjórnin er traust. Og allir þar innanborðs starfi í miklu bróðerni.

Eini hugsanlegi gallinn er sá hvort vinnuálagið yrði ekki of mikið á förðunardömurnar að fela öll ummerki bræðrakærleikans.

En það má alltaf reyna.

Stjórnin er traust, trúið þið mér ekki????

Kveðja að austan.


mbl.is Segir stjórnarsamstarf traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eru áhugaverðir tímar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Já, það eru áhugaverðir tímar.  Svei mér þá, ég held að sjálfseyðingarferlið sé það öflugt að núna getum við smáfuglarnir horft á afslappaðir og notið sýningarinnar. 

En hvað tekur við, það er spurning, ætli þjóðin þurfi ekki að gera upp við sig hvert hún stefni.  Vonandi finnst einhvers staðar sameiginlegur flötur sem menn geta sæst á.

Ef ekki, þá er það næsta orrusta, en þessi er unnin, það vantar aðeins hvíta flaggið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.10.2009 kl. 00:54

3 identicon

Félagi Steingrímur alltaf verið snjall leikar - já, í gærkveldi í tveimur hlutverkum á báðum sjónvarpstöðvunum. Afburða leikur - á báðum !!

 Hinsvegar aðal " förðunardama" þjóðarinnar með hreint ömurlega aðstoðarmenn í ráðuneytinu, samanber bréfið til " Kæri Jens" !

 Hinsvegar virðist sem þjóðin hafi gleymt að þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkti á sínum tíma Icesave samninginn ÓSÉÐANN ! - Já, með öllum greiddum atkvæðum, svo og ríkisábyrgð vegna samninganna sem þingflokkurinn hafði ei heldur augum litið !!

 Er þetta virkilega annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar ?? Ef svo, þá verður sem sagt var forðum.: " 'Islands óhamingju verður allt að vopni" ! -

 Kveðja af Seltjarnarnesi

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kalli.

Þetta er alltaf að gerast aftur og aftur, við erum sammála.  En gæfan er byrjuð að snúast og snýst hratt.  "Hulk" er vaknaður, og þá má lygin passa sig.

Nógu snjall var Davíð þegar hann og viss gyðja greindi á við hann, en þegar hann hefur réttin og lögin sín megin, hvað þá góða siði og heilbrigða skynsemi, þá muna allir hlæja að nekt Borgunarsinna.

Því þeir eru fyrst og fremst, hlægilegir, og svo jú, margir hverjir, ekki allir, landráðamenn.
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.10.2009 kl. 15:08

5 identicon

Kveðja þökkuð.

 Það kátlegasta - líklega frekar grátlegasta er, að Alþingi Íslendinga hefur ALDREI SAMÞYKKT Á B Y R G Ð Á ICESAVE !

 Það er kjarni málsins - Alfa & omega !

 Endurtek: Engin RÍKISÁBYRGÐ á Icesave !

 " Grát ástkæra fósturmold" !!

 Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:18

6 identicon

Kalli, við munum ALDREI gleyma þeim týndu sálum sem ætluðu svikullega að kúga Icesave-ríkisábyrgð í gegnum Alþingi ÓSÉÐUM.  Í það minnsta ekki heiðarlegt fólk og sem líka skildi hvað var að gerast. 

Kveðja að sunnan.

ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband