Höskuldur!, Æran þín kom óskemmd heim,

þó ekki hefði förin verið til fjár.

Og allir nema þeir sem lesa með blindum flokksaugum, skilja þau skemmdarverk sem Jóhanna hafði uppi í bréfi sínu til síns kæra vinar, Jens.  Sem því miður er Evrópubandalagssinni og hlýðir því skipunum frá Brussel.

Vissulega var engin von til að Brussel hefði leyft Jens að hjálpa íslensku þjóðinni, hana á að beygja fyrst í duftið.  En för ykkar Sigmundar gerði tvennt, hún vakti athygli í Noregi á þeirri smán sem  Norðmenn eru þátttakendur í gagnvart íslenskum almenningi, og hún sýndi íslensku þjóðinni fram á hvað rekur fólk áfram í íslenskri pólitík.

Hræðslan við að þið hefðuð hugsanlega haft árangur, afhjúpaði endanlega húsbóndatryggð Jóhönnu gagnvart Brusselvaldinu.  Og hún staðfesti endanlega að íslensku byltingunni var stolið af valdaræningjum, sem nota núverandi völd til að koma Íslandi undir náðarfaðm Brussel.

Og til þess er öllum brögðum beitt.

Ef þú efast Höskuldur, lestu þá níðið í Pésunum í bloggpistlum hér að neðan.  Svona lætur aðeins óttaslegið fólk.

En það er þetta með æruna.  Æra Jóhönnu slapp líka óskemmd, því til að skemma þarf ..................... .

Og það er ágætt að hugsandi fólk sjái þann hráskinnsleik sem er í gangi með fjöregg íslensku þjóðarinnar.

Sjálft sjálfstæði hennar er í hættu á meðan þetta fólk hefur einhver völd.

Kveðja að austan.


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég nota ekki hatt en ef ég hefði hann tæki ég hann ofan fyrir Höskuldi og Sigmundi. Þeir eru á fullu að reyna til hins ítrasta að koma okkur undan járnkrumlu AGS. Jens Stoltenberg er náttúrulega meðlimur í Samfylkingunni og ekki að búast við öðru svari en kom fram. Svarið lýsir í hnotskurn lítilli frændsemi og ef þessi er raunin hlýtur maður að spyrja sig hvort Íslendingar ættu ekki að einbeita sér að góðu samstarfi við Færeyinga og hætta setja tíma og fjármuni í Norðurlandasamstarf sem er greinilega í orði en ekki borði?

Guðmundur St Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 20:45

2 identicon

Ómar;

Svo hjartanlega sammála !

Vildi óska að hver einasti stjórnmála flokkur yrði lagður niður í dag ! Það er ekki hægt að gera neitt í þessu landi á meðan fólk heldur tryggð sína við bókstafi og hatast út í alla þá sem eru með annan bókstaf og kalla þeim öllum illum nöfnum.

Ég held samt Ómar að barátta okkar er töpuð. Samfylking a.k. Evrópusambandið er bæði með fréttablaðið og stöð 2 ásamt Agli Helgasyni sem  sitt málgagn ... það er vonlaust að reyna að koma einhverjum skynsamlegum sjónarmiðum á framfæri án þess að fá heilan her af skrípaleik, upphropanir og lygaáróður í staðin

Björg F (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Eigum við ekki frekar að upplýsa Norðmenn um störf Samfylkingarinnar þar í landi.  Þó Norðmenn í dag eru eins og leiðinlegur frændi, sem tekur á móti fátækum ættingja með gustukasvip, og lætur hann snæða brauð í eldhúsinu á meðan hann skóflar í sig steik í betri stofunni, þá er samt betra að eiga leiðinlegan frænda en engan frænda.

Og strákarnir sýndu manndóm, mættu fleiri gera slíkt hið sama.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Björg.

Enga uppgjöf takk, það hefur margt áunnist, í raun miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir.  ICEsave fer ekki í gegnum þingið, þökk sé óbilgirni bretanna.  Ríkisstjórnin hefur ekki afl að fara gegn samþykkt þingsins frá því sumar. Það er orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki svíkja, en í vor var augljóst að hluti hans studdi ríkisstjórnina, alveg þar til menn sáu feigðina við Svavars samninginn.

Og það er deginum ljósara að stjórnin er á förum, samstarfið er eins og hjá tveimur drykkjufélögum sem þora ekki að verða fyrri til að lognast út af, því þeir vita báðir, að þá mun hinn taka búsið.  Vantraustið er svo augljóst, og það vantar aðeins útgönguleiðina fyrir flokkanna.  Svikabönd geta haldið, en aðeins í skamman tímann.

Og áróðursmaskínan er eins og hún er, þegar hún var hundrað prósent gegn þjóðinni, þá náði hún aðeins stuðningi tæplega hálfrar þjóðarinnar.  Og trúverðugleikinn í þessum hópi hvarf þegar Ólafur lét af stjórninni á Morgunblaðinu, því hann var sá eini sem þáði ekki laun fyrir skoðanir sínar gegn þjóðinni.  Og það skiptir ekki máli hvaða álit fólk hefur á Davíð, hann mun sjá til þess að hallinn á upplýsingaflæðinu réttist af.  Og þar sem staðreyndirnar eru okkar meginn, þá græðum við á því.

En Egill Helga, hann er sendiboði, Hans snilld fellst í því að láta umræðuna fljóta.  Ég er núna að hlusta á Jóhann og Gauta, þetta eru veraleikafirrtir menn í vinnu hjá Samfylkingunni.  Þetta eru mennirnir sem fórnuðu milljónir mannslífa við að byggja upp sæluríki, á meðan verkamenn í Bandaríkjunum þáðu laun fyrir og héldu lífinu í leiðinni. 

Ef þjóðin hlustar á þessa bullukolla Samfylkingarinnar, þá á hún ekki von.

En við erum kannski fljótfær, en við erum ekki heimsk.  Hjá okkur snýst baráttan um nokkur hundruð milljónir, jafnvel nokkra milljarða.  Þeir sem láta eins og tugir milljarða skipta ekki máli, hvað þá hundruð milljarða, stimpla sig sem fávita, það er eina orðið sem nær yfir heimsku ICEsave málsins.

Samfylkingin endar sem örflokkur ef hún knýr ICEsave í gegn.  Og það veit hún.  Þess vegna dynja svipuhöggin á Steingrími.  Og hann er ekki masó.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.10.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband