11.10.2009 | 18:50
Ósköp á þetta aumingja fólk bágt alltsamann.
Þetta flaug í hug mér þegar ég kíkti á fyrirsagnir Samfylkingar og Vinstri pésa sem blogga um tilefni þessa bréfs Jóhönnu.
Sigmundur Davíð sýndi lofsvert frumkvæði og athugaði upp á eigin spýtur hvort möguleiki væri á lánastuðningi frá Noregi, án þess að sá stuðningur væri spyrtur við nauðasamninga ICEsave, eða án þess að landsmenn væru neyddir til að taka risalán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að hægt væri að borga þeim útrásarvíkingum sem eiga krónubréfin, út sínar krónur á yfirgengi. Og svo þarf að hugsa um aumingja spákaupmennina.
Þetta sem Sigmundur gerði, átti að vera eitt af meginverkefni íslensku utanríkisþjónustunnar síðan í haust þegar kúgun vinaþjóða landsins lá fyrir. Að reyna fá hjálp, án þess að sú hjálp þýddi endalok efnahagssjálfstæðis Íslands. Ef það er hægt að benda á einstaka gjörð sem er mikilvægari en þessi, þá væri gaman að fá upplýsingar um hana.
En Sigmundur uppsker háð og níð rógbera sem skammast sín svo mjög fyrir getuleysi sinna forystumanna, að þeir kosta öllu til að henda þeirra skít á aðra. Já, þetta eru aumir samlandar sem við eigum.
En bréf Jóhönnu er mjög athyglisvert, í raun ótrúlegt að forsætisráðherra landsins geti sent svona bréf í jafn mikilvægu máli og setið á eftir.
Efnislega segir Jóhanna:
"Kæri Jens, ég veit að þú vilt ekki hjálpa okkur á annan hátt en þegar hefur verið ákveðið. En ég er í vandræðum með hann Sigmund sem heldur að þið Norðmenn geti gert eitthvað meira en þið hafið þegar sagst geta gert. Og svo var það þessi Per sem var eitthvað að blaðra og rugla liðið heima. Gætir þú ekki gert mér þann greiða kæri Jens, að ítreka í bréfi til mín fyrri afstöðu ykkar Norðmanna, svo þessu rugli ljúki einhvern tímann hér á landi. Kveðja Jóhanna"
Ef aumara bréf hefur verið skrifað af hálfu íslenskra ráðamanna, þá þætti mér gaman að vita um það. Eins og góð vinkona, þá biður Jóhanna forsætisráðherra Noregs um að hafna umleitan Sigmunds fyrirfram, loka öllum dyrum og helst gera ferð hans eins hlægilega og hægt er. Það hvarflar ekki að henni að biðja um jákvæðan skilning, sem væri nú lágmark fyrst hún er á annað borð að senda svona vinarnótu. Og ef henni var þetta svona mjög á móti skapi, þá gat hún í það minnsta þagað fram yfir för Sigmundar, og látið auðnu ráða um árangur ferðar hans.
Það er jú einu sinni verið að tala um framtíð þessarar þjóðar, ekki hagsmuni þjóða ESB eða breta. Hvað rekur forsætisráðherra Íslands áfram í svona niðurrifstali?? Og hvað rekur áfram þá vesælu fréttamenn á Ruv sem tekst endalaust að láta Hrannar spunakokk spila með sig? Hví er aðalfréttin kennitala þeirra manna sem Sigmundur hafði í för með sér??
Er engin takmörk fyrir þeirri lágkúru sem þeir láta spunameistara Samfylkingarinnar mat sig á? Hvaða glæpur er það að einhver Íslendingur sýni frumkvæði til að skapa forsendur fyrir plan B?
Ef förin heppnast ekki, þá heppnast hún ekki. En er það rangt að vekja athygli í Noregi á þeirri kúgun sem íslenskri þjóð er búin af hálfu þjóða ESB??
Hvað er það við þessa för Sigmundar sem vekur þessa heift og úlfúð, og þá lágkúru fréttamanna sem við blasir??
Mikið vildi ég gefa til þess að vita hvað rekur lágkúruna áfram. En ég veit þó að þetta fólk á bágt.
Þetta er svo aumt að það þýðir ekki einu sinni að segja við það að það eigi að skammast sín.
En ég ætla samt að gera það.
Skammist ykkar!!!!
Kveðja að austan.
Birtir bréf Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talandi um lágkúru..lestu færsluna þína aftur .....
hilmar jónsson, 11.10.2009 kl. 18:58
Blessaður Hilmar.
Þú neyddir mig til að lesa pistil minn aftur, mig minnti að ég hefði talað um lágkúru fréttamanna Ruv en um níð rógbera flokkspésa, þannig að ég hefði talið að þú hefðir svona stílsins vegna átt að tala um róg og níð, sem þetta þannig séð vissulega er.
En er þessi pistill minn lágkúra???
Þá ert þú kominn inn á klassísku spurninguna, hvenær drepur maður mann og hvenær ekki, hvenær fremur maður landráð og hvenær ekki, og svarið er afstætt.
Mér persónulega hefði talið mig í hjólförum lágkúrunnar ef ég hefði veist af Jóhönnu ef hún hefði sent stuðningsbréf með Sigmundi og það bréf hefði hjálpað til að afla þjóðinni aukins stuðnings í Noregi, en ég hefði hætt hana og illmælgt (sbr þinn ágæti pistil sem þú átt um Höskuld auk fleiri sem þú ert örugglega mjög stoltur af) vegna þess að það væri andstætt mínum flokkshagsmunum að hún fengi hrós fyrir mjög þarft verk. Það Hilmar er lágkúra af mínu mati.
En manneskja sem notar áhrif sín til að eyðileggja sendiför, sem kannski var vonlaus upphaflega en auðnan fékk aldrei tækifæri til að skera úr um, í þeim eina tilgangi að koma fyrirfram í veg fyrir hugsanlegan ávinning, hún á ekki neina sanngirni skilið.
Ekki í dag því það geisar stríð í landinu.
Og þar sem þú ert ekki landráðapési sem slíkur Hilmar, heldur aðeins meðvirk hjálparhella Leppa alþjóðlegs auðvalds, sem er í opinberu stríði gegn alþýðu þessa lands, þá skal ég útskýra fyrir þér muninn á réttu og röngu í þessu stríði.
Þeir sem styðja innrásaröflin og gjörðir þeirra gegn alþýðu þessa lands, þeir eru óvinirnir og óvinirnir eiga ekkert gott skilið, svona á meðan stríðið geisar, en þegar við höfum sigrað þá gilda auðvita reglur mannúðar og miskunnar eins og skráð er í Genfarsáttmálann. Ekki fyrr geta mín vanmáttugu vopn talist vera óviðeigandi.
Og hvenær drepur maður mann þannig að maður er dæmdur fyrir það. Svarið snýst alltaf um réttmæti og sá sem vinnur stríðið setur viðmiðin. Takist þér og þínum að rústa lífsafkomu alþýðufólks, vegna hundstryggðar ykkar við auðmenn og fjárúlfa, þá skiptir mig engu hver dómur ykkar er, vonandi læt ég það ekki spyrjast út að ég hafi gefið upp vonina og baráttuna með einhverju lífsmarki. En ef þjóðin sigrar og hrekur húsbændur ykkar úr landi, þá verður mér fyrirgefið háðið, vonandi.
Svo við skulum spyrja að leikslokum, og vertu ætíð velkominn í baráttu alþýðunnar, um leið og þín blindu augu uppljúkast og þú gerir þér grein fyrir hvernig hugsjónir þínar og lífsskoðanir hafa verið misnotaðar af illskuöflum alþjóðlegs auðmagns.
Heill sé Ögmundi.
Og megir þú skemmta þér vel yfir íslenska efni kvöldsins. Það er þjóðlegt sko.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 20:25
Það er sama hvað ég rýni í málið ómar, mér er fyrirmunað að sjá að Jóhanna hafi á einhvern hátt reynt að eyðileggja för tvímenninganna eins og þú heldur fram.
mér finnst Jóhanna hafa unnið af heilindum í þessu máli, og reynt að höfða til samstöðu í stað skíkasts eins og einkennt hefur málfluttnig ofangreindra tvímenninga.
Annars ágætlega formað svar hjá þér.( kannast samt ekki við að vera hjálparhella alþjóðlegs auðvalds, tel mig svona frekar hafa verið frábitinn öllu slíku ) Ég kann að meta það þegar menn lýsa skoðunum sínum á eins yfirvegaðann hátt og þú annars gerir. En við erum greinilega ekki sammála, og það bara allt í lagi..kv.
hilmar jónsson, 11.10.2009 kl. 20:47
Takk Hilmar fyrir að meta vinnuna, þetta var einnar kaffibollasvar, sem er óvenjulegt hjá mér. En ég þurfti aðeins að hugsa mig um áður en ég formaði skeytið til baka.
En ég er búinn að svæfa og er að fara horfa á íslenskt.
Því tek ég undir að við skulum bara vera ósammála um svar Jóhönnu, en þín vegna vona ég að líf þitt liggi aldrei undir svona meðmælabréfi.
Og ég veit að þér finnst þú ekki vera í vinnu hjá alþjóðaauðvaldinu, en í því er snilld þess fólgin, þetta er marghöfða skrímsli sem alþýðan þarf að glíma við.
Og það sem ég hef fram yfir þig er sú bjargfasta vissa að það er styttra í það en þig grunar að við verðum samherjar í vopnaskaki gegn þessum andskotum.
En áttu gott kvöld.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2009 kl. 21:40
Ómar...algjörlega sammála þér.
Ég greip fyrir munn mér svo mikið var mér um að lesa þetta bréf Jóhönnu. Venjulegt fólk mundi vanda sig betur við að sækja um 50.000 kr. yfirdrátt í banka. Ef hann ætlaði einhvern tímann að styðja þessa lánveitingu þá er hann örugglega hættur við það núna. Og rétt sem þú segir en það sem Sigmundur er að gera er það sem ríkisstjórnin átti að vera löngu búin standa fyrir. Þetta eru algjörir aular, mér þykir það leitt að nota slík orð um landa mína en ég finn bara ekki neitt annað sem á betur við.
Halla Rut , 12.10.2009 kl. 10:16
Getur verið að um tvö bréf sé að ræða?
sjá hér http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/963351/#comment2643272
og hér í dagblaði Noregs http://www.abcnyheter.no/node/97373
Halla Rut , 12.10.2009 kl. 10:19
Lágkúra og níð blaðamanna er ótrúleg gegn mönnum sem eru að vinna fyrir land og þjóð. Jóhann Hauksson eða hvað hann nú heitir var lágkúrulegur í RVU. Og hinn grunnhyggni sam-spillingar hrokinn, Björg Eva Erlendsdóttir. Höskuldur og Sigmundur gerðu ekkert rangt, heldur voru alveg heiðarlegir og gerðu það sem hin óhæfa stjórn Jöhönnu Sig. hefði átt að gera fyrir löngu og strax og Bretar og Hollendingar fóru að beita okkur kúgunum. Höskuldur og Sigmundur vldu forðast fráleitt lán frá AGS með Icesave kúgunar-skilmálum Breta og Hollendinga. Og eiga ekki skilið háð og skammir fyrir. Það fólk sem hæddist að þeim ætti að fara aftur ofan í holuna sem það kom upp úr.
"Ekki fyrr geta mín vanmáttugu vopn talist vera óviðeigandi." Vopnin þín passa vel, Ómar.
ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:28
Blessuð Halla Rut.
Þetta er sorglegt allt saman, sérstaklega viðbrögð stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar. Ef Sigmundur væri í einhverri Bjarmalandsför, þá hefðu þeir beðið og síðan hlegið að honum.
En í stað þess þá byrjaði níðið strax, og skítamokstursvélarnar á Netinu fóru strax í gang.
Og síðan þetta bréf Jóhönnu, það þurfti ekki þessa norsku útgáfu til (ef hún er þá til, en ekki misskilningur), hver maður sem læs er á texta skilur hvað Jóhanna er að gera. Hræðslan við árangur var svo mikil að hún gat ekki setið á sér, hún bað Jens vin sinn um Seðlabankaskýrslu hina síðari og fékk hana.
En lágkúran í þessu máli öllu saman er síendurtekin afturendafréttamennska Ruv, þetta blessaða fólk er aumara en það sem aumt er. Ég reikna með að það hafi ekki pólitíska blindni sér til afsökunar, þannig að hvað er það þá?
En hvað um það, takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2009 kl. 12:00
P { MARGIN: 0px } UL { MARGIN-TOP: 5px; MARGIN-BOTTOM: 5px } OL { MARGIN-TOP: 5px; MARGIN-BOTTOM: 5px } Og eitt enn, Ómar: Spillingarstjórn Jóhönnu Sig. dytti EKKI í hug að taka eitt skref til að styggja Evrópubandalagið, Breta og Hollendinga: Það gæti raskað inngöngu í Evrópu-himnaríkið þeirra sem er fyrir fjölda landsmanna orðið að helvíti. Heldur skulu lögð ótrúleg niðurlæging, skuldafjötrar og fátækt á landsmenn og börnin okkar.
ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:01
Blessuð Elle.
Mér þykir þú þolinmóð að nenna að lesa vopnaskak mitt. Já vopnin hæfa tilefninu, sem ég hef aldrei farið leynt með, en þau eru vanmáttug því miður. Þó við Steingeiturnar séum seinþreyttar til vandræða, þá viljum við helst vega mann og annan þegar okkur er misboðið. Og bretar misbuðu mér með setningu hryðjuverkalaganna. En Steingeitin á Morgunblaðinu á vopn sem bítur, og það var tekið í notkun fyrir helgi. Kallinn er hættur í teiknimyndasögunum og því get ég loksins farið að slaka á. Og vonandi tekst mér að standa við þau fögru fyrirheit núna.
En þú hefur greinilega horft á Silfrið í gær. Ég nenni ekki að blogga um það en mig langar aðeins að nefna það sem mér fannst blasa við.
Björg Eva, sem er reyndar fjölmiðill VinstriGrænna, hún er í brúarsmíði milli hinna stríðandi fylkinga flokks síns, og reyndi að halda sig við hinn opinbera boðskap Prövdu, en raddblær hennar sagði allt sem segja þarf, hún sér lifandi lík eins og við hin.
Ólafur Arnarsson, sannaði það að hann er ekki föðurbetrungur. Ég sæi gamla kallinn í anda horfast í augun á almannaróm háværum og þora ekki að segja skoðun sína án þess að vera alltaf að draga úr og jafnvel afsaka sig. Hvern var Ólafur hræddur að styggja???
Gauti, hann sannaði þá kenningu að akademían á lítið skjól í Háskólanum. Hann hefur ekki fattað setninguna, "víst er hún flöt". Hann hefði dæmt Galileo á bálið að kröfu valdhafanna því það sem þeir segja hlýtur að vera rétt, því er jörðin ennþá flöt í huga Gauta. En þeir sem lesa lög og lagatexta, og fóru yfir stærðfræðilíkan Galileós, þeir sáu strax að hann hafði rétt fyrir sér með hnattlögun jarðar. Og auðvita sigruðu vísindin, en ekki bábiljan og því er hlegið af mönnum eins og Gauta sem telja hana vera flata, því bretarnir segja það. Háskólinn er fullur af svona bjánaprikum sem verða sér til skammar í hvert skipti sem þeir opna munninn.
Og Jóhann Hauksson, já hann var skemmtilegur og ætti að fá að opna munninn sem oftast. Hann er greinilega haldinn þráhyggju, og sú þráhyggja heitir, "ég átti að verða fréttastjóri, og þið komuð í veg fyrir það". Og síðan er allt vont í þessum heimi þessum "þeim" að kenna. Þjóðin þarf að borga ICEsave því ljótu kallarnir skrifuðu upp á víxil. Það er eins gott að þessir ljótu kallar voru ekki í stjórn húsfélagsins hjá Jóhanni, og skrifuðu þar upp á einn víxil, svona uppá hundrað milljónir, sem veð fyrir hlutabréfakaupum. Ef það hefði gerst, þá væri Jóhann að borga því hann er fórnarlamb þessu ljótu kalla, og hann lifir fyrir það eitt að vera fórnarlamb, en gáir aldrei að lögmæti gjörða þeirra.
Og sem aðstoðarfréttastjóri í tugi ára og skipaður fréttastjóri í tugi ára (þetta er svona langt í minningunni, en þetta var víst styttri tími) þá á maðurinn að vita að stjórnarskrá Íslands bannar ríkisábyrgð án samþykkis Alþingis. Það er ennþá þingræði, ekki einræði, þó menn eins og Jóhann trúi hinu síðarnefnda.
Og þessi stjórnarkreppa sem hann talar um og fordæmir þá það sem hann kallar vanþroska stjórnmálamanna (lesist vondu kallarnir og Ögmundur), þá er hún mjög þekkt við þessar aðstæður. Það hafa alltaf verið til menn sem vilja vinna með innrásaröflum og þeir kvarta alltaf yfir skort á samstöðu með sínum gjörðum. Vichy stjórnin fordæmdi til dæmis vanþroska De Gaulle þegar hann fór yfir sundið í flugvél, í stað þess að vinna með henni að moka flórinn. Og Norðmenn eiga til dæmis fullt af sögum sem ég las sem lítill strákur (norskar andspyrnusögur voru vinslælar um 1970) um menn sem voru meira segja lamdir fyrir skort á þessum samstarfsvilja sem Jóhann þráir svo mjög.
Þannig að þetta er þekkt vandamál gegnum tíðina, að heimamenn skilja ekki alltaf náðina sem þeim býðst. "Hvar er herinn minn" sagði ágætur rómverskur keisari þegar hann fékk fréttir af þessum vanþroska Germanna í Tevtón skógi. Og hann sem ætlaði bara að kenna þeim að þvo sér og tala latínu. Og kannski borga fyrir sig einkaskuldir sínar í leiðinni.
Laun heimsins er vanþakklæti, og það er ekki örgrannt að það hafi gert Jóhann bitran.
En Elle mín, ef þú hefur haldið út þessa langloku, þá ert þú þrautseig í meira lagi. En ég á alla vega minnispunkta um þau hughrif sem Silfrið vakti hjá mér í gær.
Egill Helga er snillingur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2009 kl. 12:44
Já, og blessuð aftur Elle,
Því miður er þetta meginskýringin á ICEsave afstöðu Samfylkingarinnar. Frá því í haust hefur pólitík Samfylkingarinnar aðeins snúist um eitt og það er aðild að ESB.
En ég vil segja þeim það til vorkunnar, að þau trúa því að þá verði okkur gefnar upp syndir og skuldir, svona ef við lofum að kjósa Samfylkinguna næstu 77 árin, eða var það 666 árin, eða eitthvað.
En þó viljinn sé góður, þá eru landráð, landráð.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 12.10.2009 kl. 12:48
". . næstu 77 árin, eða var það 666 árin, eða eitthvað."
Elle_, 12.10.2009 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.